RÚV

Nú er hætt að innheimta afnotagjöld hjá RÚV og í staðinn kemur nefskattur kr: 17.400,- á hvern einstakling og alla lögaðila (fyrirtæki)  Gjaldagi á þessum nefskatti er 1. ágúst ár hvert.  Þetta mun leggjast misjafnt á heimili landsins.  Hjón greiða t.d. kr:34.800,- og við hvert barn sem orðið er 16 ára bætast kr: 17.400,- við.  Að mínu mati er þetta ansi hátt gjald og við höfum ekkert val um hvort við viljum hlusta eða horfa á miðlana hjá RÚV.  Þegar ég var að gera út fiskiskip fannst mér alltaf fáránlegt að þurfa að greiða anotagjald fyrir sjónvarp í hverju skipi, en þá voru sjónvarpstækin í skipunum yfirleitt notuð til að horfa á videómyndir.  Ég var nokkur sumur vélstjóri á bátum á úthafsrækju og aldrei náðum við neinni sjónvarpútsendingu og því aðeins notað til að horfa á videó.  Í dag er aftur á móti komin ný tækni sem gerir mögulegt að sjá sjónvarp um gervihnött en sá búnaður kostar mikla peninga.  Hvað ætli séu mörg fyrirtæki í landinu þar sem aldrei er horft á sjónvarp.  Þau eru ansi mörg, því starfsfólkið er upptekið við sína vinnu og getur þar af leiðandi ekki horft á sjónvarp en það getur hlustað á útvarp.  Ég tel ekki sanngjarnt að leggja á þennan nefskatt, nema við getum valið um hvort við viljum þjónustu RÚV eða ekki og alls ekki leggja þetta á fyrirtækin.  Hvað varðar útgerðarfyrirtæki þá ætti RÚV að kosta þann búnað sem þarf til að sjómenn geti séð sjónvarpið.  Áður var þetta þannig að hvert heimili greiddi afnotagjald af einu sjónvarpi þótt mörg tæki væru á mörgum heimilum.  Einnig verður sá sem nú á hvorki útvarp né sjónvarp að greiða þennan nefskatt.

Ég held að þingmenn hafi verið full fljóti til að samþykkja þetta á sínum tíma.  Ég er áskrifandi að Stöð2 og greiði það gjald með ánægju,því þar hef ég val um hvort ég vill þessa þjónustu eða ekki.  En það hef ég ekki hjá RÚV, einnig held ég að RÚV fái ákveðinn hluta af aðflutningsgjöldum allra seldra sjónvarps- og útvarpstækja.  Þegar þetta var samþykkt þá var því lofað um leið að RÚV hætti á auglýsingamarkaðnum eða drægi verulega úr auglýsingum.  Kannski verður það eftir 1. ágúst n.k. þótt ég dragi það í efa.  Öll gjöld sem ríkisvaldið hefur lagt á íslenska þjóð og hefur átt að gilda bara í ákveðin tíma, hafa öll fest sig í sessi.  Reyndar eru mörg þeirra nú bara kölluð opinber gjöld og búið að sameina allt í einn pakka.  Ég held að við séum enn að greiða aukagjald sem sett var á 1973 vegna eldgos í Vestmannaeyjum og snjóflóðanna á Vestfjörðum. 1995-1996.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband