3.3.2009 | 11:13
Tónlistarhús
Sjómannafélag Íslands lýsir furðu sinni á því að halda eigi áfram smíði tónlistarhúss fyrir 15 milljarða á sama tíma og Landhelgisgæsla Íslands er hálflömuð vegna fjárskorts. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Sjómannafélags Íslands.
Ég tek heilshugar undir þetta og má segja að þetta sé undarleg forgangsröðun. Best væri að láta þetta tónlistarhús stand eins og það er í dag, sem minnisvarða um allar þá vitleysu sem hér var þegar stjórnendur Íslands héldu að Ísland væri ríkasta land í heimi.
Furða sig á framkvæmdum við tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
28 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Feimin fælist máttinn, ljóð frá 19. júní 1991.
- Viðreisn kemur út úr þögninni
- Um miðja viku
- Að kveðja Subaru Tími fyrir nýja bíladrauma
- Leiðarvísir Landverndar fyrir kosningar
- Menning úti á nesi, týndur Diegó og húsfélagsdraumur
- Bæn dagsins... Ýmsir orðskviðir.
- Að eigin frumkvæði?
- Bæn dagsins...Ýmsir orðskiðir.
- Vextir og verðbólga, vinur!
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála - þetta er algjört rugl og greinilegt að menn eru ekki enn komnir niður á jörðina...
kv
Hrönn
Hrönn 3.3.2009 kl. 11:23
Þó ég hafi frá upphafi verið mjög mótfallinn þessari byggingu verður að hafa í huga hin "macró-ekónómísku" áhrif framkvæmdanna við tónlistarhúsið.
Kostnaður við bygginguna sem greiðist til innlendra aðila s.s. í formi launa, efnis- og framleiðslukostnaðar, leiðir til þess að mörg störf og fyrirtæki halda lífi => Fólk heldur vinnunni sinni, getur keypt vörur í verslunum og greitt af sínum lánum => önnur störf verða áfram til o.s.frv. sem leiðir aftur til tekna fyrir ríkið í formi skatta => efnahagslífið helst gangandi.
Burtséð frá því er niðurskurður hjá gæslunni, niður fyrir öryggismörk, auðvitað óskiljanlegur.
Pétur 3.3.2009 kl. 11:27
Hjartanleg sammála.
Þetta er ekki neitt undarlegt. Lanhelgisgæslan er ekki atkvæða skapandi póstur . Tónlistarhús er atkvæðaskapandi. Þetta er bara byrjunin , tækifærissinnaðir stjórnmálamenn verða á fullu við svona björgunaraðgerðir fram að kosningum. Fyrst fólk var svona áfjáð í kosningar þá mátti gera ráð fyrir því að allar aðgerðir til uppbyggingar af einhverju viti yrðu settar til hliðar. Nú er ekkert verið að gera og ekkert verður gert fyrr en ný stjórn tekur við . Og Guð hjálpi okkur þangað til.
Hjalti Elíasson, 3.3.2009 kl. 11:32
get ekki verið meira sammála - það er eins og svo margir ungir þekki ekki fortíð okkar og það öryggi sem LHG veitir sem og sjósókn hefur verið okkur sem þjóð
Jón Snæbjörnsson, 3.3.2009 kl. 11:49
Það hefur staðið til í mörg ár að reysa þessa byggingu, en kanski ekki endilega í því formi sem hún er nú. Vandin er að þeir aðilar sem eru nú að reysa húsið, eru búnir að gera skuldbindandi samninga uppá miljarða sem myndu tapasat ef ekki yrði greitt úr málum. Við skattgreiðendur myndum því að lokum fá þann reikning í hausin en ekkert fyrir ef þetta yrði látið dánka. Því er betra að taka slagin og koma húsinu upp og í notkun, heldur en að henda peningunum út um gluggan, í því felst vandin, fyrir utan að það er ekki vænt fyrir ferðamannaiðnaðin að láta svona standa í mörg á óklárað, nægar verða nú holurnar þarna samt.
Hef ekkert á móti LG og þeirra störfum og vona svo sannarlega að menn geti fundið aðra staði til að skera niður, en það er ekki rétt að tengja þessa tvo hluti saman, það er líka verið að skera niður annarstaðar og öskrin heyrast langa leið.
Það hefur alltaf verið ljóst að til verulegrar niðurskurðar myndi koma eftir 6 okt. það er bara spurningin að gera það á sem hagkvæmastan hátt, að við myndum samt geta hámarka það sem við þó eigum. Eigum samt eftir langa vegferð í því.
Kaj J Durhuus
Kaj J Durhuus 3.3.2009 kl. 11:49
Er það ekki bráðnauðsynleg björgunaraðgerð að húsið verði a.m.k. gert fokhelt? Annars væri verið að kasta miklum verðmætum á glæ!
Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2009 kl. 12:31
Þú hefur kanski einhverjar upplýsingar sem aðrir hafa ekki varðandi samninga við verktaka? Það væri kanski ekki svo vitlaust að draga upp mynd af því hverjir fá flest af þessum verkefnum á vegum borgarinnar og ríkisins og ath hvort um eðlilega viðskiptahætti og greiðslur er að ræða. Það er ekki svo langt síðan óskað var eftir þyrlu fyrir slasaðan sjómann sem var á togara langt úti á sjó, 6 tíma sigling var í land, því var hafnað þar sem yfirmenn í landi mátu það svo að hann væri ekki nægilega slasaður til að það borgaði sig að sækja viðkomandi, og skipið ætti að sigla með hann í land. Eru útgerðirnar ekki að borga nógu mikið í skatta til ríkisins til þess að kosta þessar fáu þyrluferðir eftir starfsmönnunum sínum? Hvernig verður þónustan við sjómennina eftir niðurskurð fyrst hún var svona fyrir.
Gudni 3.3.2009 kl. 12:36
Talið er að gríðarlegir fjármunir - 6 til 10 milljarðar króna - færu í súginn, ef hætt yrði við byggingu Tónlistarhússins eða framkvæmdin stöðvuð. Tapið myndi stafa af samningum við byrgja [innskot:það er t.d. búið að vera framleiða gler og ramma fyrir mörghundruð milljónir sem færu þar í súginn], verktakar færu í þrot, það myndi kosta mikla peninga að loka húsinu og verja innviði og innréttingar sem búið er að setja upp. Auk þess sem dýrt yrði að hefja framkvæmdir aftur [innskot: þarf að opna húsið aftur, gera við skemmdir osfrv.].Fjöldi manns myndi að auki missa vinnuna ef verkefnið stöðvaðist. Við það vinna á vegum Íslenskra aðalverktaka um 200 manns og 350 til 400 á vegum undirverktaka. (tekið af amx)
Svo erum við að skapa framtíðarstörf sem afla okkur gjaldeyristekna, að klára tónlistarhúsið er eitt aðal forgansverkefni ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag, en hún er farin að skapa okkur meiri gjaldeyristekna en fiskveiðar Íslendinga. Að eyða peningum í gæsluna skapar ekki tekjur heldur eykur það á öryggi sjómanna. Ekki það að ég sé á móti því að sjómenn séu öryggir, en það kostar bara peninga og skapar engar tekjur. Þetta er hálfgerður Lúxus.
Íslendingar þurfa að hugsa sig vandlega um í hvað þeir ætla að eyða peningunum sínum í framtíðinni, þær fjárfestingar sem við setjum pening í þurfa að skapa okkur tekjur eða greiða leiðina í framtíðinni til að skapa tekna. Við erum ekkert að fara græða meira þótt sjómenn finnist þeir vera öruggir. En.... við erum að fara græða á tónlistarhúsinu.
Reyndar er talið að tónlistarhúsið eigi eftir að skapa okkur það mikið af tekjum og gjaldeyri að útlendingar eru tilbúnir að taka það yfir, líkt og Steve Corsser. Kannski væri bara best að bjóða verkið út til útlendinga, sem hirða þá gróðann, og setja bara peninga í gæsluna. Hvað finnst ykkur?
Bjöggi 3.3.2009 kl. 13:15
Ég er þeirrar skoðunnar að verktakanum sem getur ekki staðið við sitt ætti að láta fara á hausinn.
Ríkið gæti síðan tekið við framkvæmdunum og sett menn af atvinnuleysisbótum inn í verkið. Flestir sem ynnu við framkvæmdirnar yrðu þar af leiðandi komnir inní þær aftur. En verktakinn sem var búinn að skuldsetja sig svona svakalega og kominn í krapann situr ekki eftir með hundruðmilljónahagnað á kostnað skattgreiðenda.
Ríkið myndi líka eflaust spara þar sem að eini kostnaðurinn væri í launagreiðslur starfsmanna en ekki þóknun verktakans meðtalin.
Sammála er ég þó þeim hérna sem segja að þetta hús þurfi að klára og mér þykir það fásinna að tengja þetta tvennt saman. Það er bara ekki hægt að tengja þetta saman.
Arnar Geir Kárason 3.3.2009 kl. 13:35
Ferðamenn hafa verið duglegir að koma til landsins og verða það eflaust áfram, en eru þeir að fara að eyða peningunum í miða á tónlistarviðburði? það getur vel verið, kanski. Heldur þú að ferðamenn hætti við að koma til landsins eingöngu vegna þess að við klárum ekki tónlistarhúsið á undan öðrum brýnni hlutum? Varla. Er vogandi að fara að byggja tónlistarhús með peningum frá ferðamönnum sem "hugsanlega" koma til landsins og kaupa "kanski"miða í húsið? Hvaða mörg störf eru að fara að skapast eftir að tónlistarhúsið er komið upp og hvað missa margi vinnuna eftir að því líkur? Hverjir eru að fara að borga þeim laun sem fá vinnu við rekstur hússins og hvaðan koma þeir peningar? Það er spurning hvort þessir peningar væru ekki betur settir í uppbyggingu fyrirtækja sem skapa öruggar tekjur fyrir landsmenn í stað þess að byggja steypuköggul með fullt af dýrum gluggum sem skila nánast engum tekjum til baka. Þetta er ekki keppni milli tónlistarhúss og landhelgisgæslunnar. Hverjir skapa þjóðinni tekjur og hverjir gera það ekki? það er spurningin.
Gudni 3.3.2009 kl. 13:46
Þetta lið, sem er í ríkisstjórn, kann sko að forgangsraða. Auðvitað er bráðnauðsynlegt að klára þetta tónlistarhús, þó ekki væri vegna annars en það gengur ekki að hafa "blæðandi sár" í miðbænum og fyrst var byrjað á því þá er ekki nokkurt vit í að láta það sem komið er grotna niður. En það er alveg út í hött að vera að draga saman hjá GÆSLUNNI, það var búið að skera hana OF MIKIÐ NIÐUR FYRIR.
Jóhann Elíasson, 3.3.2009 kl. 14:00
Gudni, þetta á að vera tónlista og ráðstefnuhús, það á t.d. að rísa 500 herberga hótel við tónlistarhúsið. Ráðstefnuhald hefur skipað stóran sess í íslenskri ferðaþjónustu, sem dæmi heur ferðamálastofa rekið ráðstefnuskrifstofu frá 1992. Ráðstefnur geta einnig fært ferðaþjónustunni mikin pening, það þarf t.d. mikla þjónustu í kringum ráðstefnur, tæknilega sem og aðra almenna þjónustu. Ráðstefnur er líka hægt að halda allt árið og því ekki um árstíðabundin bransa að ræða.
Bjöggi 3.3.2009 kl. 14:06
Auðvitað þarf að klára húsið úr því sem komið er, það er ekki spurning um það, það þurfa bara að vera til peningar til þess að gera það. Eins og staðan er í dag eru ekki til peningar til að leika sér með. Hingað til hafa gestir bæði náð að sofa í Reykjavík og haldið ráðstefnur líka, en það þarf víst ekki neitt minna en þetta hús og það strax. Borgum bara með Vísa og fáum okkur svo einn Latte, þá er málunum reddað.
Gudni 3.3.2009 kl. 14:36
Þetta tónlistarhús mun ekki laða að ferðamenn og fram til þessa höfum við getað haldið stórar ráðstefnur og það hefur verið og er nægt gistirými í Reykjavík fyrir þá sem á þurfa að halda. Það má vel vera að miklir peningar tapist ef húsið verður ekki klárað en eru til peningar til að klára húsið. Víst mun fjöldi manns fá vinnu við að klára þessa byggingu. En þá blasir við mikið vandamál hver hefur peninga til að annast rekstur þess, sem verða engar smá upphæðir. Hvað varðar ferðamennina þá mun húsið eins og það er í dag ekki síður vekja athygli þeirra enn fullklárað. Þetta er ekkert nema atkvæðaveiðar fyrir komandi kosningar. Ef við höfum ekki efni á að vera með það öryggi sem Landhelgisgæslan skapar. Höfum við þá frekar efni á að klára þetta hús og bæta við einu hóteli í viðbót?
Jakob Falur Kristinsson, 3.3.2009 kl. 17:59
Jakob Falur hefur áhuga á málefnum Gæslunnar og sérstaklega getu hennar til björgunarstarfa og sjúkraflutninga af landi og sjó. Við, sem þekkjum til þessara starfa og höfum reynt mikilvægi þeirra á eigin skinni, erum honum hjartanlega sammála.
Mistökin sem hann gerir er að um leið og hann talar fyrir þessum sjónarmiðum sínum fer hann gegn öðru mikilvægu máli, sem jafnvel samherjar hans í málefnum Gæslunnar eiga erfitt með að sætta sig við eins og sjá má hér að ofan. Látið tónlistahúsið vera. Gæslan þarf ekki níð um það. Gæslan stendur alveg fyrir sínu.
Sigurbjörn Sveinsson, 3.3.2009 kl. 20:19
Er það níð að segja sannleikann, en hann er sá að við hvorki eigum né getum fengið peninga í þetta tónlistarhús og nýtt hótel. Svo verða engir peningar til að reka þetta hús. Annars er mér nákvæmlega sama hvað verður um þetta hús og ef einhver getur klárað það, þá er það bara hið besta má. Það sem ég var aftur á móti að benda á hvað forgangsröðunin er vitlaus hjá þeim sem hafa fjárveitingavaldið og tók þetta sem dæmi um slíkt. Niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni er orðin það mikill að starfsemi Gæslunnar er komin niður fyrir lámarks öryggisþörf. Fólk vill kannski selja nýja varskipið og hina nýju flugvél Gæslunnar til að fá pening í þetta rugl sem tónlistarhúsið er. Það er ekkert nýtt á Íslandi að stór og mikil mannvirki eru mörg ár í byggingu og gerð hlé á milli ef vantar peninga. Ég man nú ekki hvað Hallgrímskirkja var lengi í byggingu en mig minnir að það hafi verið 30-40 ár. Það var ekki byggt hraðar en peningar voru til fyrir á hverjum tíma. Sama ætti að gera varðandi tónlistarhúsið.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.