Taka próf í íslensku

Nú munu 205 útlendingar þreyta próf í íslensku fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt.  Er ekki best að senda bara þetta fólk til síns heimalands þar sem við þurfum ekkert á því að halda í dag.  Það er líka furðulegt að margir útlendingar sem hafa farið úr landi vegna atvinnuleysis skuli fá að koma aftur til Íslands til að lifa á atvinnuleysisbótum,  Þegar ljóst er að Atvinnuleysistryggingarsjóður er við það að tæmast.  Við höfum nóg af atvinnulausu fólki á Íslandi og er því óþarfi að flytja það inn.
mbl.is Rúmlega 200 útlendingar í íslenskupróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Jæja karlinn, viltu þá senda manninn minn úr landi?

Hann er útlendingur bráðurm búinn að vera 10 ár á íslandi.

Og það heyrist langar leiðir að hann er dani.

Annsi er það slæmt að þú skulir vera ættaður úr Jökulfjörðunum. Því þá eru við því miður skild.

Sólar kveðja

M

Matthildur Jóhannsdóttir, 19.5.2009 kl. 12:03

2 identicon

Þeir sem búa á Íslandi, eiga HEIMA á Íslandi. Það er jafn fáranlegt að senda fólk til einhverra landa sem það kom frá og að senda þig aftur til Bíldudals.

Guðbjörg 19.5.2009 kl. 12:11

3 identicon

Alveg sammála höfundi. Þeir sem ekki eru með ríkisborgararétt eiga að fara! Hvað er að? Þurfum við fleiri á bætur hérna!??

óli 19.5.2009 kl. 12:22

4 identicon

Á sem sagt að senda konuna mína burt??? ég er úr jökulfjörðum og ég skammast mín fyrir að þú sért þaðan farð þú bara í rassgat!!!

Páll Jens Reynisson 19.5.2009 kl. 12:25

5 identicon

og annað, ég veit ekki betur en útlendingar sem unnu störf sem "hreinræktaðir" íslendingar vildu EKKI hafi nú bara borgað skattinn OKKAR og þeir eiga alveg jafnan rétt á bótum eins og allir þeir sem greitt hafa skatt, þetta er sami málflutningur og að taka örorkubæturnar af því að þú ert 75% öryrki og greiðir því minna til samfélagsins og að þú sért blóðsuga á ríkið (sem þú ert ekki) þú og útlendingar eiga jafnan rétt á því að vera hérna PUNKTUR!!!

Páll Jens Reynisson 19.5.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Hver sá sem flytur til nýs lands og er tilbúinn að leggja á sig það sem þarf þ.e.a.s. læra mál, siði og menningu og taka þátt í samfélagi þess lands ættu að vera velkomnir.

Þeir sem flytja frá sínu fæðingarlandi OG verða hluti af öðru samfélagi leggja meira á sig en margir innfæddir.

Mér finnst hinsvegar löngu kominn tími á Íslenskupróf og mætti vera próf um menningu og sögu líka. Ég er sjálfur innflytjandi í öðru landi og ef ég ákveð að gerast ríkisborgari finnst mér ekkert athugavert að ég sé prófaður til að sjá hvort ég virkilega nenni að taka þátt í samfélaginu.

Ísland þarf á ÖLLU góðu fólki að halda, sérstaklega núna. Höldum í fólkið sem vill taka þátt. Hinir fara sjálfir.

Ari Kolbeinsson, 19.5.2009 kl. 12:36

7 identicon

Í hvert skipti á síðustu 250 árum sem heimskreppa hefur orðið, þá hefur í kjölfarið verið gríðarleg aukning á þjóðernishyggju og útlendingahatri, knúin áfram af fáranlegri ímynd um rétt ákveðinna aðila til að hafa vinnu á ákveðnu svæði, og vitiði hvar þetta hefur endað? Þrjár heimstyrjaldir hingað til (sú fyrsta var ekki kölluð heimstyrjöld, en Napóleonstríðin voru kjarninn í styrjaldatímabili sem teygði sig yfir heiminn yfir rúmlega 30 ára skeið...).

Það er eitt að vera skammsýnt fífl. Það er annað og verra að vera skammsýnt fífl sem notar hræðslu sína og fávísku til að réttlæta upphafið að atburðarrás sem gæti endað með tortímingu okkar allra.

Smári McCarthy 19.5.2009 kl. 12:38

8 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Þeir sem hafa unnið og tekið þátt í samfélaginu eiga að hafa sama rétt á allri þjónustu, bótum og aðstoð.

Ari Kolbeinsson, 19.5.2009 kl. 12:39

9 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Við erum öll innflytjendur, mismargar kynslóðir...

 Ég get auðveldlega rakið mig til landnámsmanna. Fyrstu innflytjendanna (ef maður tekur ekki tillit til írskra munka o.þ.h.). Ég er kominn af skandinövum, írum og skotum (meðal annarra).

Ofan á það er hvítt hörund stökkbreyting sem er sennilega ekki nema 10.000 ára gömul (vinnur D vítamín betur úr sólskini þar sem er lítið af því, er líka verr varið gegn krabbameini)

Þjóðernishyggja þarf að deyja. Það að hugsa um velferð lands, þjóðar og fólksins krefst víðsýnni hugsunar.

KuKluxKlan hræðsluviðbrögð koma ekki til með að hjálpa, sérstaklega langtíma 

Ari Kolbeinsson, 19.5.2009 kl. 12:47

10 Smámynd: Anna Guðný

Ef við ættum að senda allt þetta fólk "til síns heimalands" eins og þú kallar það, verðum við þá ekki líka að innkalla alla ísl. ríkistborgara sem búa erlendis og eru að taka vinnu/skóla pláss frá þeim innlendu þar? Ertu viss um að þú viljir fá alla íslendingana sem lifa á socialnum á norðurlöndunum hingað "heim"? Eða þessa 400 ísl. öryrkja sem búa í Danmörku?

Hver sá sem flytur til nýs lands  o.s.frv. það sem Ari skrifar hér að framan: Sammála hverju orði.

Hafðu það gott í dag.

Anna Guðný , 19.5.2009 kl. 13:03

11 Smámynd: corvus corax

Ég legg til að fjölmiðlahyskið verði látið taka próf í íslensku og ef það nær ekki a.m.k. 95% árangri á að reka það úr fjölmiðlastarfi. Það er með öllu óþolandi að þetta fjölmiðlalið geti ekki komið íslenskunni frá sér skammlaust þar sem tungumálið er vinnutæki þess. Það yrði skrítið upplitið á viðskiptavinum iðnaðarmanna ef þeir væru alltaf með ónýt eða ónothæf áhöld ...eða t.d. tannlæknar með ónýt áhöld. Fjölmiðlaliðið ætti að sjá sóma sinn í því að læra íslensku og tala hana og skrifa rétt til tilbreytingar.

corvus corax, 19.5.2009 kl. 15:36

12 identicon

Það að útlendingur tali bjagaða íslensku truflar mig ekki svo ýkja mikið.  Það sem fer virkilega í taugarnar á mér er þegar ég er að ræða við "hreinræktaðan" Íslending sem hefur hvorki skilning né hæfni til að tala og rita almennilega íslensku.

H.T. Bjarnason 20.5.2009 kl. 00:19

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er það sem ég skrifa ekki á réttri íslensku Mr. H.T.Bjarnason.  En þrátt fyrir allar þessar athugasemdir stend ég við það sem ég skrifaði. VIÐ EIGUM EKKI AÐ FLYTJA INN FÓLK TIL AÐ FARA Á ATVINNULEYSISBÆTUR.  Það skiptir engu máli hvort einhverjir Íslendingar lifi á bótum í Danmörku, það er einfaldlega ákvörðu danskra yfirvalda en ekki okkar.  Hvað mig sjálfan varðar þarf enginn að hafa áhyggjur af mig þurfi að flytja aftur til Bíldudals, því ég er einmitt að flytja þangað hvort sem er.

Jakob Falur Kristinsson, 20.5.2009 kl. 11:59

14 Smámynd: Stjörnupenni

Jakob, eru nokkuð nettengi á Bíldudal? Það væri ágætt að losna við þig héðan.

Stjörnupenni, 20.5.2009 kl. 12:34

15 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg stórfurðulegt hvað fólk getur lagst lágt í því að geta ekki virt skoðanir annarra.  Það er ágætis nettenging á Bíldudal svo ég mun áfram verða með mitt blogg.  Eðli bloggsins er að skiptast á skoðunum, en margir sem hér hafa skrifað virðast ekki þola og ættu því frekar en ég að hverfa af þessum vettvangi en ég.  Ég virði ykkar skoðanir í þessum athugasemdum og reynir að svara þeim þótt vitlausar séu.  Fólk verður að hafa þann þroska til að bera að geta skipst á skoðunum án þess að níða niður þann sem það er að gagnrýna.

Jakob Falur Kristinsson, 20.5.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband