Makrílveiðar

Nú hefur norski sjávarútvegsráðherrann hótað íslendingum, að ef þeir hætti ekki veiðum á makríl þá verði íslens skip svipt veiðiheimildum í norskri lögsögu.  Einnig ætlar hún að beina þeim tilmælum til norskra laxeldisfyrirtækja um að kaupa ekki mjöl til fóðrunar á laxi frá Íslandi  Íslendingar hafa ekki fengið aðild að þeim viðræðum þar sem kvóti á makrílveiðar er ákveðinn,þrátt fyrir óskir þar um.  Makrílinn er einn af svokölluðum flökkustofnum, sem fer um lögsögu nokkra ríkja þar á meðal Íslands.  Þar sem talsvert hefur verið um makríl í íslenskri lögsögu, hafa íslendingar ákveðið  einhliða kvóta, sem er í dag 114 þúsund tonn.  Friðrik J. Ásgrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ef Norðmenn láti verða af þessum hótunum kunni veiðar á Norsk-Íslensku síldinni verða í uppnámi og einnig telur hann þetta brot á  EFTA-samningnum.  Friðrik segir einnig að fáránlegt sé að veiða ekki makrílinn, sem gengur inn í íslenska lögsögu í stað þess að láta hann synda áfram til annarra landa og verða veiddur af öðrum þjóðum.  Þetta er alveg rétt hjá Friðrik og ætti ekki bara að gilda um makríl.  Nú er mokveiði af þorski og hafa bátar verið að fækka netum og draga úr sókn vegna kvótans.  Má ekki með sömu rökum ákveða að veiða þann þorsk sem hægt er að ná í áður en hann syndir inn í lögsögu annarra þjóða og veiddur þar.  Nei það má alls ekki því að núverandi þorskvóti er svo lítill að hægt hefur verið að halda verði á aflaheimildum í hámarki eða á kr: 4.000,- kílóið og allt er botnveðsett.  Ef þorskveiðar væru auknar þá væri hætta á að verðið myndi lækka verulega og þar með væri stór hópur fyrirtækja tæknilega gjaldþrota.

Það er ekki bæði sleppt og haldið

 í þessum málum

 hr. Friðrik J. Arngrímsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband