Landhelgisgæslan

Nú berast fréttir af því að Landhelgisgæslan sé í viðræðum við Norðmenn um leigu á hinu nýja varðskipi sem er verið að smíða í Chile.  Svo aumur er fjárhagurinn hjá þessari stofnun að aðeins er hægt að kaupa olíu á annað varðskipið í einu og verður hitt þá að liggja í höfn á meðan eða í um einn mánuð í einu..  Þessari stofnun eru falin mikilvæg hlutverk sem þarf að sinna og hvernig á það að vera hægt með aðeins einu varðskipi í 200 sjómílna lögsögu.  Gæsla hefur eftirlit með að ekki sé veitt á ákveðnum svæðum og fer reglulega um borð í fiskiskip til að athuga hvort löglega sé lögskráð á skipin og skoðar veiðarfæri ofl. eftirlit.  Gæslan á líka von á nýrri flugvél og ætli hún verði ekki leigð líka, því nú hefur verið ákveðið að draga stórlega úr öllu flugi.  Til hvers þarf Gæslan nýja flugvél, þegar ekki eru til peningar til að fljúga þeirri eldri?  Við núverandi tekjur er Landhelgisgæslunni ómögulegt að sinna því sem henni er falið.  Svo erum við með Varnarmálastofnun sem mun víst kosta einhverja milljarða á ári að reka.  Allt það sem Varnarmálastofnun gerir gæti Gæslan auðveldlega sinnt.  Væri því ekki upplagt að sameina þessar stofnanir og nýta fjármunina betur.  Þá væri kannski hægt að halda báðum núverandi varðskipum í rekstri samtímis og við gætum stoltir tekið við hinu nýja varðskipi og nýrri flugvél.  Landhelgin eru okkar landamæri og varðskipin og flugvélarnar okkar landamæraverðir.

Það þætti skrýtið hjá sjálfstæðri þjóð ef hún gæti ekki sinnt landamæraeftirliti nema annan hvern dag eða annan hvern mánuð og svo væri allt galopið þar á milli.  Eins væri það ef tollgæslan sinnti bara tollgæslu annan hvern mánuð og sjúkrahús tækju ekki við sjúklingum nema annan hver mánuð.  Þetta er staðan hjá Landhelgisgæslu Íslands í dag.  Ég er einn af þeim sem hef notið þjónustu hjá þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys á sjó og veit því hve mikilvægt þetta er fyrir öryggi sjómanna.  Hvað ætli fólk segði ef einhver slasaðist alvarlega út á sjó eða inn á örævum og óskað væri eftir þyrlu til aðstoðar og fengi eftirfarandi svar;

Því miður er þetta ekki hægt, því við eigum ekki eldsneyti á eina þyrlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband