Landeyjarhöfn

Unnið að smíði brúar á Ála. Starfsmenn Suðurverks hafa unnið allan sólarhringinn alla daga ársins við undirbúning Landeyjahafnar. Verkið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum Dofra Eysteinssonar framkvæmdastjóra.

Ansi er ég nú hræddur um að þarna sé verið að eyða peningum í vitleysu.  Þessi höfn á eftir að verða mjög erfið og mun ekki verða sú samgöngubót, sem Vestmannaeyjar þurfa á að halda.  Það munu koma margir dagar á hverju ári þar sem ekki verður fært að sigla inn í þessa höfn og brimið mun sífellt fylla hana af sandi og þá þarf dýpkunarskip nánast að vera þarna allt árið.  Besta leiðin fyrir Vestmannaeyjar væri nýr Herjólfur sem gæti siglt á 20-30 sjómílna hraða milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.


mbl.is Ferjuhöfn undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

þarna er ég þér sammála   kíktu á þetta myndband  http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k

Guðjón Ólafsson, 17.4.2009 kl. 10:24

2 identicon

Hvað á myndband af litlum lóðsins í brimgarði að sýna??? Afhverju ferðu ekki á árabát þangað með videotökuvél með þér?

Fyrir þá sem eitthvað vita um eyjar að þá siglir töluvert stærra skip þarna en lítill lóðsinn eða árabátur.

Og reyndar er straumurinn þarna þannig að sandburður er mun minni en menn reiknuðu með.

Huginn 17.4.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Guðjón Ólafsson

já það má vera en við sem höfum eitthvað komið nálægt sjómennsku vitum hvernig sjólagið er við suðurströnd Íslands .

og svo annað til hvers þarf að byggja höfn fyrir eina ferju druslu væri ekki nær að ´fá stærra og hraðskeiðara skip sem gengur 24 -40 mílur og halda áfram með þorlákshöfn  það sparast sáralítill tími fyrir þá sem eru að fara á Höfuðborgarsvæðið.

svo eru flestar ferjur flatbotna í dag og ekki byggð fyrir svona sjólag eins og er við suðurströnd íslands .

það á eftir verða þarna stór sjóslys .

Guðjón Ólafsson, 17.4.2009 kl. 11:54

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er innilega sammála þér Guðni.  Þar sem ég hef verið á humarveiðum frá Vestmannaeyjum er mér kunnugt um hvernig sjólag er við suðurströndina.  Það eru nú þegar nokkur hundruð skipsflök grafinn í sandinn við þessa strönd.  Ég minnist að þegar ég var í Sjómannaskólanum var sérstaklega varað við siglingarleiðinni meðfram suðurströndinni.  Bæði er hún lág og sést þar af leiðandi illa í radar og svo hitt að enginn höfn er örugg frá Þorlákshöfn til Hornarfjarðar nema í Vestmannaeyjum.  Það er ekki verjandi að eyða stórfé í einhverja tilraun sem endar kannski með stórslysi.  Besta leið til að bæta samgöngur við Eyjar er nýr og hraðskreiður Herjólfur sem sigldi til Þorlákshafnar eins og nú er.

Jakob Falur Kristinsson, 17.4.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Það varð að stinga einhverju í Vestmanneyinga þegar göng voru óframkvæmanleg og þessi vitleysa er útkoman.. Grímseyjarferja hvað var það í krónum en aðeins skiptimynt í samanburði við þessa heimsku og óútreiknanlegan kosnað og stanslausum sanddæingum eftir að framkvæmdum líkur???

Guðjón Ólafsson, 17.4.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Kostnaðurinn við Grímseyjarferjun er bara smá brot miðað við allan þann kostnað, sem leggja á í þetta verkefni.  Það er þó skömminni skárra að Grímseyjarferjan komst í notkun en þessi vitleysa nýtist engum nema eigendum sanddælingaskipa og seinkar raunhæfum aðgerðum í samgöngubótum við Vestmannaeyjar.

Jakob Falur Kristinsson, 18.4.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband