Er Sjálfstæðisflokkurinn orðin Baugsflokkur

Haustið 2006 voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi stjórnmálaflokka.  Þar var ákveðið að flokkarnir ættu að hafa opið bókhald og styrkir til flokkanna yrðu takmarkaðir verulega og þar á meðal mátti hver flokkur ekki þiggja hærri styrk en kr: 300 þúsund frá einum aðila.  Til að bæta flokkunum hugsanlegt tekjutap var samþykkt að ríkið greiddi hverjum flokki 14 milljónir til kosningabaráttu.  Þessi lög tóku gildi 1. janúar 2007.  Þann 29. desember 2006 eða 3 dögum fyrir gildistöku laganna greiddi FLGroup inná reikning Sjálfstæðisflokksins kr: 30 milljónir sem styrk til flokksins og þetta skeður á sama árinu og FL-Group setti Íslandsmet í taprekstri.  Eftir þetta mikla tap var nafni félagsins breytt í Stoðir Group.  Sjálfur konungur FLOKKSINS Davíð Oddsson, lýsti þessu fyrirtæki við ENRON  í Bandaríkjunum og kallaði félagið  FLENRON,  Ein af stærstu eigendum í FL-Group var Jón Ásgeir Jóhannesson og fyrirtæki hans.  Þar sem þetta var gert fyrir gildistöku laganna vill og þarf ekki framkvæmdastjóri flokksins að tjá sig um þetta einstaka mál.  Þetta var fullkomlega löglegt en siðlaust er þetta nú samt.  Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við að tengja Baug of önnur fyrirtæki Jóns Ásgeirs við Samfylkinguna og kallað fjölmiðla Jóns Ásgeirs Baugsmiðla, sem ekkert mark sé takandi á.  Þetta byrjaði eftir ræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í Borgarnesi fyrir nokkrum árum og í framhaldi af því fullyrtu Sjálfstæðismenn að Baugur og Samfylkingin væru tvinnuð saman og Samfylkingin væri Baugsflokkur.

En nú er sem sagt komið í ljós hver er hinn rétti Baugsflokkur og fékk 30 milljónir fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband