Húsasmiðjan

Húsasmiðjan Viðamiklar breytingar standa nú yfir hjá verslunum Húsasmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær felast í að loka timbursölunni í Súðarvogi og verður starfsemi hennar flutt í verslun Húsasmiðjunnar í Grafarholti, auk þess sem timburráðgjöf verður einnig opnuð í versluninni í Skútuvogi.

Þetta er nú bara undafari gjaldþrots svo notuð sé hrein íslenska.


mbl.is Timbursala Húsasmiðjunnar flyst í Grafarholt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Það er samdráttur í öllu í dag við sjáum vinnuvélar og byggingaefni víða sem hefur ekki verið hreyft lengi.

Sorglegt þetta og fólk að missa heimili sín og tapa miklu fé.

egvania, 4.3.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: B Ewing

Kannski.  Eða það er verið að færa timbrið nær fólkinu sem þarf timbur í húsbyggingar.

B Ewing, 4.3.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er enginn að byggja í dag og þess vegna lenda svona fyrirtæki í miklum erfiðleikum.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Ingvar

Húsasmiðjan er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem Baugsfjölskyldan komst yfir með aðstoð leppa ( Árni Hauksson) . Síðan er búið að ryksuga alla fjámuni út úr þessu rótgróna fyrirtæki, væntanlega farið með peninganna út úr landinu ( Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2008 ). Þetta er Baugsstíllinn á viðskiptum.

Ingvar

Ingvar, 4.3.2009 kl. 15:20

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er þetta ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem sömu aðilar (hverjir skildu það svo vera) hafa mergsogi allt fé út úr rekstrinum ekki einu sinni heldur nokkrum sinnum - húseignir eru undir annarri Kt - skilst að skuldir þessa fyrirtækis séu um eða yfir 15000- milljónir (15 milljarðar)

Jón Snæbjörnsson, 4.3.2009 kl. 15:20

6 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Og svo auglýsa þeir að við eigum að versla í heimabyggð. Grafarholtið er ekki í minni heimabyggð. Hún er í námunda við Súðarvoginn.

Þeir hefðu heldur átt að rífa þá búð svo að hægt væri að gera mislægu gatnamótin þarna eins og hjá fólki en ekki hálfvitum.

Marinó Óskar Gíslason, 4.3.2009 kl. 15:31

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er sjálfsagt allt rétt og góð skýring á erfiðleikum þessa fyrirtækis.  Nú tekur einhver ríkisbankanna þetta fyrirtæki yfir og afskrifar nokkra milljarða og selur einkavinum.  Alveg eins og salan á Árvakri hf. var framkvæmd. 

Því var haldið fram fyrir skömmu síðan að við ættum ekki að hleypa erlendum aðilum hingað til lands til að því að kaupa fyrirtæki á útsölu.  En hver er munurinn hvort það eru íslensk fyrirtæki sem fá þessi fyrirtæki nánast gefins eða erlendum fyrirtækjum.  Þau erlendu greiða alla veganna með gjaldeyrir sem okkur bráðvantar núna.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2009 kl. 15:49

8 Smámynd: Skaz

Reyndar hefur þessi flutningur legið svolítið lengi í loftinu, aðstaðan í Súðavogi var orðin frekar gömul og óhentug. Það er í raun ástæðan fyrir þessum flutning. En uppsagnir starfsmannanna eru hins vegar vegna samdrátts skilst mér. Svo er það þessi stöðugi orðrómur um að Húsasmiðjan sé að fara á hausinn sem er búinn að vera að ganga síðan um svipað leyti og í fyrra. Það er víst ekki mikið til í honum. Vissulega er samdráttur og staðan erfið en ég held að þetta fyrirtæki sé ekkert verr statt heldur en önnur í þessum bransa. Þvert á móti þá eru alltaf einhverjar deildir innan þess að skila góðum hagnaði vegna fjölbreytni starfseminnar.

Vá þessi texti minn hljómar næstum eins og frá upplýsingarfulltrúa...en jú ég veit ýmislegt um þetta fyrir víst... Á marga vini sem vinna hjá smiðjunni...

Skaz, 4.3.2009 kl. 16:05

9 Smámynd: Guðmundur Örn Harðarson

Var að vinna þarna með góðu fólki, get ekki skilið að þeir sem lesa þessa frétt ekki skilji að þetta fyrirtæki er búið að reyna að halda hlutunum gangandi, með að ekki segja upp fólki. Það er á abyrgð þeirra sem reka fyrirtækið að  meta hvernig aðstæður eru og hvort eigi að  leyfa að halda áfram með sama mannskap.

Guðmundur Örn Harðarson, 4.3.2009 kl. 19:04

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Húsasmiðjan er á hausnum þótt þar vinni margt gott fólk og reynt sé að hagræða í rekstri.  Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem á sínum tíma var keypt með skuldsettri yfirtöku, eins og mörg önnur.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband