Lítið góðverk

Fyrir stuttu síðan ákvað ég að taka þátt í ABC-BARNAHJÁLP.  Þetta geri ég með því að styrkja eitt barn til náms og í mínu tilfelli valdi ég 10 ára dreng á Indlandi, sem heitir Naveen Lagu og býr nún á heimili Litlu Ljósanna sem ABC rekur á Indlandi.  Þegar hann kom þangað fárveikur vegna vannæringar.  Hann hafði þurft að hætta í skóla vegna fátæktar en leitaði á þetta heimili vegna veikinda sinna.  Minn stuðningur felst í því að ég greiði kr. 3.900,- á mánuði og það dugar til að tryggja framtíð þessa drengs og hann getur menntað sig.  Ég hef nú þegar fengið bréf frá drengnum, þar sem hann lýsir hamingju sinni yfir að ókunnur maður á Íslandi ætli að hjálpa sér.  Ég ætla ekki að telja upp öll þau lofsyrði sem ég fékk frá þessum dreng en þau eru þau mestu sem ég hef fengið um ævina.  Ég er öryrki og með takmörkuð fjárráð en samt rúmast þessar 3.900,- krónur vel innan mínnar fjárhagsáætlunar.  Ég verð bara að spara í minni neyslu og fyrst ég get gert þetta er það víst að þúsundir íslendinga geta gert slíkt hið sama.  Ég er með miklar áætlanir fyrir þetta fósturbarn mitt.  Í fyrsta lagi ætla ég að reyna að heimsækja hann til Indlands og vonandi tekst mér að bjóða honum með mér hinga til lands.  Eins mun ég senda honum jólagjafir og afmælisgjafir eins og flest íslensk börn fá og vonandi tekst mér að koma þessum dreng í háskólanám.  En í bréfi sínu segir hann að hans draumur sé að verða læknir til að hjálpa sínum samlöndum.  Ég vil því skora á sem flesta íslendinga að gera það sama og ég það geta flestir séð af 3.900,- krónum á mánuði til að færa þessum börnum lífshamingju á ný og forða þeim frá því að deyja úr hungri og án allra menntunar.

Göngum til liðs við BARNAHJÁLP-ABC.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband