Lýsi hf.

Þorlákshöfn.Umhverfisráðuneytið staðfest ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um útgáfu starfsleyfis til Lýsis hf. í Þorlákshöfn vegna þurrkunar fiskaafurðar. Ráðuneytið markaði starfsleyfinu þó styttri tíma, átta ár í stað tólf, og gerði ýmsar breytingar á leyfinu, til að koma til móts við kvartanir íbúa.

Það væri líka fáránlegt ef fyrirtækinu hefði verið lokað í öllu þessu atvinnuleysi og þótt komi sterk fisklykt við þurrkun þorskhausa verður bara að hafa það.  Ísland byggðist upp á slori og fiski með tilheyrandi lykt.  Þessi starfsemi skapar líka gjaldeyrir sem okkur bráðvantar núna.


mbl.is Lýsi fær að starfa áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Er það ekki fáránlegt að í Þorlákshöfn seljast ekki hús, þökk sé Lýsi hf!

Er það ekki fáránlegt að hér vill fólk fara, því óbærilegt er hér að vera vegna ýldufnykts, þökk sé Lýsi hf!

Er það ekki fáránlegt að fyrirtæki er skoðað hafa aðstæður fyrir nýjan iðnað, hafa hætt við er þeir fundu ýlduna frá Lýsi hf!

Hér er fyrirtæki að flýja með sína starfssemi, þökk sé Lýsi hf!

Hver er fáránleikinn í þessu öllu saman? Vanþekking manna á við þig er kynna sér ekki málið, áður enn þeir koma með svona bull! Fórnum heilu bæjarfélagi fyrir sóðafyrirtæki eins og Lýsi hf? NEI TAKK!! Burt þeð þennan viðbjóð!!!!!!!

Himmalingur, 18.4.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú veist það að Lýsi hf. er ekkert á förum og það mun ekkert breytast hvort ég skoða málið betur eða ekki.  Lögleg yfirvöld hafa veitt fyrirtækinu starfsleyfi áfram og að því mér skilst á Lýsi hf. að taka á þessu vandamáli með lyktina.

Jakob Falur Kristinsson, 18.4.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Himmalingur

Í fyrsta lagi er málinu langt í frá lokið. Lýsi hf hefur komist upp með það á liðnum árum að fara ekki eftir þeim skilyrðum er fyrirtækinu voru sett í eldri starfsleyfum er varðar lyktarmengun. Hvers vegna? Það er lágmarkskrafa að ráðherra kynni sér málin áður enn hann ( hún Kolbrún ) leggi blessun sína yfir þau.

Kveðja: Hilmar!

Himmalingur, 18.4.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband