Tap hjá lífeyrissjóði

Þetta finnst mér ósköp eðlileg krafa, því rekstur þessa lífeyrissjóðs hefur verið talsvert undarlegur í mörg ár.  Ég varð fyrir verulegu tapi vegna þessa sjóðs.  Því þegar ég varð öryrki þá átti ég rétt á örorkubótum úr þessum lífeyrissjóði og venjan er sú að við ákvörðunar um örorkulífeyrir skal framreikna iðgjöld eins og maður hefði greitt til 67 ára aldurs, en það fékk ég ekki vegna þess að nokkrir af mínum fyrrverandi vinnuveitendum höfðu ekki skilað iðgjöldum mínum til sjóðsins.  Þeir höfðu aðeins skilað ógreiddum skýrslum.  Þegar ég ræddi þetta við framkvæmdastjóra sjóðsins fékk ég þau svör að ég yrði sjálfur að innheimta þessi ógreiddu iðgjöld en samkvæmt lögum er það hlutverk lífeyrissjóðanna að gera.  Eitt þessara fyrirtækja var komið í gjaldþrot og þar njóta lífeyrissjóðskröfur forgangs eins og laun og ef ekki er hægt að greiða þetta þá er það greitt af Ábyrgðasjóði launa.  En þessi lífeyrissjóður gerði aldrei neina kröfu á þrotabúið og ætlaðist síðan til að ég tæki að mér innheimtu fyrir sjóðinn.  Ég bauðst þá til að greiða þessi iðgjöld sjálfur en það mátti ekki greiðslan varð að koma frá fyrirtækjunum.  Þess vegna fékk ég skertan örorkulífeyrir og ekki bar frá þessum sjóði heldur öllum þeim lífeyrissjóðum sem ég hafði greitt í.  En allir lífeyrissjóðir miða við útreikninga þess sjóðs sem síðast var greitt til.  Eins er mér kunnugt að mörg fyrirtæki á Vestfjörðum hafa komist upp með það að skulda iðgjöld árum saman á nokkurra aðgerða af hálfu sjóðsins og eftir nokkra ára vanskil hundruða starfsmanna er skuldunum breytt í hlutafé í viðkomandi fyrirtækjum eð jafnvel felld niður.
mbl.is Krefja lífeyrissjóð svara vegna taps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Mjög sorglegt að þetta "lífeyrissjóðs lið" er ekkert að vinna vinnuna sína, þeir bregðast t.d. þér & mér, tapa svo okkar peningum og halda svo endarlaust áfram eins og allt sé í lagi....  Nei, þarna er allt í ÓLAGI og við viljum þetta DRASL LIÐ burt...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 21.5.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já það vantar alla heilbrigða skynsemi hjá þessu fólki og ekki er þetta lið svo illa launað að það geti ekkli unnið sína vinnu.

Jakob Falur Kristinsson, 21.5.2009 kl. 12:10

3 identicon

Ég held að það þurfi að kæra stjórnir og framkvæmdastjóra sjóðanna fyrir fjárdrátt vegna meðferðar þeirra á eigum annara.  Kv. G.H.

Guðjón Halldórsson 21.5.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband