Frjálsar handfæraveiðar

Á Alþingi í gær var verið að ræða um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og það nýmæli að gefa handfæraveiðar frjálsar með vissum takmörkum þó.  Sjálfstæðismenn tóku mikinn þátt í umræðunni, eins og alltaf þegar rætt er um breytingar á þessu kvótakerfi sem mikill meirihluti þjóðarinnar vill breyta.  Það vantaði ekki að Sjálfstæðismenn segðust þessar breytingar af hinu góða en samt væru þeir á móti þeim og töluðu um illa undirbúið mál og bla,bla,bla.  Það sama gerði Framsóknarþingmenn, en báðir þessir flokkar eru höfundar að þessu kerfi.  Ein af þeim fullyrðingum sem komu fram var að þetta væri yfir sumarmánuðina og þá væru gæði hráefnisins frekar slæm.  Eins myndu hópast í þessar veiðar menn sem ekkert vit hefðu á fiskveiðum.  Ólína Þorvarðardóttir varaformaður sjávar- og landbúnaðarnefndar stóð sig eins og hetja við að svara þessum mönnum.

Hvernig dettur þingmönnum með heilbrigða skynsemi það í hug að margir kasti frá sér ágætri vinnu til að fara á handfæraveiðar í nokkra mánuði og kosta til þess 30-40 milljónum.  Því gert er ráð fyrir að hver bátur fái ekki að veiða nema 800 kíló af fiski á dag, auk þess sem ekki má stunda veiðar á laugar- og sunnudögum.  Þannig að líklegur fjöldi veiðidaga í hverjum mánuði gæti verið um 20 dagar og hámarksafli yrði þá um 16 tonn á mánuði.  Ef fiskurinn er mun lélegri að gæðum á sumrin má gera ráð fyrir að aflaverðmæti yrði 3,2 milljónir á mánuði og væri þá ekki líka best að stöðva allar veiðar á sumrin ef gæðin eru minnst á þeim tíma.  Ásbjörn Óttarsson nýkjörin þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er einnig útgerðarmaður smábáta.  Hann sagði að nú myndu flestir þeir smábátar sem stunda línuveiðar hætta því og fara í þetta nýja kerfi og þar með myndu allir beitningamenn í hans heimabyggð, sem er Rif, missa atvinnu sína, en áður var hann búinn að segja að ekki væri hægt að veiða á handfæri nema þorsk og ufsa.  Ætlast Óttar til að einhver trúi svona kjaftæði að útgerðarmenn línubáta hætti því til að stunda handfæraveiðar og fá einungis veiða 800 kíló í 12 klukkustunda veiðiferð, þá væri lítið verið að hugsa um arðsemi veiðanna.  Einnig sagði hann að flestir bátarnir færu á þá staði sem styðst væri á miðin og tók dæmi um að bátar frá Stykkishólmi myndu flestir róa frá Rifi og bátar við Ísafjarðardjúp færu að róa frá Bolungarvík.  Í dag er það svo að þeir bátar sem selja afla á fiskmarkaði eins og skylda verður í þessu nýja kerfi, eru aldrei öruggir um hvert fiskurinn fer til vinnslu.  Nú þegar eru þúsundir tonna fluttir með flutningabílum landshornanna á milli, þannig að þótt bátur úr Stykkishólmi landi á Rifi væri auðvelt að flytja þann afla til Stykkishólms og vinna hann þar.  Ég verð að viðurkenna að málflutningur Sjálfstæðismanna í gær var ömurlegur á að hlýða og nú báru þeir allir mikinn hag fyrir að byggðakvótinn héldi áfram.  En fram að þessu hafa varðhundar þessa kvótakerfis LÍÚ verið alfarið á móti byggðakvótum og haft til þess stuðning Sjálfstæðismanna.  Það eru mörg sjávarþorp allt í hringum landið sem hafa misst frá sér allar aflaheimildir og þar með atvinnuna og þegar atvinnan hefur farið hefur fólkið líka farið.  Byggðakvótarnir hafa aðeins virkað eins og smá plástur á svöðusár.

Staðreyndin er sú að þessar frjálsu handfæraveiðar verða eingöngu stundaðar af mönnum sem eru hættir á sjó og gera þetta einungis ánægjunnar vegna en ekki í gróðaskyni. Enda er ekki hægt að hagnast á þessum veiðum.  Aftur á móti dugar þetta til að allir sem vilja og geta eiga þess kost að fara á sjó og veiða fisk án þess að greiða himinhá leigur til Sægreyfanna.  Einnig er uppfyllt það atriði sem Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna setti út á aflamarkskerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband