Efnahagsvandræðin

Nú standa öll spjót á Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra varðandi samningana um Icevsave og mikið gert úr því hvernig hann talaði um þessi mál þegar hann var í stjórnarandstöðu.  Steingrímur j. Sigfússon er ekki öfundsverður af sínu hlutverki núna, þegar allt er í rúst og allt hrunið sem hrunið getur.  Það verður þó að virða Steingrími til vorkunnar að hans flokkur VG kom ekki nálægt því að skapa þær aðstæður sem ollu þessum ósköpum, heldur margoft vöruðu við að þetta gæti skeð, en á það var ekki hlustað.

Þetta hrun á sér langan aðdraganda og margir hagfræðingar segja að upphafið megi rekja til upptöku kvótakerfis í sjávarútveginum.  Þá fyrst kynntust íslendingar því að hægt var að búa til peninga úr engu eða bara pappírum.  Þann grunn lögðu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn á sínum tíma og seinna tók Samfylkingin við stöðu Framsóknar.  Bankarnir voru einkavæddir á furðulegan hátt, sem var mjög umdeilt á sínum tíma svo ekki sé meira sagt.  Það urðu mikil átök í einkavæðingarnefnd sem leiddi til þess að fulltrúi fjármálaráðherra, Steingrímur Ari Arason sagði sig úr nefndinni vegna óvandaðra vinnubragða að eigin sögn.  Niðurstaðan var sú að Sjálfstæðismenn fengu að kaupa Landsbankann og Framsóknarmenn Búnaðarbankann.  Glitnir hafði alltaf verið í einkaeign með fjölda hluthafa og þar á meðal mikla áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi.  Reyndar hafði Glitnir fengið í vöggugjöf alla lánasjóði atvinnuveganna og var Fiskveiðasjóður þar stærstur.  Síðan fengu þessir bankar að vaxa og vaxa og allt eftirlit með þeim var í molum.  Upp spratt ný stétt nýríkra íslendinga, sem flaug um heiminn á einkaþotum og keypti þekkt fyrirtæki bæði í Bretlandi og Danmörku og allt á lánum.  Það virtist allt vera hægt, bæði þingmenn og ráðherrar lofuðu þessa miklu útrás íslendinga og meira að segja forsetinn fór erlendis í þeirra boði til að hrósa þeim og hampa.  Stjórnvöld voru meira að segja farin að tala um að Ísland gæti í framtíðinni orðið fjármálamiðstöð heimsins.  Það fóru að sjást laun af þeirri stærðargráðu að enginn hafði látið sig dreyma um áður.  En við fyrsta mótbyr hrundi allt eins og spilaborg og eftir sat þjóð sem var nánast skuldlaus en nú skuldug upp fyrir haus.  Fyrirtæki fóru að falla hvert af fætur öðru enda flest keypt með skuldsettri yfirtöku og út úr þeim hirt allt það fé sem þar var að finna.  Þá tók við eitt mesta atvinnuleysi í Íslandssögunni.  Meira að segja okkar aðal flugfélag Icelandair fékk nafnið FL-Group og var fljótlega fyrirferðamikið í fjárfestingum og braski síðar var skipt um nafn á því félagi og heitir það nú Stoðir og er í greiðslustöðvun og sennilega gjaldþrota.  Einnig keyptu íslendingar flugfélagið Sterling og gekk það kaupum og sölum milli manna og alltaf hækkaði verðið, en nú er það gjaldþrota

 Allt  þetta fékk Steingrímur J. Sigfússon í fangið þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra og nú þegar tekist hafa samningar um Icesave-reikninganna sem á að gera upp með 15 ára láni með 5,5% vöxtum og afborgunarlaust fyrstu 7 árin og inn í samningnum er ákvæði um að ef greiðslugeta Íslands versni á samningstímanum skuli taka málið upp aftur og semja upp á nýtt.  Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt þessa vexti sem þeir telja  alltof háa, en þeir gleyma því að í október 2008 samdi þáverandi fjármálaráðherra Árni Matthíssen við Hollendinga um þeirra hlut í þessu máli og það var samið til 10 ára og afborgunarlaust fyrstu 3 árin og vextirnir voru 6,8%.  Þessi samningur Árna við Holland á sínum tíma gerði samningsmönnum íslands núna mjög erfitt fyrir og má teljast nokkuð afrek að hafa þó náð þeim samningi sem nú liggur fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband