Fresta ákvörðun refsingar

Héraðsdómur Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að fresta ákvörðun refsingar yfir stjórnarformanni og framkvæmdastjóra fyrirtækis vegna fjárdráttar þar sem rannsókn málsins hefur dregist úr hömlu þrátt fyrir að það sé ekki mikið að umfangi. Fólkið var ákært fyrir fjárdrátt þar sem fyrirtækið hafði ekki staðið skil á meðlagsgreiðslum starfsmanns sem voru dregnar af honum á árunum 2003 og 2004.

 Alveg finnst mér fáránlegt að kalla þetta fjárdrátt, þegar meðlögum var ekki skilað.  Ég fékk dóm 1997 þegar fyrirtæki sem ég var framkvæmdastjóri fyrir varð gjaldþrota 1992.  Það liðu því um fimm ár frá gjaldþrotinu þar til dómur féll.  Það var sama staðan og ákært fyrir fjárdrátt, þótt sannað væri að ég persónulega hafði ekkert hagnast, heldur voru peningarnir notaðir í rekstu fyrirtækisins t.d. að greiða laun, sem annars hefðu fallið á Ábyrgðasjóð laun þ.e. ríkið.  Ég var dæmdur í Hæstarétti til að greiða fjórar milljónir í ríkissjóð og til vara fangelsisvist í 4 mánuði.  Mér datt ekki í hug að greiða þessa peninga heldur sitja þetta af mér.  En þegar ég vildi gera það þá var hvergi pláss og ég settur á biðlista.  Ég var svo boðaður í byrjun ágúst 1998 og átti að mæta í hegningarhúsið við Skólavörðustíg, sem ég gerði.  Þar var ég eina nótt og þá sendur til Akureyrar í fangavist þar.  Þar fékk maður dagpeninga, sem dugðu fyrir tóbaki auk þess hafði ég tölvu með mér og bókhaldsgögn og gat unnið við að gera upp þetta bókhald sem var fyrir fyrirtæki í eigu mín og sonar míns.  Þarna var ágætis matur og maður mátti hafa sjónvarp í klefanum og öll aðstaða var ágæt þarna.  Það tók mig 4 mánuði að greiða mína skuld við ríkið sem var 4 milljónir og ef ég hefði ætlað að vinna fyrir þessum peningum hefði ég þurft að hafa tæpar 8 milljónir í tekjur.  Var ég því í raun með 2 milljónir á mánuði meðan á þessari fangelsisvist stóð. 

Hef ég aldrei á ævinni haft eins miklar tekjur og þennan tíma og hef ég nú yfirleitt verið frekar tekjuhár.


mbl.is Refsingu frestað vegna tafa á rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband