Skuldum vafinn

Aumingja gamli maðurinn.  Hann verður sennilega orðinn 200 ára þegar honum tekst að greiða þessar skuldir, sem í raun voru mjög litlar og ósköp eðlileg lán eins og lán til íbúðakaupa og til bílakaupa.
mbl.is 77 ára og skuldum vafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eðlileg lán??? Búin að vinna alla tíð og tekur 100% lán til íbúðakaupa og annað 100% lán til bílakaupa. Er þetta bara allt eðlilegt. Bílasalinn sagði honum að þetta væri í lag, já hálló. Er ekki einhver heima?........Og hvað gerðist þegar hann var fimmtugur.

Er þetta ekki bara týpískur íslesnkur eyðluseggur sem kaupir hluti sem hann á ekki fyrir? Í Þýskalandi færðu ekki einu sinni yfirdráttarheimild....þú verður að eia fyrir því sem þú kaupir. Þetta þekkist hvergi nema hérna heima.

Hvers vegna leigði hann ekki og tók strætó fyrst hann var svona blankur???????

gaflari 25.5.2009 kl. 16:56

2 identicon

Mér þykir þú nú frekar harður hér fyrir ofan.

Það hefur þótt eðlilegt að "kaupa" á Íslandi hingað til frekar enn að leigja svo ekki er hægt að áfellast hann fyrir að kjósa þá leið frekar en hina. Öryggi á leigumarkaði hefur heldur ekki verið hér til fyrirmyndar, allavega hingað til, en við skulum vona að það breytist.

Bílasalar og annað sölufólk er fært í sinni grein og hefur náð að selja fólki allskonar hugmyndir (í góðri trú ábyggilega). Fullt fullt af fólki tók þessi 100% lán og myntkörfulán.

Ég tel mig afar heppna að hafa ákveðið að hlusta ekki á bankastarfsmanninn sem reyndi að fá mig til að kaupa íbúðina mína með erlendu láni. En sannfærandi var hann, ójá!

Við vitum ekkert um hagi þessa manns, og hvað varð til þess að hann þurfti að byrja upp á nýtt. Því finnst mér þú ekkert geta gagnrýnt eða sagt um hann hér á internetinu! Það skiptir í raun engu máli hvernig fólk hefur hagað sér, hvort að það hafi sparað eða eytt um efni fram. Það á enginn skilið að lenda í þessu sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag!

Ég vona að eitthvað gott gerist fljótlega fyrir allt þetta fólk og vona svo sannarlega að gæfan haldi áfram að fylgja mér því mér þykir ég hafa verið heppinn miðað við svo marga.

Kolbrún 25.5.2009 kl. 17:22

3 identicon

Skiptir það ekki í raun engu máli hvernig fólk hefur hagað sér??? Ekki ætla ég að borga skuldaóreyðuna eftir þennan mann....en það virðist vera raunin, sem og öll þjóðin.

Þetta er skrítið. Mér var kennt að eiga fyrir því sem ég keypti....kannski ekki með húsnæðið....en eiga allavegana 30-40% í eigninni, safna í góða útborgun, það var góð regla. Og ég fór eftir henni og ég er nú ekki sérlega gamall. Hvað heldurðu að ég hafi hitt marga bankastarfsmenn sem reyndu að troða lánum upp á mig og upp í mig??? Eða bílasölumenn??? (ekki skörpustu hnífarnir í skúffuni!!!) Læt slíka menn ekki leika sér með fjárhag heimilisins.

Ég vissi eins og flestir íslendingar að hér hefur verðbólgan farið upp og niður...aðallega upp, og þá fara erlendu lánin algjörlega með budduna. Þessi maður er eldri en tvævetur og á því að vita þetta.

Og maður leigir ef maður hefur ekki efni á að kaupa sé húsnæði...og safnar peningum þangað til maður hefur upp í útborgun!

Þú tekur strætó ef þú hefur ekki efni á bíl og kaupir gamlan ódýran þegar þú hefur efni á... og engan helv aumingjaskap!

gaflari 25.5.2009 kl. 18:48

4 identicon

Voðalega ertu reiður maður Gaflari.

Þó að þú og ég höfum verið heppin og getað safnað upp í okkar stóreignir þá standa ekki allir í þeim sporum.

Ég hefði til dæmis ekki getað safnað neinu hefði ég byrjað að eignast börn ung. Þá hefði ég ekki ekki getað búið jafn lengi hjá móður minni og safnað! Er hægt að áfellast ungt fólk í þeirri stöðu til dæmis? Sem vildi bara reyna að búa sér og sínum börnum heimili?

Ég vil bara nefna það að þegar ég keypti mína íbúð var miklu hagstæðara að kaupa heldur en að leigja minni íbúð! Jafnvel þó við hefðum þurft að taka 100% lán!! Svo fáránlegur var leigumarkaðurinn hér að við sáum okkur ekki fært að leigja svo dýrt heldur var betra að punga út sparnaðinum og kaupa...

Að taka strætó er gott og blessað, ég tek strætó á hverjum degi. En hefur þú skoðað strætókerfið nýlega...það er ekki upp á marga fiska skal ég segja þér. Til dæmis er fáránlega mikið mál að taka strætó á einfaldann stað í Kópavogi. Fáránlega erfitt segi ég því ég hef búið t.d. í Danmörku þar sem að svona hlutir eru ekki svona flóknir.

Gaflari, beindu reiði þinni að fólki sem þú getur verið fullkomlega viss um að eigi sök á ástandinu og því sem þú munt þurfa að borga.

Kolbrún 25.5.2009 kl. 19:56

5 identicon

Gaflari, það er auðvelt að vera í dómarasætinu.  Þessi maður þurfti að byrja upp á nýtt á sextugsaldri.  Sumir þurfa að gera það vegna þess að þeir skrifuðu upp á lán fyrir ættingja.  Við megum ekki dæma, þessi maður hefur kannski verið í láglaunastarfi alla tíð og þurft að borga dýra leigu. Ekki er mikið eftir af verkamannalaunum þegar maður þarf að greiða kannski 3/4 af launum í leigu.  Á Íslandi hefur alltaf verið ráðlagt að kaupa, þessi maður keypti litla íbúð og skuldar engar afborganir.

Er það honum að kenna að verðbólgan hefur hækkað lán hans um margar milljónir?   

Margrét S. 25.5.2009 kl. 22:55

6 identicon

Þótt ég vorkenni kallinum þá getur hann að mörgu leiti bara sjálfum sér um kennt. Þú tekur aldrei, undir nokkrum kringustæðum, 100% íbúðarlán upp á fleiri milljónir. Aldrei. Og þar fyrir utan var ekkert launungarmál að krónan var alltof sterk á þessum tíma, það kom ítrekað fram, og það gaf augaleið ef þú rannsakaðir það aðeins sjálfur að lánið myndi hækka. Og þar fyrir utan er hann nógu gamall til að vita að verðbólgan hér á Íslandi kemur aftur og aftur.

Það er margt sem ríkisvaldið hefur klúðrað á síðustu árum EN fólk verður samt að taka ábyrgð á eigin vitleysu. Það þýðir ekkert að taka lán upp á fleiri milljónir og benda svo á einhverja aðra þegar þú getur ekki staðið í skilum.

Sturla 26.5.2009 kl. 09:20

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og Ísland væri ekki nær gjaldþrota ef allir hefðu séð þá hluti fyrir, sem orsökuðu allt hrunið.  Það er líka þannig að á Íslandi hefur það þótt lámarkskrafa hvers manns að eignast þak yfir höfuðið og skapa sér þannig ákveðið öryggi.  Allir verða að eiga heimili og óstöðugur leigumarkaður veitir ekki slíkt öryggi.  Fram að þessu hefur ekki verið talinn sérstakur lúxus að eiga bíl á Íslandi.  Við berum okkur oft saman við önnur lönd t.d. Norðurlöndin, en þar eru leigumarkaðir fyrir íbúðir mjög stöðugir og eins er almenningssamgöngur góðar, sem ekki er til staðar hér.  Hér er varla hægt að komast með strætó frá A til B nema að eyða í það nær hálfum degi og það getur vinnandi fólk ekki gert.  Ekki veit ég hvaða skuldir gaflari ætlar að greiða fyrir þennan gamla mann, enda hefur hann ekki farið fram á það og mun sennilega greiða sínar skuldir sjálfur.

Jakob Falur Kristinsson, 8.6.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband