Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur. J. Sigfússon, formaður VG á landsfundinum „Ég hélt að það væri nóg að vera formaður í átta til tíu ár og hér stend ég enn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna eftir að staðfest var að hann sæti áfram í embætti. „Ég ætla þó að fullvissa ykkur um að ekki mun þurfa lagabreytingar til að ég víki.“ Þar vísaði Steingrímur til hugmyndar sem Davíð Stefánsson kynnti um að formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri flokksins skyldu ekki sitja lengur en í sex ár samfleytt.

Ætli Steingrímur fari nokkuð eftir því sem Davíð Oddsson hefur sagt um þessi mál.  Stein´grímur gæti sagt;

Hér stend ég og get ekkert annað.


mbl.is Steingrímur J.: „Hér stend ég enn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Steingrímur stofnaði VG og er búinn að vera formaður þar síðan. Flokkurinn hefur aldrei verið í ríkisstjórn, þ.e. alvöru ríkisstjórn sem ekki lýtur tiktúrum og kellíngavæli framsóknarmanna, og er því sjálfsagt að láta hann reyna sig í stjórn. Hann sýnir þá svo ekki verður um villst hvort það borgaði sig að hafa hann þetta lengi í formannssæti. Ég er ekki VG maður, reyndar er ég stjórnleysingi í eðli mínu, en ég er nokkuð viss um að Steingrímur J. mun afkasta í ríkisstjórn margfalt meira almenningi til heilla en framsókn og sjálfstæðisflokkurinn hafa gert alla sína hunds og kattartíð. Þeir tveir spillingarflokkar hafa einbeitt sér að því að skara eld að eigin köku og hlaða undir rassgatið á auðmannahyskinu og embættismannabitlingaþegunum auk þess sem sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess vafasama heiðurs að hafa eyðilagt lögregluna og dómskerfið eins og það leggur sig. Látum Steingrím standa við kjaftháttinn og sýna getu flokksins í verki. Ef honum mistekst liggur beinast við að fleygja honum í rotþró fyrrverandi stjórnmálamann sem er reyndar nánast barmafull af framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum, því glæpahyski.

corvus corax, 21.3.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Steingrímur stendur alltaf fyrir sínu og hefur ekki tekið þátt í þeirri spillingu sem hér hefur þrifist alltof lengi.

Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband