Kvartanir

Lögreglan segir bifhjólamenn vera yfirleitt til fyrirmyndar. Talsvert hefur verið um kvartanir til lögreglu vegna hávaða frá bifhjólamönnum sem leggja leið sína á Ingólfstorg í Reykjavík. Tilkynnendum finnst m.a að bifhjólin séu á köflum þanin svo mikið að ónæði hljótist af.

Er ekki hægt að fá að gera neitt í þessu landi án þess að kvartað sé yfir því.  Það á ekki að ansa svona rugli.  Þegar farið er að elta ólar við svona hlutum þá er endalaust hægt að finna efni til að kvarta yfir.


mbl.is Kvartað vegna hávaða vélfáka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar held ég að það sé ekki endilega lausagangur eða venjulegur akstur sem fólk er að kvarta yfir.

Ætli það sé ekki eins og þegar nágranni minn þenur hjólið fyrir utan í háan snúning (örugglega búinn að aftengja eitthvað í pústkerfinu) til þess að sýna vinum sínum.

Ég er í götu með lágum húsum og litlu bergmáli, ég get rétt ímyndað mér að þetta glymji þarna á Ingólfstorginu.

Bjarni 19.4.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Næstum daglega og oft á dag fljúga þotur yfir hverfið þar sem ég bý í Sandgerði.  En ég bara get hreinlega ekkert í því gert.  Það er mitt val að búa hér en ekki annarra.

Jakob Falur Kristinsson, 19.4.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nú allt í lagi að menn á háværum tækjum sýni því skilning að fólk býr á heimilum sýnum í nágrenninu. Hvað er athugavert við það? Enda tóku vélhólamennirnir þessu vel.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 17:27

4 identicon

Ég man eftir því síðustu sumur hve ærandi háfaða sumir bifhjólamenn skapa á t.d. Ingólfstorgi þegar þeir þenja vélarnar upp í mörg þúsund snúninga í einhverri undarlegri sýndarmensku.

Hávaðinn sem af þessu hlýst er miklu meiri en af þotu eða háværri tónlist úr bíl sem keyrir sömu götu.

Gunnar Geir 19.4.2009 kl. 17:33

5 identicon

Ég hef heyrt sögur frá vinum sem eru áhugamenn um mótorhjól um að mótorhjólamenn breyti pústkerfum hjóla sinna til að í þeim heyrist sem mest en þurfi svo að breyta þeim aftur til baka þegar farið er með hjólin í skoðun enda sé breytingin óleyfileg.  

Ef það er rétt þá er ekkert skrítið við það að íbúar miðbæjarins og aðrir borgarar ýti á lögreglu að framfylgja eðlilegum reglum um útbúnað ökutækja og hávaða frá þeim. Ég hef oft verið að ærast á gangi mínum í bænum þegar mótorhjól keyrir framhjá og hávaðinn er eins og enginn sé hljóðkúturinn. Réttur mótorhjólamanna er ekki að haga sér eins og þeir vilja ef einhverjir aðrir þurfa að þjást af völdum þess.

Mér þykir ekki óeðlilegt að fólk reyni að draga úr hávaða í hverfinu sínu ef hann er of mikill. Það þýðir ekki að maður eigi bara að flytja. Miklu eðlilegra er að þeir sem eru að brjóta reglurnar séu þvingaðir til að fara eftir þeim.

Svo getur auðvitað verið að þetta séu fullkomlega lögleg hjól og fólk sé bara að hafa of miklar áhyggjur af engu. En ef svo er ekki... ertu þá ekki sammála því að mótorhjólamennirnir eigi að fylgja reglum um hávaðavarnir?

Karl 19.4.2009 kl. 17:34

6 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Ég er vélhjólakona.  Okkur hefur verið leyft að safnast saman á einum stað í miðbæ Reykjavíkur sem er Ingólfstorg. Um tíma fengum við meira að segja úthlutað sérstökum stæðum á Ingólfstorgi.

Flest okkar hafa á því fullan skilning að við eigum ekki að vera með óþarfa hávaða. En þar sem þetta gildir um okkur þá gildir þetta líka um bíla.

Það er oft sem menn eru að koma á einhverjum sportbílum og þenja vélar þeirra, spila einhverja heavy músik með e.k. surround hátölurum þannig að það drynur í umhverfinu og þenja flauturnar. 

Við reynum langflest að taka mikið tillit til annarra bæði í umferðinni og þar sem við stoppum. Langflest okkar erum ekkert að breyta pústkerfum okkar. Enn síður en t.d. margir jeppaeigendur eða eigendur sportbíla.

Megum við vinsamlegast biðja um að okkur sé líka sýnd tillitssemi? Við hljótum að eiga tilverurétt?

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 19.4.2009 kl. 18:43

7 identicon

Persónulega finnst mér það bara gott mál að fólk kvarti, því að ég get alveg sagt ykkur það að hljóðin sem berast frá sumum af þessum tækjum er svo allsvakalega, að ég sem ung manneskja finn fyrir auknum hjartaslætti. Bý rétt hjá Ingólfstorgi og það er eins og mótorhjólið sé inn í stofu þegar að þennslan upp Garðastrætið hefst...Hugsa þá til mikið til gamla fólksins hinum megin við götuna.... Gott að heyra að vélhjólamenn tóku tiltali lögreglu vel, svo á bara eftir að koma í ljós hvaða "svarti per" fer ekki eftir reglum... 

Bylgja Björk Backman 19.4.2009 kl. 20:04

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvita eiga þeir sem hávaðanum valda að sína nánasta umhverfi og þeim sem þar búa, skilning og tillitsemi og ég held að flestir geri það.

Jakob Falur Kristinsson, 20.4.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband