Skattaskjól

 Alistair Darling (t.h.), fjármálaráðherra Bretlands og...Fjármálaráðherrar og seðlabankastjóra 20 helstu iðnvelda heims funda nú í Bretlandi. Verður einkum fjallað um kreppuna og leiðir til að hleypa krafti í efnahagslífið en einnig vandann vegna skattaskjóla. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að nú sjái fyrir endann á tilveru skjólanna.

Þetta eru góðar fréttir og Bretum ætti að reynast auðvelt að koma þessu í framkvæmd.  Því flest þessara skattaskjóla eru á eyjum sem eru undir yfirráðum Breta.

Nú eigum við að tilkynna Bretum að þeir skuli fara og finna okkar peninga sem eru geymdir á þessum eyjum og þannig gert upp Icesave-reikninganna.  Annars held ég að útrásarvíkingarnir eigi ekki mikið af peningum á þessum eyjum.  Þeir menn áttu aldrei til neina peninga og öll útrásin var fjármögnuð með lánum, sem voru framlengd hvað eftir annað.  Þegar það var ekki hægt lengur, þá hrundi allt eins og spilaborg.  Eða trúir því nokkur maður að Jón Ásgeir hefði látið Baug Group fara í gjaldþrot, ef hann hefði átt marga milljarða erlendis.


mbl.is Endalok skattaskjóla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ætti Jón Ásgeir að henda sínum peningum í Baug??...hann hefur aldrei gert það....hvað ertu að meina???

itg 14.3.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er að meina að Jón Ásgeir á enga milljarða til að setja í Baug Group.  Svo ætla ég að benda þér á að það er aumingjaskapur að skrifa undir dulnefni.

Jakob Falur Kristinsson, 14.3.2009 kl. 18:56

3 identicon

Ég skyl hvað þú ert að fara og mikið til í þessu. Ég veit um mann sem var með Visa og Mastercard. Hann tók út af öðru kortinu til að borga af hinu og öfugt. Hann var svo með viðskipti í 2 eða 3 bönkum,yfirdrát og rugl útum allt. Þetta sama gerðu þessir menn,bara í stærra mæli.

Enn það er rétt Jón Ásgeir hefur aldrei sett krónu í Baug. Þvert á móti hefur hann verið að taka út peninga þaðan! Hann á öruglega til góða sjóði á Tórtóla eða hvað þessi eyja heitir og auðvitað fer hann eekki að hætta því í hlutafélagið Baug. Nema hann langi til að fara að vinna á lyftara!

óli 15.3.2009 kl. 10:23

4 identicon

Og þó hann vildi reyna að bjarga þessu þá gæti hann það aldrei með þeim peningum sem hann á. Skuldir umfram eignir nema e h hundrað miljörðum og þessi vesalingur á kannski nokkur hundruð miljónir vel faldar á eyjuni sinni enn ekkert sem kemst hálfa leið til að bjarga þessu rugli sem hann er búinn að setja fyrirtækið í. ( sorry ekki hann sem gerði það það var bara eh annar td Davíð eða Jésú!)

óli 15.3.2009 kl. 10:32

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það sem ég var að reyna að segja var að þessir útrásarvíkingar áttu aldrei neina peninga.  Þetta var allt byggt á lánum og verðlausum pappírum, sem menn voru síðan að skiptast á og búa til þessa miklu peningabólu, sem auðvitað sprakk að lokum.  Einu peningarnir sem til eru á Tortolaeyjum eru peningar sem, var stolið út úr íslensku bönkunum í  lokin.

Jakob Falur Kristinsson, 15.3.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband