Íslenska fjármálahrunið

Sá ágæti maður Þorvaldur Gylfason,prófesson, hefur fært fyrir því góð rök að undirrót alls spillingar í íslenska fjármálakerfinu sé bein afleiðing af því þegar útgerðarmenn fengu að framselja veiðiheimildir og veðsetja.  Þá fyrst kynntust íslendingar því að hægt var að búa til stórgróða úr engu nema pappír.  Það var upphafið og nú þegar ríkisstjórnin ætlar að innkalla allar veiðiheimildum á 20 árum og endurúthluta aftur á sanngjarnan hátt.  Þá verður allt vitlaust og grátkór LíÚ er kallaður sama í skyndi til að mótmæla hástöfum.  Engu má breyta og forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fékk endurskoðunarskrifstofu til að reikna það út að hans fyrirtæki yrði gjaldþrota á 5-6 árum.  Í þessari skýrslu er fullyrt að hvert þorskkíló sem unnið er í Vinnslustöðinni skili aðeins 1,90 krónum í framlegð.  Ég segi nú bara hverskonar rekstur er á þessu fyrirtæki og skammast forstjórinn sín ekkert fyrir hvernig reksturinn er.  Hann er nánast að tilkynna eigendum fyrirtækisins að hann sé óhæfur stjórnandi.  Þegar þorskkvótinn var skorinn niður í 130 þúsund tonn eða um 30% var LÍÚ því sammála.  Ég veit ekki um eitt einasta fyrirtæki sem fór þá á hausinn en 5% innköllun á ári á að setja öll fyrirtæki á hausinn á 5-6 árum.

Ég var framkvæmdastjóri fyrir stóru útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki á Bíldudal í um 20 ár og á árunum 1980-1990 var meðaltals framlegð af hverju þorskkílói sem við unnum um og yfir 20-25 krónur.

Það er endalaust hægt að leika sér með tölur og reikna og reikna allt til andskotans ef vilji er til þess, en þessir útreikningar slá nú öll met og þar með hið fræga met Sölva Helgasonar í einni af bókum Laxness.  En Sölvi Helgason var mikill stærðfræðingur og reiknaði barn í konu og fór létt með það.

Svona kjaftæði á ekki heima í vel upplýstu þjóðfélagi eins og Ísland er og þeim til skammar sem slíkt stunda.  Útgerðarmenn hafa fram til þessa ekki gengið vel um okkar auðlind sem er fiskurinn í sjónum.  Það er svindlað framhjá vigt og brottkast í stórum stíl.  Ég var einu sinni vélstjóri á netabát og þar var öllum þorski fleygt í hafið sem var undir 5 kg.  Það er verið að fullyrða að þetta eigi bara við um hina svokölluðu leiguliða.  En brotaviljinn er sá sami hvort skip er með kvóta eða ekki.  Það reyna allir að hámarka það verðmæti sem komið er með að landi.  Sá sem hefur yfir að ráð aflaheimildum og gat leigt þær á kr. 250,- kílóið var ekki að láta skip sitt veiða smærri fisk, heldur varð verðið að vera yfir 250,- á kíló.  Svo er annað sem er talsvert merkilegt að aflahlutir á kótalausum bátum er yfirleitt hærri en þeim sem hafa kvóta, sem kemur til af því að kvótalausu bátarnir landa flestir á fiskmarkaði en hinir verða að landa hjá eigandanum á lámarksverði.

Ekki meir ekki meir af svona andskotans kjaftæði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góð færsla. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 14.5.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband