Hommar

Mynd 482676Ný rannsókn á vegum Evrópusambandsins sýnir fram á að hommafælni (e. homophobia) hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks og starfsframa. Ástæðan sé sú að þeir sem hafa orðið fyrir áreiti vegna kynhneigðar sinnar vilji ekki vekja á sér athygli af ótta við að verða fyrir áreiti eða ofbeldi.

Sem betur fer hugsum við ekki svona á Íslandi.  Í mínum huga eru bæði hommar og lesbíur bara venjulegt fólk.  Hvað kemur fólki það við sem gert er í svefnherbergjum hvers lands.


mbl.is Hommafælni veldur skaða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er rangt að lemja hommana. Enn mér persónulega finst það ógeðslegt að karllmaður skuli vilja fara í rassgatið á öðrum manni! Þetta er auðvitað bara viðbjóður og óeðli. Enn það á ekki að ofsækja eða meiða þetta fólk fyrir því.

óli 31.3.2009 kl. 12:05

2 identicon

ein ábending....

Samkynhneigð er miklu meira en bólfarir einar saman.  Sá sem er samkynhneigður ber tilfinningar til manneskju af sama kyni. Samkynhneigð á sér ekki eingöngu stað í svefnherberginu.  Mér finnst alveg ótrúlega pirrandi að alltaf þegar talað er um samkynhneigð þá er talað um "svefnherbergi"og  "bólfarir". Svo virðist sem samkynhneigð nái ekki til (að mati sumra) fjölskyldulífs.  Ég efa að í umræðunni um gagnkynhneigð komi bólfarir hjóna til tals eða "hvað sé gert í svefnherberginu". 

Ég vil líka minna fólk á að samkynhneigðir eiga börn á öllum aldri og fólk ætti að hafa það í huga þegar það talar um samkynhneigð sem samasem merki við kynlíf.

Bestu kveðjur 

Sigríður 31.3.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Já audvitad eru hommar og lesbíur venjulegt fólk gott vœri ef ad allir skildu thad.

Sporðdrekinn, 31.3.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki að tengja samkynhneigð við kynlíf eingöngu.  Ég veit um margt samkynhneigt fólk sem lifir eðlilegu fjölskyldulífi  En kynlíf er stór hluti í samböndum fólks, hvort það er sam- eða gagnkynhneigt og oftast fer það fram í svefnherbergjum fólks.

Jakob Falur Kristinsson, 31.3.2009 kl. 16:41

5 identicon

Fyrst að kynlífsumræðan er komin hér á borð langar mig að segja eitt. Ég heyri oft stráka segja að þeim finnist ógeðslegt að sjá jafnvel stráka kyssast, hvað þá ef hommi kæmi til þeirra og reyndi við þá. Og mér finnst það ekkert skrítið, ekki myndi ég vilja að ókunnugur gaur sem mér fyndist ekki aðlaðandi vildi endilega kyssa mig. En að finnast hommar ógeðslegir útaf því er nú frekar fjarstæðukennt.

 En hinsvegar finnst mér alltaf jafn fáranlegt þegar kynlífsumræða tengist samkynhneigð, þetta snyst ekkert um kynlífið. Gætum við þá ekki alveg eins reynt að flokka fólk í sundur eftir kynlífi fólks í herbergjum og bara grýtt það steinum.... 

 Reynum bara að styðja samkynheigða og fólk sem þarf á okkar stuðning að halda.

Eva Ágústa 31.3.2009 kl. 17:19

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt að fólk á ekki að þurfa að líða fyrir samkynhneigð.  Þú segir Eva að mörgum strákum finnist ógeðslegt að kyssast, en myndu þessir sömu strákar hafna kossi frá Páli Óskari og segja að hann væri ógeðslegur.

Jakob Falur Kristinsson, 31.3.2009 kl. 17:55

7 identicon

Nei ég sagði að strákum finnist ógeðslegt eða ógeðfellt að sjá tvo stráka kyssast. Þú ert að spyrja mig hvort þessir strákar (sem eru gagnkynhneigðir) myndu hafna kossi frá Páli Óskari, ég myndi segja já ef þeir á annað borð hafa ekki áhuga á strákum en hvort þeim finnist hann ógeðslegur get ég ekki svarað. Hvað áttu annars við með þessari spurningu?

Eva Ágústa 1.4.2009 kl. 01:37

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Flott svar Eva Ágústa

Sporðdrekinn, 1.4.2009 kl. 02:45

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það sem ég átti við að þótt menn sé hommar, þá eiga þeir líka sína aðdáendur.  Páll Óskar er einmitt gott dæmi um homma sem er vinsæll og lifir eðlilegu lífi þrátt fyrir kynhneigð sína.  Svo var ég ekki að fullyrða um að samkynhneigð væri eingöngu bundin við kynlíf.  Ég var einfaldlega að meina að það er sama hvor um er að ræða sam- eða gagnkynheigt fólk, þá er kynlíf alltaf stór hluti af eðlilegu sambandi.

Jakob Falur Kristinsson, 1.4.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband