Vogur

Göngudeild SÁÁ Alls hafa 19.248 einstaklingar komið á sjúkrahúsið Vog í 53.858 skipti á rúmum 30 árum en 9,4% karla og 4% kvenna á Íslandi sem eru eldri en 15 ára hafa komið á Vog. 4% af öllum stúlkum og 5% af öllum drengjum á Íslandi koma í meðferð á Vog fyrir 20 ára aldur.

Þessi könnun sýnir okkur að þrátt fyrir góðan vilja eru margir sem þurfa að fara aftur og aftur á Vog.  Það hættir enginn í neyslu vímuefna nema að vilja það sjálfur, dvöl á Vogi ein og sér dugar ekki nema örfáum.


mbl.is 9,4% karla hafa lagst inn á Vog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki könnun heldur staðreyndir. Þegar sagt er að yfir 50% einstaklinga, sem er þá helmingurinn af 19.248 í þessu tilfelli, hafi komið aðeins einu sinni á Vog og 80% hafi komið þrisvar eða sjaldnar þá merkir það að flestir ná árangri með litlu inngripi.

Arnþór 16.4.2009 kl. 11:03

2 identicon

Hárrétt hjá Jakobi.

Dvöl á Vogi dugir ekki ein og sér.

Fullyrðing Arnþórs er röng.

Nr. 1 Þó að menn fari einungis einu sinni í meðferð þýðir það ekki að þeir séu hættir að drekka. Það eru einungis um 30% manna sem eru edrú ári eftir fyrstu meðferð. Árangur er svipaður á öllum meðferðarstöðvum.

Nr. 2 Tölur frá Vogi einar og sér gefa ekki heildarmynd af ástandinu. A.m.k tvær aðrar sjúkrastofnanir taka einstaklinga til meðferðar Teigur á LSH, Hlaðgerðarkot og ekki má gleyma Götusmiðjunni.

Nr. 3 Menn fara í fimm meðferðir á Vogi en ná ekki bata, fara svo í meðferð annarsstaðar og ná árangri í fyrstu meðferð. Þetta virkar líka á hinn veginn.

Nr. 4 Gleymum því heldur ekki að það eru fleiri aðilar en Þórarinn Tyrfingsson og Vogur sem sinna meðferðarmálum.

Egill Þorfinnsson 16.4.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt að fleiri aðilar en Vogur, sem sinna þessum málum.  En ég ítreka þá skoðun mína að enginn verður edrú nema að hann vilji það sjálfur í raun.  Þær meðferðarstofnanir sem eru að sinna þessum málum, eru að vinna gott starf.  En fyrst og síðast ræðst árangurinn á ákvörðun sjúklingsins sjálfs.

Ég hafði farið tvisvar á Vog og einu sinni á Teig, sem rekinn er af LSH án árangurs.  En svo tók ég ákvörðun sjálfur vorið 2007 að hætta að drekka og þar sem ég var mjög ákveðinn þá tókst það.  Nú í vor verður komin 2 ár sem ég hef ekki smakkað áfengi.

Jakob Falur Kristinsson, 16.4.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband