Kannabisræktun

Af hverju er lögreglan alltaf að stöðva kannabisræktun í Reykjavík og nágrenni.  Nú í allri hreppunni ætti að gera þetta löglegt og frekar að stuðla að innlendri ræktun svo hægt væri að kaupa þetta og segja íslenskt já takk.  Bæði skapar þetta nokkur störf og sparar gjaldeyrir og mætti flokka með hinum margumtöluðu sprotafyrirtækjum.
mbl.is Kannabisræktun í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

algjörlega sammála EN ræktendur þurfa að fara að hætta að selja til yngri en 18-20.

fljótlegasta leiðin til að vera handtekinn er að selja krökkum kannabis.

íslenskt já takk. en ef ég kemst að því að einhver selji krakka reyk, þá hringi ég í fíkniefnasímann sjálfur.

gusti 23.5.2009 kl. 17:05

2 identicon

afhverju villtu ekki selja krökkum þetta, en vilt selja fullorðnum þetta? Þú greinilega lítur á þetta einhverju hornauga.

Afhverju að lögleiða þetta? þetta veldur því bara að fólk reyki þetta meira.

Afhverju að reykja þetta?

Og, plís ekki koma með nein svör sem tengjast samanburði á áfengi og tóbaki.  

steini 23.5.2009 kl. 17:23

3 identicon

ég held að það yrði ekkert svoleiðis að fleirri myndu reykja þetta, fólk sem er í ströngum æfingum og eh fer ekkert að reykja þetta ef þetta yrði gert löglegt frekar en að fara reykja sígarettur.

Lögleiða þetta til að skapa smá atvinnu og hver veit nema að þá myndu kannski fleirri hasshausar koma til Íslands og njóta náttúrunar í vímu náttúrunnar. Gæti þetta ekki líka þá hjálpað ferðamanna stöðum? 

En að mínu mati ætti þetta að vera gert löglegt. Eiturefnin (kýs samt ekki að kalla kannabis eiturefni) eru í pýramída og Kannabis er þar neðst selst mest og er mest notað ef það yrði gert löglegt þá væri meirihluti þessara hasshausa ekki í neinum beinum tengslum við dópheimin og að mínu mati myndi hann hrasa að einhverju magni. 

Leyfa 18 ára að kaupa því þá ræðuru basicly hvað þú vilt gera og þá væri þetta bara enn einn valmöguleikinn. Ef að þetta yrði löglegt er liklegast líkur á því að fleirri myndu prófa og þetta bara hreinlega höfðar ekki til allra svo að það myndi kannski ekkert endilega fjölga svo mikið af stonerum. 

Varðandi sölu ætti bara að hafa einn stað líkt og ríkið(ÁTVR) til þess og sölu til yngra fólks ætti vitanlega að kæra til lögreglu og ættu að vera strangar refsingar á bakvið til að takmarka það að þetta fari í rangar hendur. 

En þetta er bara mín skoðun á þessu máli, reyndi að halda öllum samanburði frá tóbaki og áfengi.

Andri 23.5.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Sigurjón

Mig langar að svara spurningum ,,Steina" hér ofar:

,,afhverju villtu ekki selja krökkum þetta, en vilt selja fullorðnum þetta? Þú greinilega lítur á þetta einhverju hornauga."

Óskiljanleg setning hjá þér Steini.  Ástæðan fyrir því að krökkum er bannað að reykja, drekka, keyra bíla og fleira í þeim dúr, er að þeim er ekki treystandi til að taka upplýsta og meðvitaða ákvörðun.  Alla vega ekki flestum.  Börn mega ekki kjósa, ekki gifta sig eða skrifa undir samninga af sömu ástæðum.  Þetta ættir þú nú þegar að vita, nema þú sért á barnsaldri sjálfur.

,,Afhverju að lögleiða þetta? þetta veldur því bara að fólk reyki þetta meira."

Segðu mér Steini, ert þú sammála þeim sem vildu ekki leyfa bjórinn á sínum tíma af sömu ástæðu?  Þ.e.a.s. að lögleiðing bjórs myndi auka neyzlu áfengis?  Hvaða gögn hefur þú fyrir því að lögleiðing kannabis auki vanda þjóðfélaga sem það leyfa?  Tökum Holland sem dæmi.  Ekki er það þjóðfélag að fótum komið, þó kannabis hafi verið leyft þar í mörg ár.  Sviss leyfir fólki að koma í ríkisrekin hús þar sem hægt er að fá heróín ókeypis.  Er Sviss eitthvað annað en fyrirmyndarríki?

,,Afhverju að reykja þetta?"

Er það eitthvað sem þér kemur við?  Mega aðrir ekki reykja hass eða eitra fyrir sér í friði fyrir þér?  Kemur þér eitthvað við hvað fullorðið fólk gerir við líkama sinn?  Hvort sem það skemmir á sér skrokkinn í áfengisdrykkju, kannabisreykingum eða knattspyrnuiðkun?

,,Og, plís ekki koma með nein svör sem tengjast samanburði á áfengi og tóbaki."

Æi, plís.  Ekki fara að setja viðmælendum þínum einhverjar illa ígrundaðar skorður með svona orðum Steini.  Þú gerir þig bara að fífli með svona kommentum...

Sigurjón, 24.5.2009 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband