Andóf Sjálfstæðisflokksins

Undafarna daga hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið með málþóf á Alþingi til að hindra að frumvarpið um breytingu á stjórnarskránni verði afgreitt.  En það mikilvægasta í þeirri breytingu er að setja í stjórnarskránna að allar auðlyndir Íslands verði sameign þjóðarinnar.  Þeir halda sig vera að bjarga Sægreyfunum, en það er hinn mesti misskilningur því núna er mikil hætta á að erlendir aðilar eignist allan aflakvóta á Íslandsmiðum.  Því mikið af aflakvótanum er veðsettur erlendum bönkum og það kemur að því að þeir ganga að sínum veðum.  Ef þetta ákvæði fer í stjórnarskránna geta þeir gengið að sínum veðum, en þá fá þeir ekki eiga kvótann og verða að selja hann aftur til Íslendinga.  Þetta er eina vörnin sem við höfum til að missa ekki yfirráð yfir okkar fiskimiðum.  Nóg er nú vitleysan fyrir í þessu kvótakerfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

geturðu séð fyrir þér að sjálfstæðisflokkurinn samþykkji einhverntíman að þjóðin eigi kvótann?

zappa 11.3.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei þeir samþykkja það aldrei, vilja heldur að hann fari til erlendra aðila.  Nú eru t.d. sumir útgerðarmenn sem hafa barist gegn aðild að ESB, farnir að ræða um að það ætti að skoða vel þann möguleika, t.d. Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja hf.  Þessir menn eru búnir að átta sig á því að svokallaðir leiguliðar á kvótanum eru að hverfa af markaði og þá eru engir til að leigja eða kaupa af þeim kvóta  uppsprengdu verði.  Þeir horfa því til erlendra aðila í því sambandi.

Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 15:44

3 identicon

Sæll hvernig fannstu mitt i blog.is/kristinnagnar ég heitir kristinn agnar á heima nesk.

Kristinn A. Sörensen Eiríksson 11.3.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

þjóðinn er ekki til sem lögaðili þannig að þessi breyting sem lögð er til af ríkisstjórninni þýðir ríkisútgerð og ríkiseign. ekki þjóðareign.

eða þá að fyrir dómi verði þetta marklaust blaður þar sem ákvæðið um þjóðareign er hugtak sem ekki er til fyrir dómi og gerir restina af breytingunum marklausar. 

því ef eitthvað á að vera þjóðareign. þá verður að skilgreina. hverjir eru í hinni íslensku þjóð?

Fannar frá Rifi, 11.3.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fannar þótt þjóðin sé ekki skilgreind sem lögaðili, má hún eiga eignir.  Ríkiseign á aflakvóta þarf ekki að þýða ríkisútgerð.  Heldur mun ríkið ráða því hverjir fá að nýta þessa auðlynd.  Þetta er mjög brýnt núna svo aflakvótinn lendi ekki í eigu erlendra aðila.  En erlendir bankar eiga mikil veð í aflakvótum.  Það segir sig nú alveg sjálft hverjir eru í hinni íslensku þjóð.  Það eru auðvitað allir íslenskir ríkisborgarar.  Hvernig getur þú fullyrt að hugtakið þjóðareign sé ekki til fyrir dómi, þetta er bara bull.  Þetta hugtak hefur verið notað í deilum um eign á íslensku landi.  Lestu lögfræðina aðeins betur fyrst þú vitnar svona oft í hana.

Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jakob. Skv núgildandi lögum geta erl. lánadrotnar með veði í útgerð
aldrei eignast kvótann og því síður ráðstafað honum. Þetta er skýrt
í lögum og sem oft hefur komið fram. Að setja eignarákvæði inn í
stjórnarskrá um auðlindirnar  er bull svo framanlega sem við göngum EKKI í ESB. Því göngum við í ESB verður Rómarsáttmálinn og allir viðaukar við hann ÆÐRI íslenzkr stjórnarskrá. Enda munu útlendingar fá að eignast meirihluta í ísl. útgerðum og þar með yffirráð yfir kvótum þeirra göngum viðð í ESB. Þú hefur kannski aldrei heyrt um kvótahoppið innan ESB, sem lagt hefur breskan sjávarútveg nánast í rúst? Eitthvað sem þið ESB sinnar eruð skítsama um!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 17:50

7 identicon

Afhverju vastu að skrá þig hjá mér

Kristinn A. Sörensen Eiríksson 11.3.2009 kl. 18:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nóg er nú samt í þessu fjárans arfavitlausa kvótakerfi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 10:12

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Guðmundur Jónas, erlendir lánadrottnar geta gengið að sínum veðum í aflakvóta.  Hinsvegar banna lögin þeim að eiga hann til lengri tíma.  Það er ekkert bull að setja þetta eignarákvæði um auðlyndir í stjórnarskránna.  Því auð vitað á þjóðinn allan kótann en ekki einstakir útgerðarmenn.  Þeir  hafa bara afnotarétt bundið við ákveðin tíma.  Jú ég hef heyrt um þetta kvótahopp en ekki hjá ESB, þetta er mest stundað í Noregi.  Það er ekki spurning hvort heldur hvenær við göngum í ESB og okkar veiðireynsla mun tryggja Íslandi að nýta sín fiskimið.  Erlendir aðilar eru fyrir löngu komnir inn í íslenskan sjávarútveg.  Hér í Sandgerði er stórt fyrirtæki í útgerð og vinnslu sem er að mestu í eigu Hollendinga.  Ætli dæmin séu ekki fleiri ef vel er að gáð.

Jakob Falur Kristinsson, 12.3.2009 kl. 10:14

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Jakob. Það er ALGJÖRT bull að setja inn í stjórnarskrána þjóðareign
á auðlindum göngum við í ESB. Því Rómarsáattmálinn og allir viðaukar
hans sem eru ígildi stjórnarskrá ESB er RÉTTHÆRRI stjórnarskrá Íslands ef Ísland gengur í ESB. Þurfum ekki að deila um það grundvallaratriði.  Þá er orðið þjóðareign merkingarlaust  og ekki
til í lögfræði og hefur þvi enga lögfræðilega þýðingu, og allra síst
í alþjóðlegum réttarskilningi, því RÍKI geta átt ýmislegt fyrir hönd
þegna sinna, en ekki þjóðir.  Alla vega myndi Brussel túlka það svo.

Kvótahopp innan ESB er alþekkt vandamál sem hafa leikið sjávarútvegi margra ESB-ríkja mjög grátt eins og Breta. Norðmenn
eru hins vegar UTAN ESB og því kvótahopp milli landa  þar ekki vandamál.
Skv lögum  meiga erlendir aðilar ekki eignast meirihluta í ísl.
útgerðum, sem tryggir að allur virðisauki af kvótanum skilar sér
innan íslenzks  hagkerfis. Við ESB galopnast fyrir útlendinga að
eignast meirihluta í ísl. útgerðum og komast yfir kvótann. Með
tíð og tíma gæti þannig virðisaukinn af íslekstri fiskiuðlindinni
horfið úr landi með skelfilegum efnahagslegum afleiðingum.
Enginn ESB sinni hefur hingað til getað þrætt fyrir þetta með rökum,
enda staðreyndirnar viðblasandi í dag innan ESB, sbr Bretland.
Fyrirtækið sem þú vitnar til er íslenzkur LÖGAÐILI og því skilar
virðisauki þess 100% í þjóðarbúið. Annars fengi það ekki úthlutað
kvóta. Það gefur gæfumuninn...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 11:35

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Guðmundur Jónas, þú hefur rétt fyrir þér að einu leyti, sem er að ef þetta ákvæði er sett í stjórnarskrána mun það geta tafið að umsókn okkar að ESB verði samþykkt.  Þú bendir réttilega á að þetta fyrirtæki sem ég nefndi væri íslenskur lögaðili en ekkert er vitað hvert hagnaðurinn fer.  Verður þá ekki það sama þótt aðrir erlendir aðilar fjárfesti í sjávarútvegi hér að þeirra fyrirtæki verða íslenskir lögaðilar.

Annars er óþarfi að deila um þetta, því það hefur margoft komið fram að þegar við göngum í ESB, þá er þeirra sjávarútvegsstefna þannig að það ríki sem hefur mesta hefð til að sækja á ákveðin fiskimið mun halda því áfram.  Hvað Ísland varðar hefur engin þjóð nýtt íslensk fiskimið sl. 30 ár nema íslendingar.  Því héldi Ísland áfram yfirráðum yfir sínum fiskimiðum.

Jakob Falur Kristinsson, 13.3.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband