Málin rædd

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks, sat langt fram á kvöld í gær og ræddi um styrkina stóru, sem flokkurinn fékk frá FL-Group og Landsbankanum.  Í framhaldi af því lýsti Bjarni Benediktsson því yfir að nú væri vitað hverjir báðu um þessa styrki og veittu þeim viðtöku.  En nöfn þeirra yrðu birt síðar (sem þýðir aldrei).  Fjárhagsstaða flokksins mun víst vera mjög slæm og kosningar fram undan.  Því mun verða nokkur bið að þessir styrkir verði endurgreiddir eins og voru fyrstu viðbrögð Bjarna við þessum fréttum.

Það hafa mörg spjót staðið á Guðlaugi Þór Þórðarsyni vegna þessara styrkja en hann neitar allri aðild sinn að þessu máli.  Eina sem hann hafi gert var að hann bað nokkra flokksfélaga að reyna að útvega peninga til flokksins og hann hafi aldrei vitað hvað þessir styrkir voru miklir eða hverjir veittu þá.  Það væri betra fyrir Guðlaug Þór að þegja frekar en segja svona bull.  Ég trúi því ekki að þessir flokksfélagar sem Guðlaugur fékk til að safna peningum, hafi ekki látið Guðlaug Þór vita að þeir hefðu fengið 55 milljónir í styrki.  Enda hefur Bjarni Benediktsson sagt að Guðlaugur Þór hefði rætt við sig og gert hreint fyrir sínum dyrum, sem dygði að sinni.  En ekki væri útilokað að hann þyrfti að skýra mál sitt betur síðar.  Þá væntanlega eftir kosningar.

Kjartan Gunnarsson sagði í viðtali í gær að hann vissi hverjir hefðu beðið um þessa styrki og tekið á móti þeim.  Hann hefði látið formann flokksins vita og nú væri beðið eftir að þessir menn gæfu sig fram og útskýrðu málin.  Það væri talið heiðarlegra að gefa þessum mönnum kost á að gefa sig fram sjálfir, svo ekki þyrfti að koma til að aðrir yrðu að gera það.

Þetta mál ætlar að verða Sjálfstæðisflokknum erfitt og í allri umræðunni nú er alveg orðið gleymt að Geir H. Haarde fv. formaður sagðist hafa beðið um styrkina og veitt þeim móttöku.  Nú er bara ekkert tekið mark á Geir H. Haarde, enda augljóst frá upphafi að Geir H. Haarde var bara að þessu vegna þess að hann er að hætta í stjórnmálum og gæti ekkert skaðast á þessari yfirlýsingu sinni.  En þetta má er langt í frá búið og enn mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að tapa fylgi.

Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á í svona miklum erfiðleikum væri þá ekki reynandi að spara aðeins peninga og draga úr öllum þessum sjónvarpsauglýsingum um stjórnarskrámálið, sem er til umræðu á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband