Fiskútflutningur

Mynd 486180 Stjórn Sjómannafélagsins Jötuns mótmælir harðlega allri skerðingu á útflutningi á ferskum fiski, með tilheyrandi launaskerðingu fyrir sjómenn, og minnir á ákvæði kjarasamninga um að leitast skuli við að fá hæsta verð fyrir fisk veiddan á Íslandsmiðum.

Auðvitað eigum við ekki að skerða útflutning á óunnum fiski, sem gefur mun betra verð en fæst á Íslandi.  Veitir okkur nokkuð af að fá auknar tekjur og það í erlendum gjaldeyrir.


mbl.is Vilja ekki skerða ferskfisksútflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þeir vilja gera er auðvitað bara það að vinna fiskinn hérna heima, sem að skapar atvinnu. Fiskurinn er síðan fluttur út fullunninn sem að skilar sér þegar uppi er staðið í meiri erlendum tekjum heldur en hitt, fyrir landið.

Það sem þessir menn eru auðvitað hræddir við er það að þau fyrirtæki sem að vinna fiskinn ekki sjálf og þurfa því að selja hann óunninn hérna innanlands fá því ekki eins há verð fyrir afurðina.

Björn Atli 17.3.2009 kl. 10:26

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei þeir eru að meina ferskan óunnin fisk sem sendur er á markað í gámum.  Ef þeir væru að tala um fersk flök í flugi þá væru þeir ekki að ræða um laun sjómanna í því sambandi.  Laun sjómanna breytast ekkert við að fiskurinn sé seldur ferskur með flugi.  Þá er það fiskverkandinn sem hagnast.

Jakob Falur Kristinsson, 17.3.2009 kl. 10:59

3 identicon

Hvað með að gera útflytendum það skilt að allur afli skuli vera vigtaður á Íslandi kæmi það kanski í veg fyrir svindl? ( það tala margir í greinini um að það sé stundað )

hannes 17.3.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er mjög eðlileg krafa að láta vigta þennan fisk hér heima áður en hann fer út.

Jakob Falur Kristinsson, 17.3.2009 kl. 11:42

5 identicon

Það er misskilningur að svokallaður "unninn fiskur" gefi hærra verð í útflutningi. Þvert á móti gefur hann lægra nettóverð. Afkoma sjómanna er bundin því hvaða verð skipið fær fyrir fiskinn og skiptaverðið er mun hærra með því móti að flytja fiskinn ferskan úr landi. Að auki þarf að hafa í huga að í viðskiptalöndum okkar er lítið á frosinn fisk ( og reyndar kjöt líka) sem annars flokks vöru.

Regulus 17.3.2009 kl. 11:49

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ferskur fiskur í flugi gefur hæsta skilaverð en það bætir ekkert laun sjómanna.  Hinsvegar er vinnsla í landi talsverður virðisauki fyrir þjóðarbúið, ef dæmið er reiknað til enda.

Jakob Falur Kristinsson, 17.3.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband