Laus sæti

Ástþór Magnússon er í forsvari fyrir Lýðræðishreyfinguna. Talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar segir að enn séu nokkur sæti laus á framboðslista hreyfingarinnar, sem hefur fengið listabókstafinn P, í öllum kjördæmum.

Til hvers eru menn að brölta með svona framboð ef ekki er til fólk til að skipa framboðslistana.  Ég horfði á viðtal við Þórhall Heimisson á sjónvarpsstöðinni ÍNN og þar sagði hann að um 12 þúsund manns væru búin að skrá sig hjá Lýðræðishreyfingunni.  Ef þetta er rétt þá skil ég ekki að það skuli vera skortur á frambjóðendum.  Er fólk eitthvað feimið við að láta nafn sitt sjást á vegum þessara samtaka.  En líklegri skýring held ég þó vera sú að þetta er eins og hjá fjórflokkunum að ákveðnir aðilar eru búnir að taka frá fyrir sig þau sæti sem gætu skilað manni inn á þing.  Það er nú allt lýðræðið hjá þessum samtökum  Þórhallur Heimisson og Bjarni Harðarson tóku frá fyrir sig bestu sætin.


mbl.is Laus sæti á lista Lýðræðishreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert aðeins að rugla núna. Lýðræðishreyfingin og L-listinn er sitthvor hluturinn. Þórhallur og Bjarni hafa sem betur fer ekkert saman við Ástþór að sælda.

Guðmundur 2.4.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er það nokkuð skrítið þótt maður ruglist á öllum þessum nýju framboðum sem eru orðin sex að tölu.  Ég hélt að Lýðræðishreyfingin og L-listinn væri sami hluturinn.

Jakob Falur Kristinsson, 2.4.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þessi 12.000 manns sem Þórhallur talaði um eru stuðningsfólk á fésbók við ókeypis tannlækningar barna, sem er Þórhalli hjartans mál, en ekki stuðningsfólk L-lista fullveldissinna.

Svo er Bjarni ekki í eins góðu sæti og hann hefði getað verið í.  Honum stóð til boða 1.sæti í suðurkjördæmi þar sem hann hefur persónufylgi, en ákvað frekar að taka 1.sæti í Reykjavík norður þar sem fólk er hlynntara ESB aðild.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.4.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Axel mér fannst Þórhallur tengja þetta saman stuðningsfólk við ókeypis tannlækningar og stuðning við L-listann, en kannski hef ég misskilið hann.

Jakob Falur Kristinsson, 2.4.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband