Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Ég hélt að þessi fundur hefði átta að fara yfir stöðu flokksins og móta stefnu til framtíðar og niðurstaða fengist hvaða stefnu flokkurinn hefur í Evrópumálunum.  En það kemur mér þannig fyrir sjónir að stefnan sé enginn bara einhver moðsuða til að komast sem auðveldast frá þessu máli.  Flokkurinn segist vera á móti aðild að ESB en svo kemur að hann er hlynntur að kjósa um aðildarviðræður og í fram haldi af því að skoða aðildarviðræður.  Hvaða snillingi skyldi hafa tekist að setja þetta svona saman.  Ekki skil ég neitt í þessu, eða veit neitt um stefnu þessa flokks í Evrópumálunum.

Það var búinn að vera starfandi nefnd um Evrópumálin undir forustu þeirra Árna Sigfússonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar og niðurstaðan er enginn.

Einnig var starfandi svokölluðu Endurreisnarnefnd undir stjórn Vilhjálms Egilssonar og mun hún hafa skila mikilli skýrslu um starf flokksins og voru í skýrslunni álit frá fjölda manns um hvað gera mætti betur í starfi flokksins.  Ekki veit ég hvað margar af tillögum þessarar nefndar hafa verið samþykktar á landsfundinum.

Svo birtist allt í einu Davíð Oddsson, sem segist vera hættur í stjórnmálum og heldur þrumandi ræðu og segir að ekki eigi að breyta neinu hjá flokknum.  Aðild að ESB komi aldrei til greina og skýrsla Endurreisnarnefndarinnar sé  ekki pappírsins virði.  Hann sjái eftir þeim trjám sem hafa verið felld til að fá pappír í skýrsluna.  Að lokum líkti hann sínu brottrekstri úr Seðlabankanum við krossfestingu Jesús Krists, það munaði ekki um það.  Hann talaði eins og sá sem valdið hefur og niðurlægði fólk í stórum stíl.  En það furðulega skeði að þegar hann hafði ausið úr sér yfir um 2.000 fulltrúum, þá var klappað fyrir honum.

Það var ekkert á dagskrá þessa fundar að Davíð ætti að halda þar ræðu og þess vegna kom þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti.  Svo mikil óánægja var með þessa ræðu að Geir H. Haarde, sá sig tilknúinn til að biðjast afsökunar á henni í hádeginu í dag.

Ef endurkoma Davíðs í stjórnmálin verða í þessum stíl er eins gott að leggja flokkinn niður, því kjósendur kunna ekki að meta svona vitleysinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband