Ísfélagið hf.

Atli Gíslason í ræðustóli Alþingis. Atli Gíslason, alþingismaður, gagnrýnir í opnu bréfi, sem birt er á vefnum eyjum.neti í dag, að Baldvin Johnsen, fjárreiðustjóra Ísfélagsins, skuli hafa verið sagt upp störfum fyrir að hafa farið út fyrir heimildir í störfum sínum hvað varðar svonefnda afleiðusamninga eða gjaldeyrisskiptasamninga. Vill Atli að stjórn Ísfélagsins biðji Baldvin afsökunar.

Hvern andskotann kemur Atla Gíslasyni það við þótt Baldvin Johnsen og Páli Ægir Friðbertssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hafi verið sagt upp störfum.  Báðir þessir menn fóru langt út fyrir sitt verksvið og það umboð, sem stjórnin hafði veitt þeim.  Þessi brottrekstur er mjög eðlilegur vegna þess að báðir þessir menn sköðuðu Ísfélag Vestmannaeyja hf. um nokkur hundruð milljónir í verðbréfa braski.  Þeir voru að taka þátt í hinu mikla fjármálabraski sem hér var í gangi, en öfugt við marga aðra voru þeir að nota fé sem aðrir áttu en ekki þeir sjálfir.  Mér finnst líka skrýtið að Atli vill fá afsökunarbeiðni bara fyrir annan manninn en ekki hinn.  Hvaða hagsmuni hefur Atli þarna að gæta?


mbl.is Gagnrýnir uppsögn yfirmanns Ísfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur málinu sennilega ekkert við að eiginkona Baldvins sat í 14. sæti á lista Vinstri-grænna í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskonsingum. Sama lista og þar sem Atli sat í fyrsta sæti.

Helgi 10.3.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Svo er þessi maður alltaf að tala um að uppræta spillingu á Íslandi.  En það á greinilega ekki við ef það snertir hans eigin flokk.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er Atli ekki sá maður sem hvað harðast hefur talað um þá 40 eða 50 einstaklinga sem voru í sömu fjármálagerningum um Baldvin og vill að þeir verði settir á válista hjá bönkum? það er greinilegt að sumir eru jafnari en aðrir í augum Atla.

Fannar frá Rifi, 10.3.2009 kl. 13:00

4 identicon

"Má hann ekki tala máli mannsins sem var brotið á vegna þess að Atli er alþingismaður??"

Er það núna kallað að brjóta á mönnum þegar þeim er sagt upp vegna þess að þeir áttu þátt í því að tapa nokkur hundruð milljónum!!!

Vá sumt fólk er bara ekki í takt við þennann heim, maður hélt að svona hugsunarháttur hefði að mestu lagst af í brotlendingu fjármálasukksins á landinu.

Guðmundur H 10.3.2009 kl. 13:21

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta.   Að halda því fram að eitthvað hafi verið brotið á manninum.  Er ekki allt í lagi hjá sumum? 

Þeir voru reknir tveir vegna þess að þeir notuðu peninga Ísfélagsins í fjármálabrask og sköðuðu fyrirtækið um nokkur hundruð milljónir. 

Atli Gíslason hefði verið fljótur til að reka upp vein ef þetta hefðu verið Sjálfstæðismenn, eins og sést á því að hann telur að aðeins eigi að biðja annan mannin afsökunar en ekki hinn.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband