Prófkjör

Mynd 493644 Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram að þar er nú hægt að nálgast niðurbrot á því hvernig prófkjörið í Norðvesturkjördæmi fór og hvað efstu sex frambjóðendurnir fengu í hvert sæti. Gild atkvæði voru 2696 sem þýðir að 74,2% allra þeirra sem eru á kjörskrá kusu í prófkjörinu. Segir á vefnum að það sé mikil kjörsókn og með þeim betri á landsvísu.

Einar K Guðfinnsson hefur sagt að ástæða fyrir sigri Ásbjörns Óttarssonar í 1. sæti listans, vera að kosið hafi verið landfræðilega og þess gjaldi hann fyrir.  Þessi skýring gengur ekki upp því auk Einars eru tvær konur frá Vestfjörðum í efstu sætum.  Það er sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem varð í 3. sæti og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar Birna Lárusdóttir, sem varð í 4. sæti.  Þannig að af 5 efstu mönnum listans eru 3 frá Vestfjörðum.


mbl.is Niðurbrot atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðuflokks í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einar er bara það sem kallast á góðu máli BAD LOOSER.  Hann vill ekki viðurkenna  það, hvorki fyrir sjálfum sér eða öðrum, að honum var HAFNAÐ og ekki er lengur óskað "krafta" hans á í þágu þjóðarinnar.

Jóhann Elíasson, 24.3.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Einar ferðaðist um kjördæmið fyrir síðustu kosningar og lofaði sérstaklega smábátamönnum að þeir færu aldrei inn í kvótakerfið.  En eftir kosningar varð hann sjávarútvegsráðherra og eitt af hans fyrstu verkum sem slíkur, lét hann undan þrýstingi frá LÍÚ og setti kvóta á þessa báta.  Síðan hefur hann varla þorað að hitta þessa menn.  Svo kemur líka annað til að nú nýtur hann ekki stuðnings kjósenda Einars heitins Odds, sem átti mikið persónufylgi langt út fyrir raðir Sjálfstæðismanna.

Jakob Falur Kristinsson, 24.3.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband