Barack Obama

Ég horfði á fróðlegan þátt á Skjá einum í gærkvöld, en þá var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna í viðtali hjá hinum vinsæla þáttastjórnanda Jay Leno og verið var að ræða um hið alvarlega efnahagsástand sem nú herjar á Bandaríkin.  Ég hafði fyrr um daginn verið að horfa á útsendingu frá Alþingi og þar benti Atli Gíslason alþm. á að mörg fjármálafyrirtæki hefðu tekjufært viðskiptavild langt upp fyrir eðlileg mörk til að skapa betri eignastöðu og þar með meira eigið fé sem arður er greiddur af.  Atli Gíslason kallaði þetta loftbóluhagfræði og loftbóluviðskipti, þar sem þetta væru bara tölur á blaði sem engar eignir stæðu fyrir.

Það vakti athygli mína við að hlusta á Barack Obama að hann notaði sömu orð og Atli og talaði um loftbóluhagfræði í Bandaríkjunum.  Þegar hann var spurður að því hvers vegna að ríkið hefði bjargað tryggingarrisanum AIG frá gjaldþroti, sagði Obama að ef það fyrirtæki hefði orðið gjaldþrota þá hefði nær allt fjármálakerfi Bandaríkjanna hrunið til grunna.  Aðspurður um mikla bónusa hjá stjórnendum stórfyrirtækja, sagði hann að nú lægi fyrir Bandaríkjaþingi frumvarp þar sem gert væri ráð fyrir að slíkir bónusar yrðu skattlagðir um 90% og er það eitthvað líkt skattastefnu VG á sl. landsfundi.  Þar sem nú hafa verið stofnuð á Íslandi samtök sem ætla að berjast fyrir því að allir fyrrverandi stjórnendur bankanna verði ákærðir fyrir landráð og settir í fangelsi.  Þegar Obama var spurður um slíkt hið sama svaraði hann því til að því miður hefði öll þessi vitleysa verið lögleg og nú yrði gengið í það verk að breyta lögum á þann veg að svona kæmi ekki fyrir aftur.  Það var sem sagt löggjafinn sem brást en ekki bankarnir eða bankastjórarnir.  Hann sagði einnig að ekki stæði til að hefja einhverjar nornaveiðar í Bandaríkjunum. Einnig sagði hann að það hefði verið orðið óeðlilegt að flestir sem fóru í háskólanám stefndu á að vinna í banka enda launin best þar og sífellt færri hefðu viljað stunda nám sem tengdist framleiðslu og skapaði verðmæti en það yrði sá grunnur sem myndi endurreisa hagkerfið í Bandaríkjunum.  Það fyrsta sem mér kom í hug eftir þennan þátt var, hvort hið sama hefði ekki verið hér á landi.  Það kom líka fram hjá Obama að margir bankar vildu bara lána fólki peninga og helst ekki fá þá endurgreidda, því með þeirri aðferð hækkuðu stöðugt eignir bankanna og eigið fé og þá um leið arðgreiðslur.  Nánast allt sem Barack Obama sagði var mjög líkt því sem Atli Gíslason var búinn að segja á Alþingi í gær.

Að lokum var Obama spurður hvort hundurinn væri kominn í Hvíta húsið eins og hann hafði lofað dætrum sínum fyrir kosningar.  Þá hló hann mikið og sagði "Það var bara kosningaloforð og þarf nokkuð að standa við þau."  En bætti svo alvarlegur a svipinn að dæturnar fengju bráðum hundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband