Öryggi sjómanna

Smábátar í höfninni á Flateyri.„Ég skora á sjómanna-, skipstjóra- og vélstjórasamtökin og LÍÚ að koma í lið með Landsambandi smábátaeigenda og mæla með að lög um lögskráningu verði aflögð. Að öðrum kosti bið ég samtökin um láta af þeim leiða ósið að hlutast til um málefni smábátaeigenda sem ekki varða þeirra hagsmuni,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS. Hann segir lögskráningarlög úrelt fyrirbrigði.

Er maðurinn orðin eitthvað ruglaður.  Fram til þessa hefur verið skylt að lögskrá á skip yfir 20 brúttórúmlestum.  Þannig að ekki hefur þurft að lögskrá á smábáta, haf því sjómenn á þeim verið ótryggðir.  Nú liggur fyrir Alþingi að lögskrá skuli á öll skip.  Tilgangur lögskráningar er eftirfarandi;

1.   Að sjómenn hafi þau atvinnuskýrteini til þeirra starfa sem þeir eru ráðnir til.

2.   Að skipið hafi gilt haffærisskýrteini, skip og búnaður sé skoðaður árlega

3.   Lögbundinn áhafnartrygging sé í gildi. Nauðsynlegt ef slys verður um borð.

4.   Skráir siglingartíma sjómanna.  Nýtist sjómönnum ef þeir ætla í frekara nám á sviði sjómennsku. og er sönnun fyrir svokölluðum sjómannadögum sem sérstakur skatta afsláttur sjómanna byggir á.  Er einnig sönnun fyrir hvað sjómaður hefur starfað hjá ákveðinni útgerð ef til ágreinings kemur um uppgjör á launum.

Mér finnst þetta allt svo eðlilegt og sjálfsögð atriði að ekki ætti að þurfa um það að deila.  Hinsvegar kostar þetta talsverða peninga.  Mér finnst það Landssambandi smábátaeigenda til skammar að ætla að spara sér nokkrar krónur á kostnað öryggis sjómanna.


mbl.is Lögskráning úrelt fyrirbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Mér er skapi næst að halda að Örn Pálsson sé einhver "kontoristi" sem hafi komist til "metorða" á skrifstofu LS með löngum vinnutíma þar og sé því ekki í stakk búinn til að berjast fyrir manninn um borð í smábátunum.

Sverrir Einarsson, 23.3.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hann er bara að gæta hagsmuna eigenda smábátanna en ekki sjómannanna.

Jakob Falur Kristinsson, 23.3.2009 kl. 12:39

3 identicon

 Að sjálfsögðu á að lögskrá alla sem ferðast með bátum/skipum yfir 6 metra (skráningarskyld skip). Lögskráningin hjá mér nýttist mér heldur betru vel þegar ég fór í skipstjórnarnám þá fékk ég metið nokkrar eingingar vegna sjótíma. Auk þess fær maður ekki atvinnuskirteini nema maður skili inn ákveðnum sjótíma, og það er það sem lögskráningin telur. Fyrir utan að þetta er tryggingin hjá manni í sambandi við laun og réttindi manns, og trygging ef eitthvað kemur fyrir mann. Og nú fær maður ekki lögskráningu nema maður hafi klárað Slysavarnarskóla sjómanna. Sem er bara besta mál. Þessir menn myndu segja eitthvað ef synir þeirra eða dætur væru á sjó og skipið myndi farast og útgerðin myndi segja: æj óheppin þið engar dánarbætur skipstjórinn lögskráði ekkert dóttur/son ykkar. Og hver getur sannað að hann hafi farið þennan túr ? Já þa myndu þeir snúast um hæl rakleiðis til alþingis og setja lögskraningu á öll farartæki á hafi og vötnum.

Birkir Ingason 23.3.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað á að lögskrá á öll skip, ég myndi nú telja að meiri hætta væri á slysum hjá smábátum en stærri skipum.  Örn Pálsson virðist vilja fórna öryggi sjómanna fyrir einhverja smápeninga.

Jakob Falur Kristinsson, 23.3.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband