Íslensk skuldabréf

Seðlabanki EvrópuSeðlabanki Evrópu situr uppi með 85 milljarða króna af ríkistryggðum skuldabréfum. Þar af eru 57 milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs og 28 milljarðar ríkisskuldabréf. Að auki átti seðlabankinn 15 milljarða í jöklabréfum, sem RaboBank gaf út og var á gjalddaga fyrr á þessu ári.

Verði þeim að góðu, öll þessi bréf voru gefin út af aðilum sem ætluðu að hagnast á háum vöxtum og tóku því mikla áhættu með þessu og nú er þetta allt tapað.  Mér finnst ekki koma til greina að íslenska ríkið sé að borga tap fyrir erlenda áhættufjárfesta.  Þeir voru of gráðugir og græðgin varð þeim að falli og það er einfaldlega þeirra vandamál, sem við eigum ekki að bæta.  Ef við förum að greiða þessi af þessum bréfum munu streyma út úr landinu milljarðar í erlendum gjaldeyrir bara fyrir vöxtunum.  Það mun síðan veikja enn krónuna og valda auknum erfiðleikum hér á landi.


mbl.is Situr uppi með íslensk skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ekki vil ég hvetja menn eða fyrirtæki til að greiða ekki skuldir sínar, en þökk sé íslensku krónunni, að verður þessar erlendu skuldir sem eru í íslenskum krónum (jöklabréf og krónubréf) miklu léttari en þær væru ef við hefðum verið með evru eða annan gjaldmiðil sem ekki hefði fallið í verði eins og dollar og nroska krónan.

Kristinn Sigurjónsson, 23.4.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki skil ég þessi rök, ég veit ekki betur en krónan hafi fallið það mikið að mörg fyrirtæki og heimili eru að verða gjaldþrota vegna þessarar andskotans krónu.  Sem eins og einn frambjóðandi Norgarahreyfingarinnar sagði;

Að ætti heima á Þjóðminnjasafninu.

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Rökin eru þau að það er mjög dýrt að fara með pening úr landi, þú færð fáar evrur fyrir hverja krónu.   Fyrir fjölskyldur og fyrirtæki sem eru að borga af lánum sem eru til margra ára, er þetta dýrt núna meðan krónan er hvað verðminnst, en það eru bara örfáar afborganir af mjög mörgum.   Fyrir krónubréfin er þetta líka dýrt, því þeir fá fáar evrur fyrir hverja krónur og því tapa krónubréfaeigendurnir.  Þetta er eingreiðsla og því verður tapið hjá þeim algjört, en ekki hjá þeim sem eru að greiða nokkrar afborganir af mjög mörgum.   Ég reikna með að krónan muni styrkjast mjög frá því sem nú er,  annars væri glapræði að taka upp annan gjaldmiðil miðað við gengið í dag, þá eru við komin í varanlegan skít.

Kristinn Sigurjónsson, 24.4.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband