Agnes segir............

Agnes Bragadóttir er sennilega með betri blaðamönnum þessa lands og alveg ótrúlegt hvað henni tekst að grafa upp í okkar þjóðfélagi.  Eins og sönnum blaðamanni sæmir byggir hún skrif sín á öruggum heimildum, sem ég ætla ekki að draga í efa.  Hún hefur sagt frá því í sjónvarpi að hennar skrif séu ekki ritskoðuð að ritstjórn Morgunblaðsins eða eigendum þess og dreg ég það ekki í efa.  Agnesi tekst mjög oft vel upp í sínum skrifum og varpar ljósi á margt sem nauðsynlegt er að komi fyrir sjónir lesenda Morgunblaðsins.

En það er einn þáttur í okkar samfélagi, sem Agnes ætti að sleppa að skrifa um og þar á ég við stjórnmálin.  Þegar Agnes skrifar um stjórnmál virðist sem hún ráði ekki eigin skrifum, heldur kemur hin bláa hönd og tekur stjórnina.  Fyrir stuttu skrifaði Agnes fréttaskýringu um einn af borgarafundunum sem hefur verið sjónvarpað.  Þar sagði Agnes að allir frambjóðendur hefðu staðið sig illa nema Bjarni Benediktsson, sem talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Hann var hetjan sem upp úr stóð með góðum og rökföstum málflutningi.  Ég horfði á þennan þátt og get ómögulega verið sammála Agnesi.  Bjarni Benediktsson stóð sig ekkert betur en aðrir sem mættu fyrir sína flokka.  Sama gamla tuggan endur tekinn í sífellu eins og biluð plata "Vinstri menn vilja lækka laun og hækka skatta."  Það var sama hve oft Bjarni var leiðréttur af vinstri flokkunum að alltaf var þetta endurtekið.  Þetta get ég ekki kallað sannfærandi umræður um stefnur flokka og lámark í svona þætti að þótt þáttakendur gagnrýni stefnur annarra flokka, að gefa skýr svör um stefnu eigin flokks.  Bjarna varð það á að benda kjósendyum á að kjósa alls ekki vinstri flokkanna en hann gleymdi að tala fyrir ástæðum þess, hvers vegna kjósendur ættu að kjósa hans eigin flokk.  Þetta kallar Agnes að standa sig vel.  Ja hérna.

Ég ætla að benda hinum góða blaðamanni sem Agnes Bragadóttir er að fórna ekki sínu mannorði á altari pólitískra umræðna, þar virðist hún ekki ráða við eigin skrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband