Hóta lokun

Mynd 494749Bandaríska útgáfufélagið The New York Times Co. hefur hótað að loka blaðinu Boston Globe ef verkalýðsfélög starfsmanna blaðsins samþykkja ekki að fallast á 20 milljóna dala sparnaðaraðgerðir. Boston Globe er 14. stærsta blað í Bandaríkjunum.

Þarna birtist kapítalisminn í sinni réttu mynd, þegar er atvinnuleysi er allt gert til að níðast á venjulegu starfsfólki fyrirtækja.  Í krafti auðsins komast þeir upp með

þetta.


mbl.is Hótar að loka Boston Globe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú einum of mikil einföldun hjá þér Jakob !

Settu þig nú í spor þeirra.  Ef þú stæðir nú í rekstri fyrirtækis og værir með stöðugan taprekstur þá stendurðu frammi fyrir því:

1. Auka tekjur.  Það kemur fram í greininni að auglýsingatekjur hafa dregist mikið saman og líklega óraunhæft að ná inn tekjum til að stoppa í gatið á rekstrinum.

2. Skera niður kostnað.  Í öllum rekstri sem ég hef komið nálægt er launakostnaður langstærsti kostnaðarliðurinn.  Þeir eru að reyna að skera niður launakostnað en mæta andstöðu verkalýðsfélags.  Líklega er nú þegar búið að grípa til aðgerða á öðrum kostnaðarliðum.

3.  Koma inn með nýtt hlutafé.  Til hvers ef reksturinn er vonlaus og ekki hægt að auka tekjur né skera niður í kostnaði ?

4.  Selja fyrirtækið - þá þurfa kaupendur að vera til staðar og þeir verða að sjá möguleika í rekstrinum.

5.  Loka fyrirtækinu eða keyra í gjaldþrot.

Hvernig virka fyrirtæki í þínum heimi ???

Neytandi 4.4.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var aðeins að benda á þá staðreynd að í miklu atvinnuleysi nýta mörg fyrirtæki sér ástandið til að lækka laun starfsmanna, þótt þau þurfi þess ekki.  Þetta hefur komið upp hér á landi og fyrsta fyrirtækið, sem þetta gerði var GB-Grandi hf. en hefur nú leiðrétt kjörin aftur og fleiri fyrirtæki hafa fylgt á eftir við litla hrifningu Samtaka Atvinnulífsins en hvað varðar Boston Glope, þá þekki ég ekkert til hjá því fyrirtæki.  Því má vel vera að þetta sé eina leiðin til að forða því frá gjaldþroti.  Edf svo er þá tel ég þessar aðgerðir réttlætanlegar.

Jakob Falur Kristinsson, 5.4.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband