Kannabis

 Greinilegt er á aðstæðum að menn kunnu vel til verka við... Tveir karlmenn eru enn í haldi lögreglu sem voru handteknir í gærkvöld í tengslum stærsta kannabisfund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar, verður skýrslutökunum haldið áfram í dag.

Hvað er verið að nýðast á þessum aumingja mönnum.  Þeir voru einfaldlega að byggja upp stórt og mikið fyrirtæki.  Í þeirri kreppu sem nú ríkir á Íslandi er betra að rækta þetta efni hér á landi frekar en að nota takmarkaðan gjaldeyrir til þess að smygla þessu inn í landið.  Á meðan eftirspurn er eftir kannabisefnum verða alltaf til einhverjir til að fullnægja þeirri eftirspurn.  Þannig að þessi starfsemi var þjóðhagslega hagkvæm.


mbl.is Kannabisræktendur enn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef kannabis væri gert löglegt væri líka hægt að skattleggja söluna.

Jónas 19.3.2009 kl. 11:34

2 identicon

Láttu ekki svona. Einhvernvegin þurfum við að gefa lögregluni peninga jafn sem afsökun fyrir því að vera ekki að skipta sér að ofbeldismönnum sem gæti stafað hætta af!

Svo vita allir að kannabis efni eru í sama flokki og PCP. Ef þú ert ekki nú þegar bandóður morðingi þá ertu orðin það við það eitt að anda að þér frjókornunum einum saman! Svo er þetta bara stoppistöð fyrir tómlausa brennivínsneyslu, heróín og mannsal! (Mig langaði að segja hórur en það vita allir að það er ekki til sú gleðikona sem tók sínar ákvarðanir sjálf).

Í sem fæstum orðum: "Okkur enganvegin treystandi fyrir sjálfum okkur". Þ.a.l. væri best að loka bara alla inni sem fyrst.. en fyrst að það eru einhverjir apar þarna í Haag sem hafa eitthvað á móti því þurfum við að eltast við einhverjar afsakanir og bjúrókrasíu til að vinna þjóðþrifaverk!

... langaði bara að prófa að vera hinummegin við umræðuna.

Askur 19.3.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Lögleiðin á þessum efnum gæfi okkur tekjur, sem ekki veitir af.

Jakob Falur Kristinsson, 19.3.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband