Stutt í kosningar

Nú nálgast óðum hinn mikli kjördagur til Alþingiskosninga.  Það bendir allt til þess að minn flokkur, Frjálslyndi flokkurinn, detti út af þingi og fái engan mann kjörinn.  En það eru líka ánægjulegar fréttir um að Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrir einu mesta fylgistapi í sögu flokksins og Samfylkingin og VG verði sigurvegarar þessara kosninga og fái hreinan meiri hluta og geti myndað ríkisstjórn án stuðnings Framsóknarflokksins.  Mér er því nokkur vandi á höndum hvað ég á að kjósa því ekki ætla ég að láta mitt atkvæði verða dautt, sem það yrði ef ég kysi Frjálslynda flokkinn.  Þess vegna er valið á milli VG og Samfylkingarinnar.  Þar sem ég er eindregin stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB mun ég sennilega kjósa Samfylkinguna en það getur nú svo sem breytst fram að kjördegi.  Einhverra hluta vegna hefur Frjálslynda flokknum ekki tekist að vera inn í umræðunni undanfarna mánuði og einu fréttirnar sem fólk fær er um riflidi innan flokksins.  Að mínu mati gerði flokkurinn stór mistök að styðja ekki strax núverandi ríkisstjórn og vera þannig alltaf í umræðunni.  Mér er sagt að flokkurinn hafi boði stuðning sinn gegn ákveðnum skilyrðum, en ég bara spyr;  Var Frjálslyndi flokkurinn í nokkri stöðu til að setja skilyrði og eins skil ég ekki þessa hörðu afstöðu gegn aðild að ESB.  Það er sagt að hún byggist á skoðanakönnun innan flokksins, en hverjir tóku þátt í þeirri könnun veit ég ekki.  Ekki var ég með í slíkri könnun og veit ekkert hvenær hún fór fram.  Það er einhver þvermóðska í gangi hjá þessum flokki sem ég ekki skil og sú þvermóðska er að ganga frá flokknum.  Efsti maður á lista flokksins Grétar Mar Jónsson er að hampa því hvað flokkurinn hafi mikið fylgi í Norðvesturkjördæmi, en hann er ekki að segja frá fylginu í sínu eigin kjördæmi, sem er mjög dapurt  Ef flokkurinn fær ekki mann inná þing er ekki við hinn almenna flokksmann að sakast, heldur eru það þingmenn flokksins sem verða þess valdandi.  En það er ekki búið að kjósa svo það er of snemmt að fullyrða um úrslitin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband