Hagsmunir Sjálfstæðisflokksins

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var fyrir viku voru Evrópumálin á dagskrá og miðað við ummæli nokkra af þingmönnum í yngri kantinum, hefði mátt ætla að flokkurinn ætlaði að samþykkja eitthvað um aðild að ESB.  Það hafði verið starfandi sér stök Evrópunefnd fyrir landsfundinn með tveimur formönnum. þeim Árna Sigfússyni, bæjarstjóra og Kristjáni Þór Júlíussyni og var vonast til að nú yrði einhver breyting.  En svo kom tillagan sem átti að bera upp og hljóðaði svona; "Eftir ítarlegt mat og vandlega skoðun hjá Sjálfstæðisflokknum telur landsfundurinn að hag okkar sé núna betur borgið utan ESB en innan, þótt það mat skuli vera í stöðugri endurskoðun hjá flokknum."  Þannig að fyrri ummæli einstakra þingmanna um að ekki væri hægt að líta algerlega framhjá aðild að ESB var um hagsmuni þjóðarinnar væri betur borgið með aðild að ESB.  Það voru sem sagt einungis hagsmunir Sjálfstæðisflokksins sem var betur borgið með því að sækja ekki um aðild að ESB.  Því við blasti að ef greidd hefðu verið um það á landsfundinum hvort ætti að sækja um aðild að ESB eða ekki, þá hefði flokkurinn klofnað og til að forðast það þá var þessi moðsuða samþykkt.  Þá vitum við áherslur Sjálfstæðisflokksins í landsmálunum, sem virðist vera svona;

Fyrst flokkurinn síðan þjóðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband