Auglýsing

Neytendastofa mælist til þess við Símann að fyrirtækið stöðvi birtingar á auglýsingum sínum sem nú eru í gangi. Vodafone og Nova hafa kært birtingu auglýsinganna og telja að hún brjóti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Hvað er eiginlega að þessari auglýsingu, ég sé ekki að hún vegi neitt að Vodafone eða Nova.  Eða má Síminn aldrei auglýsa neitt.


mbl.is Neytendastofa vill Hilmi Snæ af skjánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kaldhæðið samt, því auglýsingin er sett fram í sama stíl og eltingaleikur fréttamanna við ráðamenn þjóðarinnar í vetur í kjölfar bankahrunsins. Í lok auglýsingarinnar er persónan sem Hilmir Snær leikur spurður að því af fréttamanni, hvort hann hafi hugleitt að segja af sér? Nú lítur út fyrir að hann gæti einmitt þurft að gera það!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.3.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Fyrir utan það að vera að herma eftir því neikvæðasta og ömurlegasta sem hefur komið fyrir þessa þjóða þá er þetta sú al leiðinlegasta auglýsing sem hefur komið á skjáinn. Á mínu heimili stökkva allir á fjarstýringuna og setja á mute eða aðra rás þegar þessi ófögnuður birtist.

Óli Sveinbjörnss, 14.3.2009 kl. 16:55

3 identicon

einnig má benda á að það er margt við þessa nýju auglýstu verðskrá þeirra sem er ansi loðið. mæli með að fólk kynni sér smáa letrið áður en það anar út í þetta fyrirheitna land sem Síminn boðar.

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson 14.3.2009 kl. 17:29

4 identicon

án þess að nenna að lesa aftur útvarpslögin þá minnir mig að það sé ólöglegt að "dulbúa" auglýsingu sem frétt

Ekki það að ég sé sammála því eða þeim skilningi á þessari auglýsingu 

Sigmar Magnússon 14.3.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það má vel vera að sumum finnist þessi auglýsing leiðinleg, en málið snýst ekkert um það heldur hvort hér sé um brot á samkeppnislögum að ræða.  Hvað varðar smáletrið þá er það nú algenkt í mörgum auglýsingum.

Jakob Falur Kristinsson, 14.3.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband