31.3.2009 | 10:07
Kannabisefni
Á síðasta ári komu 620 kannabisfíklar á Sjúkrahúsið Vog. Fram kemur á vef Vogs að um 80% kvennanna og 74% karlanna hafi einnig verið fíknir í örvandi efni á borð við kókaín, amfetamín eða E-pillur. Rúm 30 % höfðu sprautað vímuefnum í æð og rúm 16% voru komin með lifrarbólgu C.
Ég hef nú ekki svo miklar áhyggjur af kannabisneyslu einni og sér, ætti raunar að hafa hana löglega hér á landi. Hitt er öllu alvarlegra þegar fólk er farið að sprauta sig í æð með öðrum sterkum vímuefnum og hafa fengið lifrabólgu C, en hún er ólæknandi og dregur fólk til dauða.
Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 801059
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
Athugasemdir
hvaða rugl er það að halda því fram að kannabis valdi þessari fíkn í önnur efni? þetta er algjörlega persónubundið.! það er til skammar fyrir mbl.is að vera birta þetta.
Hinrik 31.3.2009 kl. 10:12
Fréttin er að segja að kanabisneysla er sjaldan ein og sér. Með lögleiðingu erum við að margfalda áhættuna á að þeir sem byrji að nota kanabisefni byrji að nota önnur efni.
Gulli 31.3.2009 kl. 10:17
þessi grein í mbl segir allt.........alls ekki að leyfa þennann fjanda
Einar Bragi Bragason., 31.3.2009 kl. 10:32
Á ekki hver og einn að ráð því sjálfur hvaða vímuefni hann notar. Ég t.d. notaði áfengi talsvert mikið en er nú hættur því. Hinsvegar reyki ég mikið og ætla aldrei að hætta því. Við bjuggum lengi við bjórbann á Íslandi og þegar var ákveðið að leyfa bjórinn aftur var fullyrt að það myndi auka neyslu á sterku víni. En reynslan er þveröfug, mikið hefur dregið úr sölu á sterku víni eftir að bjórinn var leyfður. Það sama held ég að eigi við um kannabisefni.
Jakob Falur Kristinsson, 31.3.2009 kl. 11:07
Maður skilur ekki svona fréttamennsku. Það þarf nú ekki gáfumenni til að sjá í gegnum svona áróðursfrétt.
Sigurður 31.3.2009 kl. 11:14
Þetta er svo sem ekki há prósentutala af öllum sem neyta kannabisefna hér á landi. Aðeins 620 manns. Þó 620 of margir. En þetta eru náttúrlega þeir sem eiga í vandræðum með sína neyslu. Það er lítið talað um hina í þessari frétt. Það má alveg spyrja sig hvernig væri ástandið ef kannabisefni væru seld undir eftirliti. Mundi það breyta einhverju að salan yrði tekin úr höndum manna sem gjarnan selja fleira en kannabisefni?
Þorsteinn Úlfar Björnsson 31.3.2009 kl. 11:30
Það myndi örugglega breyta miklu ef þetta væri selt t.d. í apótekum án lyfseðils. Það væri þó visst eftirlit hjá starfsfólki viðkomandi apóteks.
Jakob Falur Kristinsson, 31.3.2009 kl. 11:40
Það er há fylgni milli skóstærðar og lestrargetu meðal barna á aldrinum fimm til tíu ára.
http://blog.eyjan.is/humbukk/2009/03/30/fylgni-gefur-ekki-endilega-til-kynna-orsakasamband/
Árni 31.3.2009 kl. 12:18
það líka fylgni á milli aukins rjómaís áts og nauðganna, i kid you not
Davíð S. Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 15:53
Það er hægt að finna ákveðna fylgni með hinum ýmsu hlutum, sem ekki leiðir neitt sérstak af sér. Ef sá sem notar kannabisefni fer án undantekningar fljótlega í sterkari efni, má þá ekki líka halda því fram að sá sem fær sér einn bjór verði orðinn alkahólisti eftir smá tíma.
Jakob Falur Kristinsson, 31.3.2009 kl. 18:08
Þorsteinn Úlfar: það eru þúsundir neytenda á kannabisefnum á Íslandi. Ekki aðeins 620. Það voru 620 manns sem fóru í meðferð í fyrra, flestir við sterkum efnum eða áfengi.
Ef við reiknum aðeins út frá þeim plöntum sem gerðar hafa verið upptækar á undanförnum 3 mánuðum, er um ca. 5500 plöntur að ræða (og þó sést rétt högg á vatni á markaðinum).
Þessar 5500 plöntur gætu gefið af sér, hóflega áætlað 35 grömm af grasi hver.
Ef við áætlum svo hófsamlega (planta getur gefið frá sér á bilinu 10-125 gr), er um 192.5 kíló að ræða, aðeins á þessum fyrstu mánuðum ársins.
Það eru 673.750.000 krónur í götuvirði sé miðað við 3500 krónur.
En ég ætla ekki að tala um hagkerfisgróða við lögleiðingu (það er haldið uppi neðanjarðarhagkerfi sem fer algjörlega framhjá ríkinu með þessu banni).
Ef við miðum við að uppskera sé á 3gja mánaða fresti (90 daga) þá eru 2138 grömm sem fara á dag miðað við þetta hóflega áætlaða magn. Fæstir neytendur eru í dagneyslu og langsamlega fæstir reykja gramm á dag ef þeir gera eitthvað annað en reykja á daginn.
Ef við ætlum að hálft gramm sé gott meðaltal á neytenda og allir séu í dagneyslu á hálfu grammi ræðir hér um skammt 4276 einstaklinga (sem eru nota bene gerðir að glæpamönnum með þessum lögum, hvernig á að fangelsa þá alla?) í 90 daga.
Við getum auðveldlega ályktað að fjöldi neytenda á Íslandi séu talsvert fleiri, tvöfalt eða þrefalt, því ekki er skortur á markaðinum þrátt fyrir böst undanfarinna vikna.
Því er verið að gera þúsundir, jafnvel tugþúsundir einstaklinga að glæpamönnum með þessum lögum. Þó að glæpurinn sé ekki alvöru (ekkert fórnarlamb) þá eru gerðir alvöru glæpamenn.
Ef allt á að fara til fjandans og þetta er svona hættulegt, hversvegna er þá ekki allt faið fyrir löngu til fjandans í ljósi þess að fleiri fleiri þúsundir neyta kannabisefna reglulega?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.3.2009 kl. 20:06
Jakob Falur: Það er gott að sjá að það er ekki bara mín kynslóð sem mótmælir þessu óréttlæti.
420 skál!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.3.2009 kl. 20:07
Það á að gera það sama og sviss gerir
Bjóða upp á það skipta notuðum spratum fyrir nýjar frítt, það kæmi í veg fyrir hiv og lifrabóglu smitt að einhverji leyti
Alexander Kristófer Gústafsson, 31.3.2009 kl. 20:53
Kannabisneytendur á Íslandi eru ekki fangelsaðir fyrir að nota eða vera með efni til eigin neyslu á sér.
Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 02:06
PGB, þeir einstaklingar sem reykja gras eru líka oft blankir (ekki á útrasarvíkingalaunum eins og svo margir kókistar)...
...finnst þér ekki glæsilegt að þeir þurfi að borga 30.000 kall í sekt fyrir hvert gramm (keypt á ca 3000-3500) ?
Það er nefnilega alveg gert til þess að bæta félagslega aðstöðu fíkla og neytenda, er það ekki?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.4.2009 kl. 10:59
Með réttum aðgerðum sem ég tel vera að leyfa þessi kannabisefni undir eftirliti, t.d. hjá apótekum eða í verslunum ÁTVR væri hægt að forðast mörg vandamál t.d. innbrot og þjófnað og ríkissjóður fengi mikla tekjur. Boð og bönn eru til þess eins að brjóta þau og margir sem eru að reykja þessi efni eru blankir og þeir fara ekki í kókaín, sem þeir nota sem hafa góðar tekjur.
Sú leið sem Alexander er að segja frá með að bjóða fríar sprautur myndi hindra hinn stórhættulega sjúkdóm sem er lifrabóga C.
Einar valur ástæða þess að ég er sammála því að kannabisefni verði lögleidd byggist á því að ég reyki og vil því ekki dæma aðra þótt þeir reyki annað efni en ég. Svo er eitt sem er alveg stórfurðulegt að Vogur gefur reglulega út verðskrá á hinum ýmsu efnum, því alltaf þegar lögreglan finnur þessi efni þá eru fréttir af því í fjölmiðlum og sagt hvað Sjúkrastöðin Vogur segir að sé götuverð á viðkomandi efni.
Jakob Falur Kristinsson, 1.4.2009 kl. 16:16
Af hverju er það furðulegt Jakob?
Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 17:36
Sæll Páll, ég spurði þig spurningar á öðru bloggi sem þú hefur kanski ekki séð, þannig að ég ætla að setja athugasemdina mína aftur hérna:
Páll: Þú veist það sjálfur að kannabis getur leitt til vandamála sem eiga ekki heima í dómskerfinu og því er í raun tilgangslaust að hafa neysluna glæpsamlega, auk þess sem það hefur heldur ekki skilað sér í færri neytendum.
Nú eru fræ Papaver somniferum - Ópíumvalmúa eða Draumsóleyjar - seld í Blómaval. Veistu afhverju ræktun þeirrar jurtar er lögleg en ekki ræktun Kannabisjurtarinnar? Þú hefur vonandi svar við þeirri spurningu, því ég held að þú hafir meira vit á þessum málum en aðrir sem hafa komið með rök á móti lögleiðingu í þessari umræðu.
Matthías 1.4.2009 kl. 18:34
Ég skal reyna. Það eru til að mig minnir um 200 mismunandi afbrigði Valmúa papaver somniferum en aðeins er hægt að vinna ópíum úr blómknippum tveggja þeirra afbrigða. Afskaplega þykir mér ólíklegt er að íslenska Draumasóleyjan sé önnur þeirra tveggja. Ef svo væri þá væri ópíumtilraunir þekktar hér á landi. En það er líka talsvert flæmi sem þarf undir Valmúa til að unnt sé að vinna eitthvað af ráði úr plöntunni. Eins er þetta flókið ferli því hráópíum eitt og sér úr blómapokanum er harla veikt vímuefni með litla hættu á vanabindingu. Skera þarf í fræpokann á hárréttu vaxtarstigi plöntunar og efnafræðilegt ferli þarf til að vinna úr því morfín,heróín,kódín o.s.frv.
Vona að þetta svari vangaveltum þínum að flestu leiti. Ég var búinn að gleyma þessari fyrirspurn og týna síðunni sem þú komst fram með hana.
Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 19:24
Ég gæti trúað því að til séu 200 mismunandi afbrigði af Papaver. En Papaver somniferum er Ópíumvalmúi og þjóðarblóm Englendinga. Eitt afbrigði Papaver heitir t.d. Papaver nudicaule sem er kölluð á ensku Iceland Poppy og það gæti verið að þú eigir við hana þegar þú talar um íslensku Draumsóleyjuna, og það er örugglega rétt hjá þér að ekki sé hægt að vinna úr þeirri plöntu ópíum. En Papaver somniferum er allt önnur planta.
Fræ Papaver somniferum eru líka mikið notuð í bakstur á Íslandi og víðar. Úr þessum fræjum er hægt að brugga te sem inniheldur morfín og ég hef heyrt um ungan mann sem dó úr margföldum morfín ofskammti(ef það er þá orð) eftir að hafa drukkið slíkt te. Ég hef þó enga heimild til að vísa í hér varðandi þessa sögu, því ég heyrði þetta fyrir óralöngu.
Ég er sammála þér um að ef um ræktun þessa blóms í miklum mæli undir ópíumframleiðslu, og sérstaklega ef um heróínframleiðslu væri að ræða, færi það líklega ekki framhjá neinum en ég hugsa að mögulegt væri fyrir einstakling að framleiða þónokkra skammta fyrir sjálfan sig.
Hér er grein á wikipedia um ópíumblómið. Því miður þykir það kanski ekki traustasta heimildin en ég er ekki sérfræðingur í blómum og veit ekki um bestu heimildirnar í þeim efnum. Þessi grein ætti þó að gefa einhverja hugmynd um Papaver somniferum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Papaver_somniferum
Mér þykir þetta mjög forvitnilegt, sérstaklega í sambandi við þessa umræðu okkar um kannabisblómið.
Matthías 1.4.2009 kl. 21:10
Ég þykist ekki vera mikill blómasérfræðingur en líklegt þykir mér að ef einhver brögð væru að því að menn væru að mundast við að vinna morfínefni úr Valmúa hér á landi þá mun fljótlega löggjöf sem bannar jurtina koma í kjölfarið. Þangað til er þetta væntanlega löglegt, enda engin fordæmi hér fyrir Valmúaræktun í þeim tilgangi að vinna úr honum vímuefni.
Varðandi þessa sögu um margfalda morfíneitrun vegna tedrykkju úr Vlamúafræjum finnst mér hún afskaplega ólíkleg. Hljómar svona dálítið eins og fá áfengiseitrun af því að borða of mikið brauðger.
Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 21:55
Þetta hljómar einkennilega, þar er ég sammála þér. Ég fann síðu um svipað tilfelli, ef ekki það sama. Þetta er víst síða foreldra drengsins sem lést.
http://poppyseedtea.com/
Hér er frétt frá Nýja Sjálandi um þennan tedrykk:
http://www.abc.net.au/news/stories/2004/08/04/1169079.htm
Matthías 1.4.2009 kl. 22:16
PGB, finnst þér samt ekki rétt að það sé verið að einbeita sér að röngum glæpamönnum, þ.e. þeim sem eru að framleiða eitthvað heima, ekki bara stela tekjunum okkar og fara með þær til Tortola...?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.4.2009 kl. 23:35
Mér finnst ekki rétt að fíkniefnalögreglan rannsaki efnahagsbrot. Þeir hafa ekki þjálfun, menntun eða þekkingu í það. Ef þeir væru settir í það yrði útkoman enn meira klúður af augljósum ástæðum. Þess vegna höfum við efnahagsbrotadeild innan lögreglunnar. Þú eðlilega sérð ekki þá lögreglumenn bera plöntur úr íbúðum og iðnaðarhúsnæðum. Alveg eins finnst mér eðlilegt að aðrir ríkisstarfsmenn (kennarar, ráðuneytisstjórar, götusóparar, dómarar o.fl.) sinni þeim störfum sem þeir eru ráðnir til. Ég myndi ekki vilja sjá þá hlaupa í störf hvers annars.
Við skulum hafa eitt á hreinu. Mér persónulega finnst ekkert athugavert við það að fólk eigi 2-3 kannabisplöntur heima hjá sér til eigin afnota. Slíkt tel ég ekki vera neinn eiginlegan glæp. Hins vegar eru þessar verksmiðjur sem hafa verið böstaðar ekki settar upp svo eigendur þeirra eigi efni fyrir sig og vini sína til eigin neyslu. Tilgangurinn og hvatinn er svartur hagnaður, skattfrjáls og laus við reglugerðarkvaðir. Þar sem stærsti kúnnahópurinn er undir lögaldri (að halda öðru fram er í hæsta máta barnalegt, langflestir neytendur eru 14-22 ára og hópurinn þynnist hratt eftir því sem aldurinn hækkar) hættir þessi framleiðsla ekkert þó efnið verði "lögleyft". Af hverju ættu framleiðendur kannabis að fara að greiða skatt og missa stærsta markópinn? Þurfa að falla inn í eitthvað ríkisregluverk? Hvernig dettur fólki í huga að "lögleyfing" leysi nokkurn vanda? Ef ég rækta gras, kúnnahópurinn er að stærstum hluta ungmenni, ég þarf ekki að borga skatt af framleiðslu minni af hverju ætti ég að breyta því eitthvað? Sérstaklega þegar viðurlögin eru algjört grín. Fjársekt og í mesta lagi skilorðsbundin dómur?
Þetta er mín skoðun og ég byggi hana ekkert á einhverjum fordómum. Ég veit vel að kannabisneysla drepur seint neytandann og ég hef skoðað og lesið öll þau rök sem fylgismenn kasta hér fram. Ég veit líka að það eru alveg jafn margar rannsóknir sem gefa akkúrat öfuga niðurstöðu. Ég veit líka að helsti alvarleikinn við kannabisneyslu á Íslandi er aldurshópur neytandanna. Unglingar og ungt fólk sem margir hverjir verða lítið virkir í þjóðfélaginu, eiga í erfiðleikum með að fóta sig í samfélaginu og sitja eftir með illa ígrundaða sjálfsmynd og ýmsa andlega og félagslega komplikasjónir. Ég veit líka að þó einhverjir læknar séu með og vilji nota kannabis eru margfalt fleiri læknar á öndverðum meiði.
Ég er einfaldlega á því að þegar heildarmyndin er skoðuð þá verði niðurstaða af "lögleyfingu" þessi
1. Einhver vandamál minnka (hugsanlega einhver minnkun í aðgengi unglinga, en langt því frá að þeir komist ekki í efnin. Einhverjar tekjur)
2. Einhver vandamál aukast (Aukinn sýnileiki þýðir aukin neysla og þegar þú ert kominn með aukna neyslu er hlutfall fíkla orðinn stærri hópur. Þar er aukin óvirkni, aukin geðvandamál og aukin vandamál á öðru heilbrigðissviði)
3. Ný vandamál skapast (aukið flæði "óæskilegra ferðamanna (sjá Niðurlönd). Kannabis er og verður alltaf stór hluti af vímuefnahagkerfinu og þegar þessar dyr eru opnar trítla önnur og hættulegri vímuefni í kjölfarið (sjá líka Niðurlönd, kaffihúsin selja ekki bara kannabis. Hefurðu labbað um Amsterdam kl 5-6 á morgnana?).
4. Engin vandamál hverfa.
Ég er einfaldlega á því að plúsarnir (+) séu ekki nógu miklir til að yfirvinna mínusana (-)
Svo er það ein spurning J. Einar Valur. Fyrir hverja er þessi "lögleyfing" hugsuð að þínu mati? Hvaða þjóðfélagshópur hagnast af þessu? Hver er hvatinn?
Páll Geir Bjarnason, 2.4.2009 kl. 01:38
Lögleyfing? Notaði ég það orð einhversstaðar?
Ég er ekki á því heldur að fíkniefnadeild eigi að rannsaka efnahagsbrot...
...en það lítur hinsvegar mjög illa út þegar þetta er aðalatriðið þegar er nóg annað og mikilvægara að gera í sambandi við mál sem snerta alla þjóðina.
Nema hvað.
Fyrir hverja er þessi lögleiðing hugsuð?
Til dæmis fyrir þá sem neyta og gera engum mein, keyra ekki frekar freðnir en fullir en eru gerðir að glæpamönnum fyrir það eitt að reykja.
Fyrir sjúklinga sem þjást af krabbameini og öðrum sjúkdómum þar sem fylgikvillar meðferðar eru mikil ógleði og uppköst. Þar hefur kannabis sýnt að það er verðmætt sem lyf. Eins hefur THC letjandi áhrif á krabbameinsfrumur.
Svona til þess að nefna tvo hópa...
...þá verð ég líka að nefna þriðja mengið:.
FYRIR ÍSLENSKT EFNAHAGSKERFI.
Gerir þú þér grein fyrir því að gjaldeyrisviðskipti eru algjörlega stopp hérlendis?
Gerir þú þér þá grein fyrir því að nokkrir milljarðar fara hviss bang óskattlagðir í hendurnar á glæpamönnum og fuðra jafnvel úr landi... til Vítisengla og Al Quaida?
Og að ferðamannastraumur hingað myndi aukast gífurlega...
...og þar með gjaldeyrisflæði inn í landið...
...til þess að greiða fyrir meðferðar og forvarnarúrræði (sem er ábótavant í dag), til þess að dæla auknum pening í heilbrigðiskerfið, í löggæslu og fl Í STAÐ ÞESS AÐ HENDA PENINGUM Í SÚGINN Á ÞENNAN MÁTA, HALDA UPPI NEÐANJARÐARHAGKERFI OG SPILLTUM LÖGGUM Á VIÐ ARNAR J!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.4.2009 kl. 09:47
Páll ég þekki ágætlega til í Amsterdam...getur þú nefnt mér coffee-shop sem selur önnur vímuefni en cannabis? (þá er ég ekki að meina Bulldog, sem selur áfengi á öðrum stað í húsinu).
5-7 milljarðar hverfa árlega eingöngu í kannabismarkaðinn, svo þótt aðeins helmingur þess skilaði sér í ríkissjóð, væri það samt tvöföld sú upphæð sem veitt er í málaflokkinn nú. Svo fullyrðing þín um að tekju-aukning ríkisins yrði óveruleg er einfaldlega röng.
Hvað varð um alla sprúttsalana þegar áfengi var leyft aftur eftir bann? þeir einfaldlega voru ekki samkeppnishæfir og hurfu að langmestu.
Mistökin sem stjórnvöld Niðurlanda gerðu voru fyrst og fremst þau að leyfa cannabis-túrismanum að verða aukabúgrein, íbúar Niðurlanda og stjórnvöld eru að taka á því, en það stendur ekki til að herða sjálfa flokkun efnanna, né breyta grunnforsendum "afbannsins".
Hörðu efnin eru ekki sérstaklega áberandi í Amsterdam, þau eru mun sýnilegri til dæmis í bæði London og Kaupmannahöfn.
Þetta bann er fyrst og fremst pólitískt, tvískinnungurinn í sambandi við áfengið er besta dæmi þess. Forsendan "skaðsemi" er brostin á meðan við leyfum áfengi.
Forsendan"gateway-drug" er brostin því þótt mjög margir neytendur sterkra vímuefna hafi fyrst ólöglegra efna prófað cannabis, þá byrja lang langflestir á áfengi og tóbaki.
Forsendan "kostnaður" er brostin, því þeir peningar sem hverfa í svarta markaðinn er margföld sú upphæð sem veitt er í málaflokkinn.
Forsendan "krakkarnir" er brostin, því það dettur engum í hug, hvort sem er, að tala við krakkana og fræða þau, fyrr en á Vogi.
Umhugsunarvert er einnig að í fíkniefnalögreglu er hent amk 1 milljarði króna, hagnaður ólöglegra vímuefnasala er 5-7 sinnum sú upphæð...en uððhæðin sem veitt er í forvarnir og fræðslu...er 50 milljónir...
..ergo... allt kapp er lagt í að refsa neytendum...fordæma þá og útskúfa...en nánast ekkert er gert í að kippa burt rótum vandans. Þetta er eins og með öspina...sé hún fyrir og menn fella hana, án þess að fjarlægja ræturnar, þá fá menn jú sólina aftur í garðinn sinn...en ræturnar eyðileggja húsið....
Haraldur Davíðsson, 2.4.2009 kl. 10:28
Svo myndi lögreglan spara pening!
Mér finnst samt hálffáránlegt að tala um að spara peninga eða græða þegar kemur að þessum málaflokk. Í raun ætti að auka fjárútlát í þennan málaflokk, ekki í löggæsluna heldur forvarnir og stuðning eins og meðferð fyrir þá sem ánetjast.
Í dag eru 1500 milljónum eitt í fíkniefnastríðið á Íslandi og 50 af þeim fara í forvarnir. Persónulega finnst mér að hlutfallið ætti að vera öfugt og 1450 milljónir ættu að fara í forvarnastarf. Það eru einu tölurnar um peninga sem ætti að vera ræða í þessu samhengi.
Forvarnastarf er það eina sem virkar gegn óhóflegri vímuefnaneyslu ungs fólk og er það eina sem spornar við nýlíðun fíknefnaneytenda.
Ég er algjörlega á móti því að hafa neyslu vímuefna ólöglega.
Sé heldur ekki hvað bannið er að hafa upp á sig, það er sannað mál að bannið kemur ekki í veg fyrir að fólk noti þetta og er þess ekki valdandi að halda fólki frá þessum efnum. Til hvers erum við að bannað þetta? Getur einhver sagt mér hvaða "benefits" hljótast að því að banna vímuefnaneyslu, þegar bannið dregur ekki úr neyslunni?
Bjöggi 2.4.2009 kl. 12:17
Hlægilegt að heyra gúbba tala um að kannabis leiði menn í önnur efni... púra kjaftæði.
Ef við tökum þessa röngu hugsun þá getum við sagt að vín sé það sem leiði alla út í neyslu á öðrum efnum.
Ég þekki nokkuð marga sem voru ónýtir vegna áfengisneyslu.. en brutust út ú vítinu með kannabis.
Liðið á vogi er ómarktækt, þetta lið lifir á að halda úti áróðri og röngu verði á fíkniefnum
DoctorE 2.4.2009 kl. 12:21
J.Einar:
"Til dæmis fyrir þá sem neyta og gera engum mein, keyra ekki frekar freðnir en fullir en eru gerðir að glæpamönnum fyrir það eitt að reykja."
"Venjulegir" borgarar sem reykja eru í yfirgnæfandi meirihluta ekkert að lenda í vandræðum við lögin. það eru sölumennirnir og framleiðendurnir. Þeir eru í þessu vegna skattfrjáls hagnaðar eða til að fjármagna eigin neyslu (s.s. fíklar).Þeir eru ekki í þessu af hugsjón og hjálpsemi við sjúklinga og þeir hætta ekkert þó Ríkið tæki upp á að okra á kannabis undir ströngum reglum.
J.Einar:
"Fyrir sjúklinga sem þjást af krabbameini og öðrum sjúkdómum þar sem fylgikvillar meðferðar eru mikil ógleði og uppköst. Þar hefur kannabis sýnt að það er verðmætt sem lyf. Eins hefur THC letjandi áhrif á krabbameinsfrumur."
Það er ekkert sem bannar THC-lyf. Þau hafa einfaldlega ekki náð fótfestu því önnur lyf er jafngóð eða betri og ódýrari í framleiðslu. En þau eru til og ekkert sem bannar innflutning á þeim. Það hafa t.d. verið settir á markað THC-stílar í endaþarm (þeim er ekki kastað upp) en samt hafa önnur lyf yfirhöndina á markaðinum. Reykingar geta aldrei orðið lyfjameðferð einfaldlega vegna þess að í reyknum eru 2000 efni og mörg hver óæskileg fyrir langveika sjúklinga. Þær uppfylla ekki lyfjalöggjöf og þyrftu alltaf að vera á mjög gráu svæði innan læknasamfélagsins. T.d.letja reykingar mótefnakerfi líkamans og það er það síðasta sem langt leiddir eyðni- og krabbameinssjúklingar þurfa. Ég veit vel að rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif, en það hefur líka fullt afrannsóknum sýnt þveröfuga niðurstöðu. Ekkert í þessum málum er því "víst" og "sannað" nema eitt, ef litið er á lyfjamarkaðinn í heild hefur hann að mestu hafnað kannabis.Ef við tökum gláku sem dæmi þá standa íslenskir læknar líklega fremst í heimi á því sviði. Þeir greina gláku fyrst allra lækna og ná besta árangri allra lækna í meðhöndlun (betri en Niðurlendingar og Kaliforníubúar) og það án kannabis. Virkni kannabis sem þrýstingslækkandi lyfs í augu er um 3 tímar. Viljið þið í alvöru að amma gamla sé á "lyfjakúr" sem krefst þess að hún reyki 6-8 jónur á dag? Hverskonar lyfjameðferð er það eiginlega? Heldur þú að hún hafi meira gagn af því en skaða? Áfengisneysla virkar líka á gláku. Á amma þá ekki bara að vera full alltaf?
J.Einar:
"Gerir þú þér grein fyrir því að gjaldeyrisviðskipti eru algjörlega stopp hérlendis? Gerir þú þér þá grein fyrir því að nokkrir milljarðar fara hviss bang óskattlagðir í hendurnar á glæpamönnum og fuðra jafnvel úr landi... til Vítisengla og Al Quaida?"
Gjaldeyrisviðskipti eru stopp. Það er nú ein ástæðan fyrir vexti þessarar framleiðslu. Þær krónur sem veltast um á vímuefnamarkaðinum eru ekkert að fara að yfirgefa landið neitt frekar en aðrar krónur. Þetta er ekki peningur sem safnast upp undir koddanum hjá einhverjum. Hann fer beint út í hagkerfið okkar aftur.
J.Einar:
"Og að ferðamannastraumur hingað myndi aukast gífurlega"
Ég er ekkert viss um að meginuppistaða þeirra ferðamanna sé það sem við viljum sjá. Sjáðu bara Amsterdam. Ég held að það sé afar óvænlegur kostur að byggja ferðaiðnað á frjálsræði í vímuefnamálum.
"Í dag eru 1500 milljónum eitt í fíkniefnastríðið á Íslandi og 50 af þeim fara í forvarnir. Persónulega finnst mér að hlutfallið ætti að vera öfugt og 1450 milljónir ættu að fara í forvarnastarf. Það eru einu tölurnar um peninga sem ætti að vera ræða í þessu samhengi."
Þessu er ég sammála. Hins vegar hverfur ekkert ólöglegur vímuefnavandi þó kannabis sé tekið út úr myndinni. Það þarf enn að reka sama batteríið með svipuðum tilkostnaði vegna hinna efnanna.
Páll Geir Bjarnason, 2.4.2009 kl. 18:32
"Venjulegir" borgarar sem reykja eru í yfirgnæfandi meirihluta ekkert að lenda í vandræðum við lögin.
En sökum lagalegrar stöðu eru þeir samt sem áður gerðir að glæpamönnum.
Það er ekkert sem bannar THC-lyf... (ad infinitum)
Jú. THC er jú virka efnið í kannabisefnum. Það sem kemur manni í vímu. Efnins má neita á ótal marga vegu aðra en að reykja það.
Gjaldeyrisviðskipti eru stopp...
Já, en áður fór þessi peningur í erlenda framleiðendur hass, sem var aðaluppistaða markaðarins þar til bankahrunið skall á.
Ég er ekkert viss um að meginuppistaða þeirra ferðamanna sé það sem við viljum sjá
Þar sem ferðafrelsi er eitt af grundvallarmannréttindum flestra lýðræðisþjóðfélaga höfum við ekkert um það að segja nú þegar hverjir koma hingað. Ég hef unnið á stað þar sem mjög stór hluti túrista streyma um beint úr vélinni og ég gæti alveg hafa hitt þónokkra morðingja, nauðgara, barnaníðinga og aðra sem við viljum ekki sjá hérlendis. Þá held ég að kannabisneytendur séu síst skaðlegir miðað við marga aðra hópa sem við höfum fengið til heimsóknar við land elds og ísa, til dæmis fjöldamorðingjann Jiang Zemin... ;-)
Þessu er ég sammála. Hins vegar hverfur ekkert ólöglegur vímuefnavandi þó kannabis sé tekið út úr myndinni. Það þarf enn að reka sama batteríið með svipuðum tilkostnaði vegna hinna efnanna.
Og heldur þú að nokkur hundruð milljónir eyrnamerktar í þennan málaflokk af nýrri skatttekjulind kannabisefna hefði ekkert að segja í baráttunni gegn alvarlegri neyslu og fíkn?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.4.2009 kl. 00:49
Nei vinur. Ég er ekki sammála þér. Og mín rök eru ekkert síðri en þín.
"Jú. THC er jú virka efnið í kannabisefnum. Það sem kemur manni í vímu. Efnins má neita á ótal marga vegu aðra en að reykja það."
Ég endurtek. Það er ekkert sem bannar innflutning eða framleiðslu á lyfjum sem innihalda THC. Það þarf einungisað sækja um hjá Lyfjaeftirlitinu. Þessi lyf eru til og ekkert sérstaklega vinsæl. Af hverju er það?
Páll Geir Bjarnason, 3.4.2009 kl. 01:47
Páll fyrst ég rekst á þess athugasemd hjá þér hér, þá verð ég að nefna það að það eru t.d. MS-sjúklingar, AIDS og krabbameinssjúklingar sem geta fengið þessi lyf.
Umræðan um lögleiðingu á "læknagrasi" kemur einmitt frá þessum aðilum þar sem þeim líkar bara einfaldlega betur við að reykja eða borða gras, í stað þess að borða pillur. Ástæður sem eru nefndar fyrir því eru t.d. að víman frá THC pillunum sé of sterk og jafnvel óþægileg.......fólk geti betur stjórnað bæði lyfja og vímuáhrifunum með því að nota bara gras......(grasið au natural virkar bara betur sem lyf)
En auðvitað eru lyfjaframleiðendurnir ekkert hrifnir að því að sjúklingarnir geti bara ræktað sjálfir sitt lyf, í stað þess að borga hundrað falt verð fyrir patent útgáfu frá sér. Málið er það Páll, að ekki er hægt að fá einkaleifi á venjulegu grasi eða THC, og því er gróðinn ekki næginlega mikill........
Vek einnig athygli þína á því að Þórarinn kannaðist ekkert við þessi lyf um daginn, ekki frekar en að hann kannaðist við það að jurtin gæti yfirleitt virkað sem lyf fyrir ákveðna hópa.......
En það gerði Landlæknirinn okkar.
Fáir vita af þessum lyfjum og umræðan um möguleikana hefur bara ekki verið áberandi. Þetta er að smá breytast. Þú getur kannski spurt sjálfan þig að því hvers vegna þessi rosalegi og öfgafulli áróður gegn Cannabis hefur verið svona áberandi? Í gegnum árin hefur verið eytt mörgum milljörðum Dollara í þennan áróður, á meðan umræðan um önnur efni hefur fallið í skuggan......Hvað veldur þessu ofstæki?
Cannabis jurtin ógnar ekki bara ofsagróðanum hjá lyfjafyrirtækjum, einnig pappírsframleiðendum (og skógarhögginu), olíu og plast iðnaðurinn..........
magus 3.4.2009 kl. 21:30
Hún er vinsæl þessi samsæriskenning um iðnaðinn. En hefurðu aldrei velt því fyrir þér að þau fyrirtæki sem framleiða pappír, olíur, plastefni og efni til fatagerða eða hráefni til þeirrar framleiðslu geta hæglega haldið sinni markaðsstöðu og nýtt sér jurtina ef svo bæri undir. Það er einfaldlega harla lítill áhugi á því. Sérðu mörg hagsmunasamtök sem berjast fyrir lögleiðingu kannabis til iðnaðar? Hvað með allar þær vörur sem eru framleiddar löglega úr hampi (áburðir, olíur, fatnaður, sápur)? Það er ekkert mál að rækta vímuskerta hampafurð. Af hverju er það ekki vinsælla en raun ber vitni? Og plís, eitthvað betra svar en gömlu samsæristugguna. Hún stenst ekki.
Ég er hérna með í höndunum kennsluhefti um Lyfjafræði Vímuefna, skrifað af téðum Þórarni T. og merkilegt nokk! Hér getur hann lyfja á borð við Dronabinol (Marinol) hylki og stílar markaðsett í Evrópu og USA um og eftir 1980. Svo allt tal að hann þekki engin kannabislyf er út í bláinn. Ég held á þessu í höndunum og sá Kastljósþáttinn. Það fyrsta sem maðurinn segir er að þessi lyf séu til og hafi verið flutt hingað inn og notuð. Hann nefnir meira að segja ártal, 1980. Hann segir líka ekkert því til fyrirstöðu að flytja þau inn. Þar segir líka ykkar ástsæli Landlæknir að kannabis hafi verið notað fyrir þónokkrum árum hér á landi fyrir eyðnisjúklinga og segir orðrétt "sú meðferð gaf ekki eins góða raun og ætlað var"
Varðandi krabbameins- og eyðnisjúklinga þá spyr ég þig. Hversu hátt hlutfall þeirra heldur þú að geri kröfur um kannabis til að lina sínar þjáningar? Það er talað hérna eins og hver einasti af þessum sjúklingum bíði þess eftirvæntingafullt að yfirvöld "leyfi" þeim nú að fá sér jónu. Ég hef nú grun um að það sé minnihluti þessa sjúklingahóps sem er að þrá þessa lausn. Ekki gleyma að reykingar (bæði tóbaks og kannabis) veikja mótefnavirkni líkamans og það er það síðasta sem þessi sjúklingahópur þarfnast. Veikara mótstöðukerfi. Enda er til afbragðs lyf, mikið notað í þessu sambandi sem heitir Zofran og því fylgja litlar aukaverkani. Hefur þú einhverjar haldbærar tölur um hlutfall þessara sjúklinga sem hafa kröfu um kannabis? Hvað hefurðu fyrir þér að þessi sjúklingahópur sitju umvörpum og bíði kannabislyfja?
Páll Geir Bjarnason, 4.4.2009 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.