Barn látið deyja

Breskir læknar munu hætta að sinna alvarlega veikum níu mánaða gömlum dreng eftir að foreldrar hans töpuðu dómsmáli þar sem ekki var fallist á ósk þeirra um að honum yrði haldið lifandi.

Ég hef nú aldrei heyrt um aðra eins vitleysu og þetta.  Dómstóll dæmir saklaust lítið barn til dauða gegn vilja foreldra þess og læknar taka undir með dómstólnum. 

Eru þetta ekki heilbrigðir menn í hugsun eða hvað?


mbl.is Barn látið deyja samkvæmt dómsúrskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er því miður orðið þannig í okkar vestræna samfélagi að að við kunnum ekki að sleppa.  Það að missa ásvin og sérstaklega barn er hræðilegt, en það er spurning hvort það er ekki enn hræðilegra að "geyma" það, að fresta því sem er óhjákvæmilegt, það er kannski ekki heilsusamlegt fyrir þá sem eftir standa þó svo þeim kannski finnist það.

Einar Þór Strand, 21.3.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála Einari Strand 

Bara spurning: lastu last þú ekki þennan kafla:

Foreldrarnir vildu að hann myndi áfram njóta læknisaðstoðar þrátt fyrir að vera heiladauður og hafa hætt að anda margoft. Drengurinn þjáist af sjaldgæfum efnaskiptasjúkdóma og sögðu læknar að engar líkur væru á því að hann myndi ná bara og að hann kveldist skelfilega.

Og skv þessar skoðu ykkar mundi bara enginn deyja hér á jörðinni því með lungna og hjartavélum væri hægt að halda öllum lifandi út í það óendanlega. Og bendi sérstaklega á að læknar telja að barnir þjáist griðarlega. Bendi líka á ða hér á landi er slökkt á vélum sem halda fólki lifandi á hverjum degi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.3.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: kristinnh

Er hægt að þjást þegar maður er heiladauður?

kristinnh, 21.3.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: TARA

Það er skelfilegt þegar foreldrar hugsa bara um sína eigin þörf og sjálfselsku....í þessu tilfelli var verið að hugsa um hvað væri litla drengnum fyrir bestu...og það var honum fyrir bestu að fá að fara...hann var látinn og átti ekkert framundan, nema ef til vill óþarfa þjáningar.

TARA, 21.3.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það þjáist enginn sem er heiladauður.  Þótt erfitt sé að missa ástvin, finnst mér að vilji foreldranna hefði átt að ráða.  Það ætti að vera þeirra mál hvernig þau takast á við sorgina.  Þótt slökkt sé á  ýmsum vélum og tækjum sem halda fólki á lífi á hverjum degi hér á landi.  Þá er það aldrei gert í andstöðu við nánustu ættingja.

Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: TARA

Þau takast ekki á við sorgina á þeðan þau halda í vonina og á meðan fólki er haldið gangandi í vélum og tækjum, þá kreistir fólk fram von, hversu lítil og óraunhæf sem hún er....ekki segja mér að ég viti ekki hvað ég er að tala um..ég veit það nefnilega vel.

Ég get ekki tjáð mig um það hvor fólk finni til þegar það er heiladautt, ég hef bara orð sérfræðinga fyrir því, en þeir hafa auðvitað aldrei verið heiladauðir sjálfir...en engu að síður verður að taka þá trúanlega þar sem reynsla þeirra er ótvíræð. Og ég held að þeir hafi átt við að EFdrengurinn myndi lifa, þá yrði líf hans mjög kvalafullt.

TARA, 21.3.2009 kl. 15:58

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Það má ekki taka orð mín áðan eins og það sé gott að svona sé leyst með dómi.  Málið er að við ræðum aldrei hvenær er komið nóg. Það er stundum rétt að sleppa, og til að geta sleppt þarf maður að hafa hugsað um málið áður en maður lendir í þeirri stöðu að þurfa að að taka ákvörðun.

Það er kannski líka gott fyrir okkur að hugsa líka útfrá okkur sjálfum, getur komið að því við veikindi að líknandi meðferð veiti okkur meiri lífsgæði en erfið meðferð til lækningar sem lengir kannski bara stríðið um stuttan tíma með minni lífsgæðum.  Einnig verðum við að læra að virða þær ákvarðanir sem einstaklingur tekur um sína eigin meðferð eða meðferðarleysi. 

Einar Þór Strand, 21.3.2009 kl. 16:24

8 Smámynd: TARA

Orðum mínum var ekki beint til þín Einar Þór, heldur til Jakobs Fals(sorry, ef ég beygi ekki nafnið þitt rétt)..ég skildi alveg hvað þú varst að fara...

TARA, 21.3.2009 kl. 16:58

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég efast ekki um þekkingu þína Tara og það er rétt að þau takast ekki á við sorgina á meðan barninu er haldið lifandi af vélum og tækjum.  En ég fer ekki af þeirri skoðun minni að ákvörðunin eigi að vera í höndum foreldranna en ekki dómstóla.

Jakob Falur Kristinsson, 22.3.2009 kl. 11:42

10 Smámynd: TARA

Það er rétt hjá þér Jakob Falur, í rauninni ætti það að vera þannig, en stundum þarf einhver að taka fram fyrir hendurnar á manni, þegar mann skortir dómgreindina til að gera það rétta og eina skynsamlega í stöðunni. Maður getur verið svo blindaður af sorg, örvæntingu og afneitun og þá getur maður engan veginn tekið heilbrigða ákvörðun, sérstaklega ef það varðar varðar líf og dauða ástvinar. Öll reynum við að halda í lífið og þann litla lífsneista sem eftir er hjá ástvinum, hvort sem það er skynsamlegt eður ei.

TARA, 22.3.2009 kl. 12:01

11 identicon

Ef fullorðin manneskja óskar þess að vera ekki haldið gangandi í vélum, skiptir ekki máli hvað aðstandendur segja eða vilja, þeir ráða engu þar um.  Þegar lítið barn, sem ekki hefur getuna til að velja sjálft, fær líknandi meðferð og fjarar fallega út, getur þurft að taka ákvörðunarréttinn frá foreldrunum, sem í of mörgum tilfellum kjósa að halda í borna von um bata.  Það er engum til góðs, allra síst foreldrunum sjálfum, þó þeir haldi annað.

núll 22.3.2009 kl. 12:33

12 Smámynd: TARA

Alveg hjartanlega sammála þér núll...

TARA, 22.3.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband