Afmælisgjöf

Góður kunningi minn sem býr í Kópavogi og er giftur mjög frekri og feitri konu.  Þau hafa verið í hjónabandi í um 35 ár og alltaf virst vera mjög hamingjusöm.  Maðurinn rekur lítið vélaverkstæði, sem gengur vel og konan sér um bókhald og fjármálin og rukkar inn þá reikninga sem eru ógreiddir.  Mér er sagt að viðskiptavinir þessa verkstæðis þori ekki að draga að greiða reikningana, slík er frekjan og yfirgangurinn í konunni.  Konan þarf ekki að hringja nema eitt símtal og þá greiðir viðkomandi sína skuld um leið.  Því enginn leggur í að fá hana í heimsókn slík eru lætin þegar hún mætir á viðkomandi stað til að innheimta.

Hjónin eru nú um 60 ára gömul og alltaf blómstrar hjónabandið með því að konan ræður öllu og maðurinn þrælar eins og skeppna og tekur aldrei frí.  Þegar maðurinn varð sextugur, gaf konan honum nýjan vinnugalla í afmælisgjöf og lét þau orð falla að nú skyldi hann ekki gleyma sínu afmæli.

Þegar hjónin voru að fara að sofa kvöldið fyrir afmæli konunnar, sagði húnn með rödd þess sem valdið hefur "Fyrir hádegi á morgun vil ég sjá hér fyrir framan dyrnar hlut sem kemst frá 0-10 sekúndna hraða á innan við einni mínútu;" ( og átti auðvitað við nýjan bíl)  Maðurinn fór í sína vinnu um kl: 7,00 en konan svaf áfram og þegar hún vaknaði fór hún strax og opnaði útidyrnar og í stað særðar pakka sem gæti verið bíll var bara lítill fallegur pakki og kort sem á stóð "Til hamingju með daginn elskan" og nafn mannsins undir.  Konan tók pakkann og fór með hann inn og sótrauð af reiði og bölvaði manni sínum mikið og sagði við sjálfa sig aldrei skilur þessi mannapi neitt sem við hann er sagt.  Síðan reif hún upp pakkann og undrunin varð mikil, því í pakkanum var;

Baðvigt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband