Falda leyndarmálið

Það hefur verið upplýst um mjög erfiða stöðu sjávarútvegsins og nýlega var birt yfirlit um skuldastöðu greinarinnar, sem er vægast sagt skuggaleg.  En því miður er staðan mun verri en þar kom fram.  Það hefur einnig verið greint frá því að erfiðara sé að selja okkar sjávarafurðir en áður var, því erlendir kaupendur forðist að liggja með birgður hjá sér.  En eitt alvarlegt mál hefur ekki verið gefið upp, sem er að stór hluti af afurðum sem eru í birgðum íslenskra fyrirtækja mun  ALDREI seljast, þar sem hún er ónýt.  Það sem skeði var það að sl. haust kom stórt flutningaskip með saltfarm til landsins, nokkur hundruð tonn.  Þetta salt dreifðist á fyrirtæki á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og víðar.  Þegar búið var að salta fiskinn með þessu salti kom í ljós að það hafði komist í snertingu við kopar.  Fiskur sem saltaður er með slíku salti verður allur gulur og ekki hæfur til manneldis.  Þar sem þetta kemur ekki fram fyrr en búið er að verka fiskinn var honum öllum pakkað og nú liggja mörg hundruð tonn af verkuðum saltfiski í geymslum fyrirtækja af þessum fiski.  Ástæðan fyrir að ekki hefur verið greint frá þessu er sú að allur þessi fiskur er botnveðsettur hjá bönkunum.  Eftirlitsmenn hjá bönkunum sem framkvæma reglulega birgðatalningu hjá fyrirtækjum sjá þetta auðvitað ekki, því þeir telja aðeins og mæla magnið  en opna ekki umbúðir og skoða fiskinn.

Þessi fiskur mun allur lenda í mjölvinnslu að lokum og þá er hætt við að mörg fyrirtæki riði til falls og verði gjaldþrota.  En eins og áður sagði er þetta leyndarmál sem bankarnir eiga ekki að fá að vita.

Þótt ég segi frá þessu hér þá treysti ég því að leyndarmálið verði til staðar áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband