Stefnuræða forsetisráðherra

Ég var einn af þeim sem horfði á beina útsendingu frá Alþingi í gærkvöld en þar flutti Jóhanna Sigurðardóttir sína fyrstu stefnræðu sem forsætisráðherra.  Mér þótti ræða Jóhönnu góð og hún kallaði eftir samstöðu þings og þjóðar til að leysa þau erfiðu verkefni sem fram undan eru.  Ekki voru allir ánægðir með ræðu Jóhönnu og formaður Sjálfstæðisflokksins lagðist svo lágt að gefa til kynna að hans flokkur myndi berjast ákveðið gegn mörgum málum ríkisstjórnarinnar og jafvel leggjast í skotgrafahernað.  Það gerði líka Ásbjörn Óttarsson sem einnig talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sagði dæmisögu um mann sem seldi sinn aflakvóta og ávaxtaði nú peningana á háum vöxtum og væri nu að reyna að komast aftur inn í kerfið með frjálsum handfæraveiðum.  Sá sem keypti greiddi 87 milljónir og tók lán fyrir sem hefur hækkað mikið síðan, auk þess sem aflakvótinn hefur verið skertur um 15%.  En Ásbjörn, sem kallaði eftir opinni umræðu um flest mál var ekki að upplýsa hver var seljandinn í þessu dæmi en það var einmitt Ásbjörn sjálfur sem hefur verið hoppandi inn og út úr þessu kerfi til að hagnast.  Innköllun fiskveiðiheimilda kölluðu þeir Bjarni og Ásbjörn þjóðnýtingu.  En hvernig er hægt að þjóðnýta það sem þegar er í þjóðareign.  Þeir töldu enga möguleika á sátt um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi.  En allir eru þó sammála um að núverandi kerfi gengur ekki lengur upp vegna mismunar á þegnunum.  Samanber álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, nei allt á að vera óbreytt svo braskið og spillingin geti haldið áfram.  Nú þegar er vitað að stór hluti af skuldum sjávarútvegsins er tilkominn vegna kaupa á hlutabréfum og í allskonar brask og aflakvótinn lagður að veði.

Borgarahreyfingin kom skemmtilega á óvart í þessum umræðum og eins fannst mér Sigmundur Ernir tala af mikilli skynsemi og nokkuð ljóst að hann á eftir að láta mikið að sér kveða á Alþingi.  Ræðumenn Framsóknar hlýddu drottnara sínum til fjölda ára og töluðu í sama stíl og Sjálfstæðisflokkur.

Það er eitt sem allir þingmenn verða að skilja að í dag eru gerðar til þeirra mun meiri kröfur en oft áður.  Sjálfstæðisflokkur og Framsókn verða að skilja að Alþingi þarf að leysa mörg erfið mál og þau verða ekki leyst í sandkassaleik.  Bjarni Benediktsson vitnaði í Landsfund Sjálfstæðisflokksins og hvað þar hefði verið samþykkt.  En því miður Bjarni Benediktsson þá á að leysa vandamálin á Alþingi en ekki á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband