Flutningabíll fauk út af

Mynd 496530 Flutningabíll valt undir Ingólfsfjalli um klukkan korter yfir tíu í morgun. Ökumaður bílsins var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabíl til skoðunar í Reykjavík.

Hvernig er eiginlega með ökumenn þessara bíla, hlusta þeir aldrei á veðurspár.  Það dettur engum sjómanni það í hug að fara á sjó án þess að hlusta vel á allar veðurspár og það sama ætti að vera einnig með ökumenn stórra bíla.


mbl.is Flutningabíll fauk út af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég bý hér fyrir austan og á oft leið um þarna undir Ingólfsfjalli. Og ég get sagt þér að sumir þessara bílstjóra ættu alls ekki að aka svona bílum.

Ég hef lent í því í kolvitlausu veðri seinasta vetur er ég var að aka þarna á um 70 km hraða að svona stór bíll kom á ævintýralega miklum hraða aftan að mér og flautaði með stóru flautunum. Þar sem veðrið var brjálað og flughálka jók ég ekki hraðann. Þá setti viðkomandi á mig háuljósin svo ég hrökklaðist út í kant og ók nærri útaf. Þá brenndi hann framhjá flautandi eins og fífl og hvarf á örskotstundu. Það eru þessir menn sem fjúka útaf oft á tíðum.

Hraðinn þarna er oft út úr öllu korti og menn aka ekki eftir aðstæðum.  Ég hef oft orðið var við hinar og þessar kerrur fyrir utan veg, stundum hestakerrur (það má ímynda sér hvernig fer um hesta við svona aðstæður), bíla af ýmsu tagi og ýmislegt annað. Þessi staður á veginum er hættulegur undir vissum kringumstæðum og það er eins og fólk fylgist ekki með veðurfregnum eða fréttum almennt. Stundum jafnvel þegar hjálparsveitin lokar þá er vaðiðr organdi framhjá og svo gerist eitthvað í framhaldinu.

Fólk getur stundum verið svo mikil fífl.

Villi Kristjáns

Villi Kristjáns 24.4.2009 kl. 12:50

2 identicon

Ég get verið á margan hátt sammála ykkur en það breytir ekki þeirri staðreynd að vegurinn var opinn, þarna var á ferðinni eldri maður hokinn af reynslu, og það var ekkert athugavert við neitt þarna, nema kannski að það hefði átt að loka veginum.

Þetta var slys í þessu tilfelli og ekkert við því að gera, og þar sem ég hlúði nú að karlanganum þar til sjúkrabílar komu þannig að ég veit hvernig aðstæður voru þarna núna í dag. 

En Villi ég get verið fyrir margt sammála þér í megin dráttum. 

Og Jakob þar sem ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og fyrrverandi sjómaður þá því miður veit ég um tilfelli þar sem að Skipstjónum hefði nú verið andskotans nær að hlusta á veðurspár. Oft kom það fyrir að maður þurfti að sleppa og fara á sjó í svoleiðis glórulausu veðri að ekkert vit var í því, nema mikilmennska skipstjóra og ekkert annað.

Vilbogi Magnús Einarsson 24.4.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það á ekki að loka vegum landsins þrátt fyrir slæma verðurspá.  Heldur verða allir ökumenn að haga akstri sínum eftir aðstæðum hverju sinni.  ég hef líka lent í þessu sama og þú, að skipstjóri fór á stjó í veðri, sem ekkert vit var að fara í og maður mátti þakka að komast lifandi í land.   Það er ekkert vit í að vera t.d. að draga línu í 8-9 vindstigum og miklum sjó og maður fór bókstaflega á kaf í sjó á rúllunni annað slagið.  Ég tek undir þín orð að þetta er mikilmennska.

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband