Óþarfi að blanda Guði í þinghaldið

Þetta segir Þór Saari einn af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar, sem fór ekki til messu í dómkirkjunni, heldur beið á Austurvelli á meðan.  Auk þess var einn þingmaður Vinstri Grænna sem beið á Austurvelli.  Hverskonar andskotans fífl er þetta fólk, á þetta að vera einhver brandari?  Af hverju sagði það ekki fyrir kosningar að það væri heiðingjar og tryði ekki á Guð en ætli það hafi nú ekki verið með Guðshjálp að þetta fólk fór á þing.  Þetta lið byrjar sína þingmennsku á einkennilegan hátt svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Dæmigerð viðbrögð þess trúaða... algjör skætingur og fyrirlitning á þeim sem hafa aðrar skoðanir.  Ekki skrítið að upphaf flestra stríða megi reka til trúar.

Og svo mikið er víst að ef Guð var að skipta sér af kosningum á Íslandi, þá held ég að hann ætti aðeins að einbeita sér af mikilvægari málefnum.

Einar Solheim, 15.5.2009 kl. 16:57

2 identicon

http://friendlyatheist.com/wp-content/uploads/2008/01/addiscartoon.jpg

Krissi 15.5.2009 kl. 17:22

3 identicon

Er fólk andskotans fífl ef það trúir ekki á geimpabba sem elskar okkur en sendir okkur þó í eilífða vist í helvíti ef við förum ekki eftir 10 boðorðum? Er fólk andskotans fífl ef það trúir á almáttugan og algóðan guð í þeim heimi sem við búum í þar sem mannvonskan er allstaðar? Er fólk andskotans fífl ef það trúir á tilvist veru sem ekki er hægt að færa neinar sannanir fyrir? Eða er í lagi að trúa ekki á guð en maður verður andskotans fífl þegar maður vill hlusta á siðferðilegan boðskap heimspekings frekar en að hlusta á ríkisprest messa yfir manni eitthvað sem hljómar í eyrum eins og skáldsaga?

Ef svo er þá kýs ég frekar að vera andskotans fífl heldur en að vera einn af ykkur vitru, upplýstu manneskjum.

Rúnar 15.5.2009 kl. 17:33

4 identicon

haha Krissi þín mynd segir allt sem segja þarf! :)

Iris 15.5.2009 kl. 17:35

5 identicon

Hvað í ósköpunum hefur messa með þinghald að gera?  Hvað kemur virðing við þingið hinni lúthersk evangelísku kirkju við? Ekki starfar þingið í umboði biskups eða guðs? 

Persónulega teldi ég það hræsni og óheillindi að mæta trúlaus í kirkju og taka þátt í skrípaleik sem hefur nákvæmlega ekkert með starfið að gera.  Þeir sem trúa mega mæta og biðja en með hvaða rökum geturðu mögulega ætlast til þess að aðrir geri það líka? 

Einar Þór 15.5.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Baldur Blöndal

Mér finnst þetta blogg þitt anga af fáfræði Jakob, meiri hef ég ekki að segja.

Baldur Blöndal, 15.5.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Páll Jónsson

Þetta þingfólk hefur engu ljóstrað upp um trú sína eða vantrú... Aðeins sýnt þá skoðun sína í verki að Thomas Jefferson og fleiri hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir mæltu gegn blöndun stjórnmála og trúarbragða.

Páll Jónsson, 15.5.2009 kl. 17:51

8 identicon

"...en ætli það hafi nú ekki verið með Guðshjálp að þetta fólk fór á þing."

Í hvaða kjördæmi kýs Guð?

Sigurjón 15.5.2009 kl. 18:02

9 identicon

jahá.. á að þvinga alla í að hlusta á umboðsmenn ríkisguðsins... það er ofbeldi

DoctorE 15.5.2009 kl. 18:22

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll

Þú færir ekki fram nein rök fyrir máli þínu, en kallar þessa fjóra þingmenn "andskotans fífl".  Ertu að iðka hið kristilega umburðarlyndi með þessum skrifum þínum? Geturðu ekki unað þessu fólki að vera trúlaust eða hafa aðra trú en kristna eða vera kristið en vilja ekki blanda trúnni stjórnmálum? Það er gott að minnast þess að kærleikurinn er trúnni fremri samkvæmt Fjallræðunni í Biblíunni og íhuga hvort að í því því felist ekki sannleikur. 

Svanur Sigurbjörnsson, 15.5.2009 kl. 19:22

11 identicon

Trúarbrögð hafa EKKERT að gera með stjórnmál ALLS EKKERT!

Reynir 15.5.2009 kl. 19:24

12 Smámynd: Páll Jónsson

Reynir: Trúarbrögð ættu ekkert að hafa að gera með stjórnmál.

Spurning hver raunveruleikinn er.

Páll Jónsson, 15.5.2009 kl. 19:59

13 identicon

Reynir 15.5.2009 kl. 20:06

14 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var ekki að fullyrða neitt um að fólk þyrfti að trúa á Guð til að fara á Alþingi.  Hinsvegar trúi ég á Guð og held að flestir geri það þegar á reynir.  Hinsvegar tekur fólk á sig ákveðnar skyldur þegar það er kosið á þing og ein af þeim skyldum er að virða það hvernig þingsetningu er háttað.  Hún hefst alltaf á guðþjónustu í Dómkirkjunni og það verða þessir þingmenn að sætta sig við.  Það er alveg óskylt því að trúarbrögð eigi að tengjast stjórnmálum.  Ég kalla þetta fólk fífl vegna þess að í stað þess að mæta í Dómkirkjuna þá sat það inni á Hótel Borg og hlustaði á einhver furðufugl frá Siðmennt flytja sinn boðskap.  Það getur verið að þessi skrif mín angi af fáfræði og þá verður bara svo að vera.  Annars finnst mér nú flestar þessar athugasemdir að undaskilinni Sigurbjörgu Eiríksdóttur, vera stormur í vatnsglasi.  Raunveruleg ástæða þess að þetta fólk sem ekki mætti í guðþjónustuna vill vekja á sér athygli og fá fólk til að trúa að það sé eitthvað yfir aðra þingmenn hafið.  Það verður fróðlegt að fylgjast með störfum þeirra á Alþingi.  Þar fær það tækifæri til að sína hvað það hefur umfram aðra þingmenn.

Jakob Falur Kristinsson, 16.5.2009 kl. 10:52

15 Smámynd: Páll Jónsson

Ég get ekki séð að þetta sé nokkuð verra fólk þó það hafi ákveðið að hlusta fremur á heimspeking heldur en guðfræðing.

Og eins og bent hefur verið á í tengslum við þessa frétt þá hefur oft einhver hluti þingmanna setið inni í Alþingishúsi meðan á guðsþjónustu í Dómkirkjunni stendur, eini munurinn er að nú fór það út að sóla sig.

Páll Jónsson, 16.5.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband