Krossfesting

Frá krossfestingarathöfninni í Cutud í morgunÞrjátíu karlar og konur létu krossfesta sig á Filippseyjum í dag. Ástralinn John Michael, sem er 33 ára frá Melbourne, var krossfestur ásamt tveimur körlum og einni konu í Kapitangan í nágrenni Manila en 25 til viðbótar voru krossfestir í bænum Cutud norður af höfuðborginni.

Þetta á að vera einhver trúarathöfn, en þetta er ekki krossfesting eins og var á tíma Jesús.  Þá var neglt gegnum hendur og fætur til að festa viðkomandi á krossinn.  En nú eru menn bara bundnir á krossinn.  Ef fólki líður betur með því að gera þetta, þá er ekkert við því að segja.

Hefði ekki verið tilvalið í dag að forusta Sjálfstæðisflokksins léti krossfesta sig og þá þar með fyrirgefningu synda sinna.


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Veistu ég er ánægð að heyra þetta. Er sammála þér að ef fólk er eitthvað ánægðara með sig, þá er þetta hið besta mál. Eru ekki bara nokkur ár síðan enn var verið að stinga eitthvað í þá?

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú þeir eru "negldir" á krossana en auðvitað er þetta KLIKKUN eins og þeir þjóðlegu bræður Eyjólfur og Magnús hefðu sagt. Ég er alveg sammála þessum pistli þínum og óska þér gleðilegrar páskahátíðar og megir þú hafa það sem allra best.

Ps. hún var mjög góð hjá þér greinin í Mogganum.

Jóhann Elíasson, 10.4.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Anna Guðný

Ef þeir eru negldir svona í alvöru ja þá er ég eiginlega sammála Jóhanni með klikkunina.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 11:24

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Jakob minn

Ljóta ruglið í blessuðu fólkinu.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 14:10

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hélt að það væri löngu hætt að negla fólkið á krossana og ef svo er þá ert þetta klikkun.

Jakob Falur Kristinsson, 10.4.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband