Lítilsvirðing við kjósendur

Nú hefur Sjálfstæðisflokknum tekist með málþófi sínu að hindra afgreiðslu um stjórnarskrármálið og hefur það verið tekið af dagskrá Alþingis.  Það sem sjálfstæðismenn vildu ekki var eftirfarandi;

1.   Kosning Stjórnlagaþings

2.   Auðlindir Íslands væru þjóðareign

3.   Þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál

Það var búið að draga ákvæði um stjórnlagaþingið út úr frumvarpinu að kröfu sjálfstæðismanna, sem töldu að með samþykkt þess væri Alþingi að afsala sér völdum.  En það dugði ekki til heldur var krafist að liðir nr. 2 og 3 færu út líka.  Er niðurstaðan því þannig að Sjálfstæðisflokkurinn vil ekki;

1.   Stjórnlagaþing, sem geri breytingar á stjórnarskrá Íslands, sem þýðir óbreytt stjórnarskrá.

2.   Flokkurinn vill standa vörð um kvótabraskið og sægreifarnir geti haldið því fram að allur óveiddur fiskur á Íslandsmiðum sé þeirra einkaeign og íslensku þjóðinni komi ekkert við hvernig þeir nýta sína eign.

3.   Flokkurinn treystir ekki kjósendum til að greiða atkvæði um mikilvæg mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Kjósendur eru sem sagt fábjánar sem ekkert vit hafa á neinu sem Alþingi er að fjalla um.  Samt vilja þeir atkvæði allra vitleysinga í komandi kosningum. 

Nú verða kjósendur að standa saman og refsa flokknum fyrir þessa afstöðu í kosningunum og láta hann finna að þjóðin er ekki sátt um svona vinnubrögð.  Þennan flokk ætti engin að kjósa sem er með fullu viti.  Auðvitað fær flokkurinn atkvæði frá sínum dyggustu stuðningsmönnum, sem líta á stjórnmálinn sem trúarbrögð og kjósa alltaf eins.  Ég er 100% viss um að þótt api væri í framboði til formanns í þessum flokki á landsfundi hans, þá þyrfti ekki að kjósa heldur yrði hann hylltur með lófataki og kjörinn formaður slík er hollusta sumra við þennan flokk.  Á síðasta landsfundi kom Davíð Oddsson og skammaði fundarmenn eins og hunda og sagði þá gera allt rangt og væru í raun bjánar.  Samt stóð lýðurinn upp og klappaði vel og lengi og núverandi formaður sagði að orð Davíðs hefðu verið mikilvægt framlag hans til málefnavinnu flokksins.  Er því rökrétt að draga þá ályktun að þessi flokkur sé samansafn af vitleysingum.

Þar sem bæði FL-Group og Landsbankinn eru farinn á hausinn verður Sjálfstæðisflokkurinn að róa á önnur mið í fjáröflun sinni og eru nú þegar búnir að leggja inn beiðni um fjárstyrk frá Sægreifum þessa lands með því að hafa stoppað þetta frumvarp.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þarna hefði átt að setja fyrirvara um að þingkosningar yrðu frestaðar þar til þetta mál væri afgreitt, heill þjóðarinnar væri meiri en eiginhagsmunaflokksins og einkavinaflokksins sjálfstæðismanna

þetta er enn eitt dæmið um hvað sjálfsstæðismenn eru að vinna að eiginhagsmunum, mútuþægir andskotar hegða sér eins og mafían sjalf, flokkur sem á að banna eins og nasistaflokkinn

G 17.4.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Sólveig Ingólfsdóttir

Er samála um að setja fyrirvara um þingkosningar eða að þjóðin kjósi í senn um stjórnarskrárbreytingar og svo flokka, annars ættum við einfaldlega að neita að kjósa þar til við náum þessu fram að ganga ekki að kjósa rísa upp sem heild, hver vill önnur 4 ár flokksræði á Alþingi og þjóðin getur ekkert gert.  Við höfum tækifæri núna en eftir kosningar er það of seint að segja við getum ekki látið  bjóða okkur upp á  þetta.Ríkir eignast alltaf meira og Þeir sem minna hafa tekst aldrei  að borga skuldirnar.  Drottinn blessi íslensku þjóðina á þessum erfiðu tímum.  kv. Sólveig

Sólveig Ingólfsdóttir, 17.4.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er hverju orði sannara að Sjálfstæðisflokkurinn minnir alltaf meir og meir á mafíuna.  Þeir eru með sinni afstöðu að koma í veg fyrir einar mestu lýðræðisumbætur, sem gerðar hafa verið allt frá 1944.  Það er búið að skipa margar stjórnarskrárnefndir, sem allar hafa skilað sínum tillögum en aldrei verið samþykktar á Alþingi.  Okkar stjórnar skrá er nánast bein þýðing á þeirri dönsku.  Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn sína kjósendum lítilsvirðingu með þessari afstöðu sinni.  Þeir treysta ekki þjóðinni til að greiða atkvæði um mikilvæg málefni.  Með tilkomu internetsins eru slíkar kosningar auðveldar í framkvæmd.  Því miður er orðið of seint að fresta kosningum og fólk verður að átta sig á því að með því að nýta ekki sinn atkvæðisrétt er í raun verið að styrkja Sjálfstæðisflokkinn, sem sennilega mun bíða afhroð í þessum kosningu.  Ógreidd atkvæði virka þannig að þau atkvæði sem Sjálfstæðisflokkur fær frá sínum sauðtryggu kjósendum, vega hlutfallslega meira.

Jakob Falur Kristinsson, 17.4.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband