Eitrun

Lömunareitrun PSP hefur greinst í kræklingi úr Eyjafirði og er varað við að tína og neyta hans.

Þar með er kominn dauðadómur yfir því fyrirtæki sem mestum árangri hefur náð í kræklingaeldi hér við land.  En þetta fyrirtæki í Eyjafirði var búið að leggja mikla fjármuni í þetta verkefni og afla sér markaða erlendis fyrir krækling og hefði getað orðið stórt fyrirtæki með miklar útflutningstekjur.

En nú er þetta búið spil með þessum niðurstöðum.


mbl.is Eitrun í kræklingi úr Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að það sé rétt að það komi fram að þessi frétt er gríðarlega villandi og furðulegt af Matvælastofnun að setja tilkynninguna í þennan búning. Umrædd eitrun kemur upp árlega í Eyjafirði sem og víðast hvar annarsstaðar við strendur landsins, sem og erlendis. Þetta þýðir að meðan ákveðnir þörungar eru í blóma er ekki mögulegt að uppskera/tína krækling. Þetta er eitthvað sem allir kræklingaræktendur víðast hvar í heiminum búa við. Þegar því tímabili er lokið hreinsar kræklingurinn sig.

Það fer því fjarri að þetta sé dauðadómur yfir umræddu fyrirtæki enda hefur þessi eitrun komið upp tímabundið undanfarin ár.

Björn Gíslason 16.6.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Loftslag.is

Er það ekki rétt hjá mér að þumalputtareglan sé sú að ef ekki er r í mánuðinum þá sé kræklingurinn eitraður.

Annars er spurning hvað gerist við hlýnun sjávar, þeim hlýtur að fjölga mánuðunum sem kræklingurinn er eitraður.

Loftslag.is, 16.6.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef því miður ekki mikla þekkingu á kræklingum eða ræktun þeirra og efast ekki um að þetta sé rétt hjá Birni Gíslasyni og vonandi mun þetta fyrirtæki við Eyjafjörð blómstra í komandi framtíð.  Ekki veitir okkur af öllum þeim tekjum sem við getum náð í.  En ég hef heyrt að það fari ágætlega saman þorskeldi og kræklingarægt, því kræklingurinn eyðir þeim úrgangi sem kemur frá þorskinum og leifum af fóðri.  Ég hef líka heyrt að kræklingurinn sé eitraður í þeim mánuðum sem ekki hafa r í sínu nafni, en hvort það á við einhver rök að styðjast veit ég ekki.

Jakob Falur Kristinsson, 17.6.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband