Stjórnarskráin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson á... Sjálfstæðisflokkurinn segir, að það sé hlutverk og skylda stjórnarandstöðu á Alþingi að koma í veg fyrir að í tímaþröng verði ráðist í vanhugsaðar breytingar á stjórnarskránni. Þetta kom fram á blaðamannafundi forustumanna flokksins í dag.

Það sem sjálfstæðisflokkurinn er að hindra með sinni andstöðu er að sett verði í stjórnarskrána ákvæði um að allar náttúruauðlyndir séu eign ríkisins.  Þetta mun vís koma illa við Sægreifanna og helstu rökin eru þau að þetta myndi hindra að hefð í útgerð skapaði eignarétt.  Sem myndi þýða að allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum yrðu eign ákveðinna manna og endurnýjun í stétt útgerðarmanna yrði bara til í gegnum erfðir.

Forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum skrifaði í Morgunblaðið í dag að ef farið yrði að tillögum Samfylkingarinnar um innköllun á veiðiheimildum með svokallaðri fyrningarleið á 10-15 árum, þá væru öll sjávarútvegsfyrirtæki kominn á hausinn eftir sex ár.  Þetta sagðist hann hafa fengið sérfræðiskrifstofu til að reikna út fyrir sig.  Nú veit ég að forstjóri Vinnslustöðvarinnar er ekkert fífl og hefur mikla þekkingu á sjávarútveginum.  En annað hvort hefur þessi ráðgjafarstofa reiknað vitlaust eða hugmyndir Samfylkingarinnar ekki verið skoðaðar í réttu ljósi.  Kannski ekki einu sinni lesnar.  En þessar tillögur eru um að ríkið innkalli til sín ákveðin hluta veiðiheimildanna og þær yrðu settar í sérstakan auðlindasjóð, sem myndi leigja þær út gegn hóflegu verði og þeir fjármunir sem kæmu inn í sjóðinn yrðu nýttir til að greiða niður skuldir sjávarútvegsins, sem eru vaxnar honum yfir höfuð og hann ræður ekki lengur við að greiða.

Hvernig getur Binni í Vinnslustöðinni fundið það út að þótt teknar væru af því fyrirtæki 10% af aflaheimildum Vinnslustöðvarinnar, sem hann gæti síðan leigt til sín aftur á hóflegu verði að þá yrði Vinnslustöðin gjaldþrota innan 6 ára, get ég ekki skilið.  En þetta gæti bjargað Vinnslustöðinni frá gjaldþroti.  Því fyrirtækið hefði möguleika á að veiða sama magn og áður og svo myndi auðlindasjóðurinn hjálpa fyrirtækinu að greiða niður lán í sama hlutfalli og sá kvóti sem innkallaður var.  Vinnslustöðin hefði bæði sömu framlegð af sínum rekstri og áður til greiðslu skulda og svo bætti auðlynda sjóðurinn við 10% af greiðslubirgði skuldanna.  Það eina sem breytist er það að við þessa breytingu gæt fyrirtækin ekki verið að ná sér í tekjur með leigu á kvóta.  En gætu að sjálfsögðu skipst á tegundum í hagræðingarskini.

Ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geta ekki lifað nema með tekjum af kvótabraski þá er eins gott að þau fari bara á hausinn strax.


mbl.is Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband