Ingibjörg Sólrún

Það verður mikil eftirsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að hætta í stjórnmálum til að ná fullri heilsu.  Þetta er einn sá stjórnmálamaður sem ég met einna mest.  En hún er nú á besta aldri og þegar heilsan verður komin í lag er ekkert í veginum fyrir því að hún komi aftur í stjórnmálin og þá sterkari en áður. 

Fyrst Jón Baldvin, sem er orðin 70 ára telur sig eiga fullt erindi í stjórnmál á ný, þá er ekkert að því þótt Ingibjörg hvíli sig eitt kjörtímabil.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er skynsöm kona og gerir sér grein fyrir því að ef heilsan er ekki nógu góð, þá er betra að taka sér hvíld um tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já Ingibjörg kemur aftur tvíefld, held ég. Kvitt og kveðja í Sandgerðið.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.3.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: egvania

Sæll Jakob mér þykir hann Jón Baldvin vera of gamall til að fara á þing gildir ekki eftirlauna aldur á hann eins og verkafólkið í landinu.

Hann á að koma að yngri manni sem getur örugglega unnið starf sitt jafn vel og hann.

Ég veit að hann er búinn að vera lengi í stjórnmálum og unnið í þágu landsins erlendis í allmörg ár en hann er helst til of gamall í þetta núna.

Kveðja Ásgerður

egvania, 9.3.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: egvania

Jakob ég var að skoða bátamyndirnar hjá þér veistu eitthvað um bát sem heitir Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ?

egvania, 9.3.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins hætti hún "opinberlega" þó svo að hún hafi verið hætt fyrir löngu síðan í rauninni og með þessu hátterni sínu hefur hún unnið ómælt tjón.

Jóhann Elíasson, 10.3.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Evanía,  ég átti nú á tímabili tvö báta sem hétu Sigurbjörg Þorsteins, annar var BA-65 um 100 tonna stálbátur en hinn var BA-165 og var 38 tonna trébátur.  Stálbáturinn BA-65 er farinn í brotajárn til Danmerkur.  Hinn BA-165 liggur í Reykjavíkurhöfn og grotnar þar niður.  Ég er sammála þér Ásgerður um Jón Baldvin, mér finnst hann of gamall til að fara núna á Alþingi.  Hann ætti heldur að hvetja einhvern yngri mann í framboð og miðla af sinni þekkingu.

Hvernig getur þú fundið það út Jóhann að Ingibjörg Sólrún hafi unnið ómælt tjón með hátterni sínu.  Konan veiktist og eins og oft vill verða með fólk sem veikist þá tekur það flesta nokkurn tíma að átta sig að kraftar og geta eru minni en áður var.  Mér finnst hún taka skynsamlega á sínum málum.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband